Síða 1 af 1

vantar smá aðstoð með skjákort

Sent: Lau 27. Sep 2014 16:40
af dx79
daginn
ég var að uppfæra skjákortið mitt og er í smá veseni ég fæ ekki display á skjáinn hjá mér frá skjákortinu
skjákortið ræsir sig upp og er í gangi (vifturnar virðast fara aðeins of hratt)
en ég fæ ekki neitt display frá kortinu eina display sem ég fæ er í gegnum onboard display

er með lenovo k410 i7
var að fá mér Gigabyte GTX 770 OC
og 650 w aflgjafa

með fyrirfram þakkir

Re: vantar smá aðstoð með skjákort

Sent: Lau 27. Sep 2014 16:48
af kizi86
þarft örugglega að stilla í bios að boota upp af pcie í staðinn fyrir onboard graphics

Re: vantar smá aðstoð með skjákort

Sent: Lau 27. Sep 2014 16:56
af I-JohnMatrix-I
Ég lennti í þessu sama með gtx 780 kort. Þurfti að update-a biosinn á móðurborðinu.

Re: vantar smá aðstoð með skjákort

Sent: Lau 27. Sep 2014 16:58
af dx79
finn ekki update fyrir biosinn hjá mér, er búinn að athuga á lenovo síðunni

Re: vantar smá aðstoð með skjákort

Sent: Lau 27. Sep 2014 20:27
af Klemmi
Tengdirðu ekki örugglega straum í kortið?

Re: vantar smá aðstoð með skjákort

Sent: Lau 27. Sep 2014 20:51
af rapport
Klemmi skrifaði:Tengdirðu ekki örugglega straum í kortið?


Þetta er án djóks algengasta "bilunin" hjá fólki við að skipta um skjákort...

Re: vantar smá aðstoð með skjákort

Sent: Lau 27. Sep 2014 21:03
af dx79
tengdi bæði 6 pinna og 8 pinna tengin

Re: vantar smá aðstoð með skjákort

Sent: Lau 27. Sep 2014 21:36
af rimor
er ekki 2 x 8 pin á þessu ?

Re: vantar smá aðstoð með skjákort

Sent: Lau 27. Sep 2014 21:40
af dx79
nei 1x 6 pinna og 1x 8 pinna, um leið og ég kveiki á vélinni þá virðast vifturnar fara á fullt og eru þannig þangað til að
ég slekk á vélinni, móðurborðið er cih61mi v1.1

Re: vantar smá aðstoð með skjákort

Sent: Mið 01. Okt 2014 14:41
af dx79
Komiđ í lag, Kom í ljós ađ kortiđ var gallađ

Takk fyrir alla hjàlpina