Acer fartölvu skjávesen


Höfundur
Alexs
Fiktari
Póstar: 55
Skráði sig: Fös 18. Apr 2008 21:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Acer fartölvu skjávesen

Pósturaf Alexs » Fim 14. Ágú 2014 20:01

Er með Acer aspire lappa, ca. 5 ára gamlan. Top of the line á sínum tíma.
Byrjaði á því í dag að skjárinn datt út og eftir endurræsingu flöktir hann bara.
Prufaði að tengja við sjónvarpið og jú það virkar að vissu leiti, kemur svartur bakgrunnur og ég sé músarbendilinn en get engar aðgerðir gert.
En tölvuskjárinn flöktir bara. Get komist inn á hdd í gegnum hopegroup á öðrum lappa svo hún keyrir sig alveg upp.

Er skjárinn bara dauður eða gæti þetta verið skjástýringin? Er minnir mig ATI radeon 5800 hd grafíkkort í henni



Skjámynd

Perks
Fiktari
Póstar: 82
Skráði sig: Mið 01. Maí 2013 11:41
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Acer fartölvu skjávesen

Pósturaf Perks » Fim 14. Ágú 2014 20:27

Þekkt vandamál á nokkrum týpum hjá þeim. Var með acer aspire 5525 og lenti í þessu á sekúndubrotinu sem ábyrgðin rann út.

Google "acer aspire black screen of death"

Fór með vélina í viðgerð hjá Tölvulistanum og þeir sögðu að móðurborðið væri ónýtt og kostaði 100k að gera við það. Hef notað vélina sem bókastoð síðan þá.


600w corsair CX600 V2 | ASRock 990FX Extreme4 | AM3+ Piledriver X8 FX-8350 | Scythe Ninja 3 | Gigabyte R9 390| 2 TB Seagate HDD | 120 GB Samsung Evo SSD | 2x 4GB 1600Mhz Corsair Ven + 2x 8GB Mushkin |

Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2225
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 170
Staða: Ótengdur

Re: Acer fartölvu skjávesen

Pósturaf kizi86 » Fim 14. Ágú 2014 22:29

hvað kemur þegar hægrismellir á sjónvarpinu? ef færð upp valmynd er möguleiki á að sjónvarpið sé "secondary" screen, þ.e aukaskjár, er ekki eitthvað key-combo til að breyta á milli skjáa á lyklaborðinu? t.d Fn+F5 or something?


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV