Þeir hjá CNET verða að fara í sjónmælingu og kaupa sér svo sterk gleraugu í framhaldinu //létt grín
, ég kann að meta mikils að setja upp viðmiðanir, þær breytast þó með kröfunum og tímunum og sýnist þessi þurfa uppfærslu í formi betri sjónar eða krafna, það má hreinlega vera svo að þeir meti þetta "ekki nægjanlega mikill gæðamunur" (en mælanlegur þó) frekar en að þú bókstaflega sjáir engan mun, enda er þetta líklega bara ætlað til viðmiðunar og ekki taka of bókstaflega. Þetta hefur þó áhrif á kaup fólks og mikilvægt að allar forsendur fyrir svona liggi fyrir.
T.d. ég er með 40" 4k 2.5 fet frá mér og því samkvæmt CNET að fá fulla nýtingu af UHD, ég gerði mér ekki vonir um að ég myndi njóta 30" 4k skjás næstum eins mikið og hef því beðið eftir 40" sem ég tel vera stærðina sem að UHD vex upp frá og nýtist vel. Hérna er skalinn nokkuð réttur hjá CNET sýnist mér svona við upphaf hans amk.
Hins vegar er alveg ljóst að t.d. með 65" skjónvarpi sérðu augljósan mun á UHD vs. FHD aðeins 5-6 fetum frá því, það er einfalt að prufa þetta og hægt í næstu verslun. Mér sýnist því að þarna klikki þessi viðmiðun CNET því hún skalast ekki nógu hratt upp með stærð á skjá og því bjagast all verulega. Hvað varðar svo 480p, maður sér mun á þessu og FHD í margra metra fjarlægt á littlu skjá svo einnig. Þetta eru líka bara viðmiðanir en ég myndi telja að skalinn ætti að vera brattari fyrir FHD og UHD en t.d. næstum undir öllum kringumstæðum sérðu mun á HD og FDH (720p vs. 1080)
Skjárinn er klikkaður, skarpur, skýr og þægilegt að horfa á hann, með fjölda möguleika upp á stillingar til að móta hann eftir þínu höfði en það þarf að stilla svona stærri fleti aðeins meira en minni fleti vilji maður fá þetta alveg eftir sínu höfði, ekkert stór mál að gera slíkt þó og tekur aðeins nokkrar mín. Hiti frá skjánum er minni en minn eldri 30" HP S-IPS 1600p skjár, svartur er betri líka, baklýsingin er nokkuð jöfn og góð, ekkert eitt svæði meira upplýst en annað. Litirnir eru góðir en þurfa smá tjún ef þeir eiga ekki að líta út flatir og vatnskenndir. Á eftir að horn og geometry mæla skjáinn, verður gert seinna með félaga mínum sem er ljósmyndagúru og tekur loka tjún á skjáinn fyrir mig.
Þessi skjár er hverrar krónu virði og á mjög samkeppnishæfu verði hjá TL.