Síða 1 af 1

[leyst] 400MHz minni runnar á 200Mhz ?!

Sent: Mán 15. Nóv 2004 22:35
af ponzer
Er með einn 512MB 400MHz kubb http://start.is/product_info.php?cPath=80_24_66&products_id=252

og hann er að runna á 200Mhz hvernig læt ég hann runna á 400MHz ?

Ég er með GigaByte K8NS Pro http://start.is/product_info.php?cPath=80_36_93&products_id=616

Hérna eru nokkrar myndir úr CPU-Z
Mynd

Hvernig laga ég þetta ?

Sent: Mán 15. Nóv 2004 22:54
af Lazylue
Þú ert að rugla saman ddr og mhz
ddr400 = 200mhz
Getur skoðað eldri pósta það er marg oft búið að tala um þetta hérna.

Sent: Mán 15. Nóv 2004 23:15
af ponzer
ahh oki

Sent: Mán 15. Nóv 2004 23:20
af ponzer
Lazylue skrifaði:Þú ert að rugla saman ddr og mhz
ddr400 = 200mhz
Getur skoðað eldri pósta það er marg oft búið að tala um þetta hérna.


Ertu allveg viss ? =/

Sent: Mán 15. Nóv 2004 23:24
af Stutturdreki
DDR = Double Data Rate

Sem þýðir að í hverjum klukkupúls framkvæmir minnið tvær aðgerðir í staðinn fyrir eina. DDR minni á 200Mhz jafngildir því 400Mhz minni .. eða eitthvað álíka..

Edit:

Og nota Alt-Printscreen! .. Það tekur bara screenshot af active window en ekki öllu desktopinu þínu..

Sent: Mán 15. Nóv 2004 23:30
af fallen
Mynd

Mitt 256mb kings. hyperx 333mhz :l

Sent: Mán 15. Nóv 2004 23:30
af ponzer
oki takk fyrir alla þessa hjálp =)

Sent: Mán 15. Nóv 2004 23:32
af MezzUp
Þetta FAQ safn tilgangslaust ef að menn lesa það ekki:
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=5262

axyne skrifaði:Spurning: Er DDR400 vinnsluminnið mitt 400Mhz ?
Svar: Nei, vinnsluminnið vinnur á 200MHz en er DDR og nýtir klukkupúlsinn á forkanti og bakkanti sem gerir það tvöfald hraðvirkara.

Sent: Mán 15. Nóv 2004 23:41
af ponzer
Það er eitt mjög merkilegt sem ég hef tekið eftir frá því ég byrjaði á þessu "spjalli", það er ef einnhver svarar einnhverju sem er rétt þá segja næstu fjórir það sama..

Sent: Mán 15. Nóv 2004 23:47
af BlitZ3r
þá verðuru Pottþéttur á því

Sent: Mán 15. Nóv 2004 23:49
af ponzer
Jájá en þú veist allir að tala um sama hlutinn !

Sent: Þri 16. Nóv 2004 00:03
af MezzUp
Hmm, þú varst ekki sáttur við 1 svar (frá Lazylue) en 4 svör of mikið? :roll:
Ég sá samt ekki hin svörin áður en ég póstaði, hefði annars sleppt því

En vertu annars velkominn á spjallið. Ég vill benda þér á að ef að þú heldur inni Alt takkanum þegar þú tekur screenshot þá kemur bara virki glugginn, hefðir endilega mátt nota það þegar þú tókst screenshotin af CPU-Z.

Annars er þetta ein ástæðan fyrir því að mér er illa við að búðir listi DDR400 minni sem 400Mhz, ætli kaninn myndi ekki fara í mál útaf einhverju svona? :P

Sent: Þri 16. Nóv 2004 00:09
af Lazylue
Fara bara út í þá búð sem auglýsir að þeir séu að selja 400mhz minni og heymta að fá þín 400mhz :D

Sent: Þri 16. Nóv 2004 00:10
af Pandemic
ddr266=133mhz
ddr333=166mhz
ddr400=200mhz
ddr500=250mhz

Sent: Þri 16. Nóv 2004 02:47
af gumol
Ég tók þessi 2 auka screenshot út enda var það sama myndin.

MezzUp skrifaði:Ég vill benda þér á að ef að þú heldur inni Alt takkanum þegar þú tekur screenshot þá kemur bara virki glugginn, hefðir endilega mátt nota það þegar þú tókst screenshotin af CPU-Z.

Það var líka búið ;)

Sent: Þri 16. Nóv 2004 08:21
af ponzer
Ég er núna búinn að clocka minnið í 208 Mhz hvað á það þola mikið ? Btw. ég er með iceberq álkælingu.
http://start.is/product_info.php?cPath=76_126&products_id=561

Sent: Þri 16. Nóv 2004 08:26
af Pandemic
Fara yfirleitt ekkert mikið yfir 200mhz ef þau eru ddr400 reyndar náði ég einu sinni að nauðga minninu mínu óvart :S

Sent: Þri 16. Nóv 2004 09:05
af Stutturdreki
ponzer skrifaði:Það er eitt mjög merkilegt sem ég hef tekið eftir frá því ég byrjaði á þessu "spjalli", það er ef einnhver svarar einnhverju sem er rétt þá segja næstu fjórir það sama..


Ef þú skoðar tíman á svörunum sérðu örugglega að þau eru skrifuð á kannski sömu 5 mínútunum. Ég hef mjög oft lent í því að koma inn í þráð sem enginn er búinn að pósta svari og svo loksins þegar ég er búinn að skrifa mitt svar eru komin 2-3 svör á undan..

Sent: Þri 16. Nóv 2004 10:24
af fallen
Stutturdreki skrifaði:
ponzer skrifaði:Það er eitt mjög merkilegt sem ég hef tekið eftir frá því ég byrjaði á þessu "spjalli", það er ef einnhver svarar einnhverju sem er rétt þá segja næstu fjórir það sama..


Ef þú skoðar tíman á svörunum sérðu örugglega að þau eru skrifuð á kannski sömu 5 mínútunum. Ég hef mjög oft lent í því að koma inn í þráð sem enginn er búinn að pósta svari og svo loksins þegar ég er búinn að skrifa mitt svar eru komin 2-3 svör á undan..


Jebba, svona líka oft hjá mér

Sent: Þri 16. Nóv 2004 12:55
af CraZy
mér fynst FAQ safnið mjögsnidugt :)

Sent: Þri 16. Nóv 2004 16:15
af MezzUp
gumol skrifaði:
MezzUp skrifaði:Ég vill benda þér á að ef að þú heldur inni Alt takkanum þegar þú tekur screenshot þá kemur bara virki glugginn, hefðir endilega mátt nota það þegar þú tókst screenshotin af CPU-Z.

Það var líka búið ;)

ahh, það var líka gert rétt áður en ég póstaði :P

CraZy skrifaði:mér fynst FAQ safnið mjögsnidugt :)

thank_you! :D :P

Sent: Þri 16. Nóv 2004 16:45
af Pandemic
Spurning hvort maður setji saman guide um hvernig tölva er sett saman. :?

Sent: Þri 16. Nóv 2004 17:04
af ponzer
Pandemic skrifaði:Spurning hvort maður setji saman guide um hvernig tölva er sett saman. :?


Það væri flott.. Kannski myndir með =)

Sent: Þri 16. Nóv 2004 17:13
af MezzUp
Pandemic skrifaði:Spurning hvort maður setji saman guide um hvernig tölva er sett saman. :?

Endilega, það væri mjög sniðugt.

En bara ef þú nennir að gera þetta almennilega með myndum og fara í allt. Lítið gagn af guide ef að hann er bara gerður með hálfum hug. Hafðu samband ef að þú hefur áhuga. :)

Sent: Þri 16. Nóv 2004 19:48
af Pandemic
Mig langaði líka alltaf að æfa myndavéla hæfileikana mína þar sem ég er að læra þetta í skúlen að taka stafrænar myndir læra um ljósop og sona :).
Annars gerði ég einu sinni 8bls guide fyrir xbox var reyndar rosalega limitaður í því þar sem ég var á gráu svæði.