Síða 1 af 1

Uppfærsla á borðtölvu

Sent: Fim 20. Nóv 2014 01:38
af Dabbi0303
Hæhæ, mig vantar aðstoð með það að vita hvað ég þyrfti að uppfæra í tölvunni minni til þess að keyra leiki betur. Ég nota hana lang mest í leiki eins og t.d. CS:GO, DayZ (mod og SA), Assassins creed og allskonar svoleiðis leiki.

Stats eins og er

Móðurborð: MSI 970A-G43
Örgjörvi: AMD athlon ii x2 250
Skjákort: AMD Radeon HD 6600
Vinnsluminni: Corsair 8GB 2x4GB DDR3 1600MHz CL9 LP Vengeance
Aflgjafi: Corsair CX 500W ATX minnir mig

Re: Uppfærsla á borðtölvu

Sent: Fim 20. Nóv 2014 02:46
af kizi86
ef vilt halda móðurborðinu, sbr http://www.msi.com/support/mb/970A-G43.html#support-cpu þá getur þú farið í FX-8320 örgjörvann, og svo eitthvað gott skjákort, svo kanski stækka við vinnsluminni (og þá fá hraðara, þar sem móðurborðið þitt supportar 2133MHz) og svo fá sér SSD drif til að leikirnir loadi hraðar (munar MJÖG miklu t.d í DayZ moddinu, getur munað 2-3 mín jafnvel á mappi með miklu af aukadóti)

Re: Uppfærsla á borðtölvu

Sent: Fim 20. Nóv 2014 04:27
af Dabbi0303
Væri þá sniðugt að fá sér Gigabyte GTX-770 skjákort og 16GB 2133MHz ram með þessu móðurborði og þá FX-8320 örgjörvanum?

Re: Uppfærsla á borðtölvu

Sent: Fim 20. Nóv 2014 14:41
af I-JohnMatrix-I
Ég myndi frekar spara aurinn og fara í 1600mhz minni, man eftir þræði hérna á vaktinni þar sem var talað um að 2133mhz minni gagnast þér ekkert í leikjaspilun.