[Review] Corsair K70 RGB
Sent: Fim 02. Okt 2014 23:30
Uppfærði gamla lyklaborðið mitt í dag.Ég er búinn að vera á leiðinni að kaupa mér mechanical lyklaborð í langan tíma en aldrei fundið akkúrat það sem mig langar í þar til í dag.
Þetta er s.s Nýjasta frá Corsair K70 RGB Mechanical gaming keyboard.Lyklaborðið lítur ótrúlega vel út og frábær hönnun
Mjög þæginlegt að skrifa á það og hugbúnaðurinn sem fylgdi því er með mjög gott notandaviðmót.
Lyklaborðið sjálft bíður uppá hundruði möguleika til að stilla takkana og ljósin á því.Hægt að forrita hvern takka fyrir sig til að gegna mismunandi aðgerðum.
Það sem mér finnst líka sniðugt er að það getur ekki safnast drulla og ryk undir tökkunum og mjög einfalt að hreinsa það.
Mitt lyklaborð er með Nordic layot, s.s Lítill enter takki og hægt að forrita á því <>|
Lyklaborðið er með Cherry mx rgb brown takka sem er mjög þæginlegt að skrifa á og eru ekkert of háværir.
Allavega so far er ég mjög ánægður með gripinn og vona að hann endist vel.
http://att.is/search/k70
Ef ykkur vantar að vita eitthvað endilega spurja