Síða 1 af 1

Vinnutölva/plex media server íhluta ráðleggingar

Sent: Lau 17. Jan 2015 15:40
af kman
Góðan dag, mig langar að setja upp vinnutölvu (office vinnsla, basic netvafr) og media server (plex media server fyrir heimilið). Þarf að vera með hdmi þar sem ég verð með skjá tengdan við hana. Á hvað á maður helst að einblína þegar maður setur saman svona vél úr íhlutun. Tek það fram að ég er algjör nýgræðingur þegar kemur að því að púsla saman vélum, bara grunar að það sé ódýrara að gera það heldur en að kaupa eitthvað tilbúið út úr búð. Notkunin á plex servernum verður eflaust 1 oftast í einu (þó max 3). Vil geta streymt full hd efni snuðrulaust.

Nú langar mig ekki að eyða miklum fjármunum í þetta, hvernig kemst ég best frá þessu. Hvaða íhluti á maður að leggja áherslu á í svona samsetningu og getur einhver komið með tillögur að íhlutum, notuðum eða nýjum. Ekki verra ef þetta er lítið í sniðum, það er þó ekki skilyrði.

Ég er búinn að lesa ótal pósta hér um þetta topic, samt ekki tekist að komast að því hvernig þessu verður best við komið.

Allar ráðleggingar vel þegnar.

Með fyrirfram þökk.