Síða 1 af 1

Þess virði að kaupa 6 kjarna örgjörva?

Sent: Þri 02. Des 2014 22:04
af hazufel
Ég er að fara að kaupa mér nýja tölvu og hún á að vera í dýrari kantinum. Er búinn að vera að spá í intel örgjöfum og hvort það sé þess virði að splæsa í 6-kjarna örgjörva?

Re: Þess virði að kaupa 6 kjarna örgjörva?

Sent: Þri 02. Des 2014 22:12
af rapport
Hvað á vélin að geta gert?

Heavy vinnsla, leikir, grafík, media center....???

Re: Þess virði að kaupa 6 kjarna örgjörva?

Sent: Þri 02. Des 2014 22:19
af hazufel
Leikir aðalega, World of warcraft, League of legends, Battlefield 4 og fleira.

Re: Þess virði að kaupa 6 kjarna örgjörva?

Sent: Þri 02. Des 2014 22:39
af SolviKarlsson
4 kjarnar er nógu gott ef þú ert í leikjum en ef þú vilt minnka tíma í að rendera myndir/myndbönd og fleira þá eru auka kjarnarnir að borga sig.

Re: Þess virði að kaupa 6 kjarna örgjörva?

Sent: Þri 02. Des 2014 22:47
af MatroX
ég pældi í þessu mikið áður en ég setti vélina saman sem er í undirskrift og ég var að pæla í að fara í 2011 socket of ddr4 minni en samkvæmt öllu sem ég las þá borgar það sig ekki nema þú sért að streama leiki eða með capture card, ég er t.d að spila wow og horfa á twitch stream á meðan kærastan er að horfa á mynd inn í stofu í gegnum ps3 media server sem er að transcodea myndina þá er wow alveg smooth hjá mér eina sem ég þurfti var að fara úr 8gb minni í 16gb þá hefur þetta ekki verið neitt vesen, cpu er vanalega í svona 45% vinnslu á meðan þetta allt er í gangi

ég myndi bara fara í eitthvað flott z97 móðurborð og fara svo í 4790k ásamt góðri kælingu, ég er rosalega sáttur með mína corsair h100i

Re: Þess virði að kaupa 6 kjarna örgjörva?

Sent: Mið 03. Des 2014 01:25
af hazufel
Ég enda sennilega í 4790k, mér skilst að wow og lol runni báðir á 2 kjörnum og ég spila þá mest.
Ég var einmeitt að spá í þessari kælingu. Hvaða móðurborð og skjákort tókstu með þessu?

Re: Þess virði að kaupa 6 kjarna örgjörva?

Sent: Mið 03. Des 2014 01:47
af MatroX
hazufel skrifaði:Ég enda sennilega í 4790k, mér skilst að wow og lol runni báðir á 2 kjörnum og ég spila þá mest.
Ég var einmeitt að spá í þessari kælingu. Hvaða móðurborð og skjákort tókstu með þessu?

er með asrock Fatal1ty Z97X Killer og msi 980gtx þetta er solid setup

Re: Þess virði að kaupa 6 kjarna örgjörva?

Sent: Mið 03. Des 2014 08:09
af slapi
[youtube]http://youtube.com/GgDZKGA89I[/youtube]
Hérna fer Linus ágætlega í þetta

Re: Þess virði að kaupa 6 kjarna örgjörva?

Sent: Mið 03. Des 2014 19:40
af hazufel
Ég fór í Start í dag og pantaði græjuna og fæ hana eftir tæpa viku.

Örgjörvi: Intel Core i7-4790K 4.0GHz http://www.start.is/index.php?route=product/product&path=25_31_65&product_id=714

Skjákort: ASUS Strix GeForce GTX 970 4GB OC edition http://www.start.is/index.php?route=product/product&product_id=855

Móðurborð: ASRock Fatal1ty Z97X Killer ATX Intel LGA1150 http://www.start.is/index.php?route=product/product&path=25_32_72&product_id=667

Cpu kæling: Corsair H100i http://www.start.is/index.php?route=pro ... uct_id=105

Minni: 16GB Kingston HyperX Predator 2133MHz http://www.start.is/index.php?route=product/product&path=25_29_67&product_id=589

SSD: 250GB Samsung 840 EVO http://www.start.is/index.php?route=product/product&path=25_76_30&product_id=65

Turn: Corsair Obsidian Series® 450D Mid-Tower PC Case http://www.start.is/index.php?route=product/product&path=25_121&product_id=597

Er með 750W aflgjafa sem ég ætla að nota og 1TB Setgate disk sem ég uppfæri seinna.

Ég þakka fyrir fljót og góð svör.

Re: Þess virði að kaupa 6 kjarna örgjörva?

Sent: Mið 03. Des 2014 20:14
af donzo
hazufel skrifaði:Er með 750W aflgjafa sem ég ætla að nota og 1TB Setgate disk sem ég uppfæri seinna.


Vona að þessi 750W aflgjafi sé ekki einhvað super low tech, annars gucci setup.

Re: Þess virði að kaupa 6 kjarna örgjörva?

Sent: Mið 03. Des 2014 20:40
af hazufel
Aflgafinn er reyndar 5 ára gamall, en þeir i start sögðu að þetta ætti vera i lagi.
Eitthver séns á að hann skemmi eitthvað?

Re: Þess virði að kaupa 6 kjarna örgjörva?

Sent: Fim 04. Des 2014 08:08
af Minuz1
hazufel skrifaði:Aflgafinn er reyndar 5 ára gamall, en þeir i start sögðu að þetta ætti vera i lagi.
Eitthver séns á að hann skemmi eitthvað?


Hann væri þá líklegast búinn að því eftir 5 ára puð.

Þeir missa samt afl þegar líður á æfina hjá þeim, en 750W ætti léttilega að redda þessu.

Re: Þess virði að kaupa 6 kjarna örgjörva?

Sent: Fim 04. Des 2014 18:25
af hazufel
Ég fórí dag og bætti Corsair RM850 við pöntunina, það væri leiðinlegt ef hann færi, svo mikið vesen að skipta um hann.

Re: Þess virði að kaupa 6 kjarna örgjörva?

Sent: Fim 04. Des 2014 20:54
af Hnykill
Þetta er alveg magnaður kassi :happy Er að fara setja saman nýja tölvu bráðum og held ég skelli mér á einn svona barasta.

Re: Þess virði að kaupa 6 kjarna örgjörva?

Sent: Fös 05. Des 2014 01:07
af hazufel
Takk fyrir það, er að farast ur spenningi :) ervitt að bíða eftir þessu en ef ég er heppinn þá verður þetta alt klárlt á morgun, annars eftir helgi.

Re: Þess virði að kaupa 6 kjarna örgjörva?

Sent: Fös 05. Des 2014 08:13
af SIKk
Awesome vél! =P~ =P~
Til hamingju með græjuna! :megasmile :happy

Hvað kostaði þessi pakki ca. ? :)

Re: Þess virði að kaupa 6 kjarna örgjörva?

Sent: Sun 07. Des 2014 16:13
af hazufel
280Þús

Re: Þess virði að kaupa 6 kjarna örgjörva?

Sent: Lau 03. Jan 2015 20:38
af kunglao
Til hamingju með vélina.
Einhver sem vantar að losna við i7 4770k eða 4790k má hafa samband í p.m