Síða 1 af 1
Hvaða 128GB SSD disk á ég að fá mér ?
Sent: Lau 27. Sep 2014 11:03
af fedora1
Sælir
Ég er með 3-4 ára gamla fartölvu sem ég þarf að strauja og setja upp á nýtt. Langaði að athuga hvort hún verði ekki sprækari með því að setja SSD disk í hana.
Hvaða 120/128GB SSD disk mælið þið með ?
Hvað segja menn td. um Samsung EVO 120 GB ?
Re: Hvaða 128GB SSD disk á ég að fá mér ?
Sent: Lau 27. Sep 2014 11:14
af nidur
Samsung Evo
Re: Hvaða 128GB SSD disk á ég að fá mér ?
Sent: Lau 27. Sep 2014 14:05
af kfc
Re: Hvaða 128GB SSD disk á ég að fá mér ?
Sent: Sun 28. Sep 2014 10:49
af audiophile
Svakalega lækkar þetta í verði. Ekki langt síðan ég leypti Evo diskinn fyrir aðeins minna verð.
Annars finnst mér Evo diskurinn vera meira en nóg.
Re: Hvaða 128GB SSD disk á ég að fá mér ?
Sent: Sun 28. Sep 2014 13:11
af jardel
Er möguleiki að vera vera með 2 harðadiska í fartölvu 1 ssd og einn gamlan ?
Re: Hvaða 128GB SSD disk á ég að fá mér ?
Sent: Sun 28. Sep 2014 13:53
af Aperture
jardel skrifaði:Er möguleiki að vera vera með 2 harðadiska í fartölvu 1 ssd og einn gamlan ?
Það er hægt að setja 2.5" hólf í staðin fyrir CD-drifið í einhverjum fartölvum.
Re: Hvaða 128GB SSD disk á ég að fá mér ?
Sent: Sun 28. Sep 2014 13:53
af trausti164
jardel skrifaði:Er möguleiki að vera vera með 2 harðadiska í fartölvu 1 ssd og einn gamlan ?
Fer eftir fartölvunni en yfirleitt getur þú skipt CD drifinu út fyrir harðan disk.
Re: Hvaða 128GB SSD disk á ég að fá mér ?
Sent: Sun 28. Sep 2014 17:19
af pegasus
Flettu því líka upp hvort fartölvan þín er með SATAII eða SATAIII tengi. Ef hún er með eldra 2-tengið þá græðir þú ekkert á að kaupa high-end SSD disk.
Re: Hvaða 128GB SSD disk á ég að fá mér ?
Sent: Sun 28. Sep 2014 17:44
af dabbiice
pegasus skrifaði:Flettu því líka upp hvort fartölvan þín er með SATAII eða SATAIII tengi. Ef hún er með eldra 2-tengið þá græðir þú ekkert á að kaupa high-end SSD disk.
Græðir víst slatta á því hvað varðar access tíma og fleira.
Re: Hvaða 128GB SSD disk á ég að fá mér ?
Sent: Sun 28. Sep 2014 21:58
af BugsyB
ekki fá þér 128 það er of lítið - fáður þe´r 256 minnst - 128 er bara of lítið