Síða 1 af 1

er að spá í þessu vantar ykkar álit/reynslusögur

Sent: Sun 10. Ágú 2014 16:33
af kaktus
er að spá í að skipta út vara tölvunni minni sem hefur hingað til verið notuð í ritvinnslu og netráp, er doldið skotinn í þessari: http://tl.is/product/intel-nuc-i3-4010u ... ara-abyrgd ég myndi setja í hana windows 8.1 og 60gb ssd og 8gb minni.
vantar að vita hvort einhver ykkar hefur prufað þessar smátölvur og hvernig þær hafa komið út hjá ykkur?
hvernig er tildæmis með hitavandamál og slíkt?

Re: er að spá í þessu vantar ykkar álit/reynslusögur

Sent: Sun 10. Ágú 2014 17:03
af braudrist
Ég er einmitt í sömu pælingum og þú, nema að ég ætla að nota vélina sem HTPC. Valið er á milli:

- Gigabyte Brix mini — http://www.tolvutek.is/vara/gigabyte-mi ... vutilbod-1,
- Intel NUC — eins og þú linkaðir á
- Asus Vivo PC — http://tl.is/product/vivo-pc-vm40b-s036k-smatolva

Held að það séu voða lítið um hitavandamál í svona litlum vélum þar sem þær nota frekar litla orku. Mér líst rosa vel á þessa Brix mini og hún hefur fengið ágætis dóma.

Re: er að spá í þessu vantar ykkar álit/reynslusögur

Sent: Sun 10. Ágú 2014 17:53
af rapport
Einu vélarnar sem ég hef heyrt að séu með hitavandamál eru fyrsta kynslóð af litlu Think Center vélunum.

Heyrði það frá öðrum, sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Re: er að spá í þessu vantar ykkar álit/reynslusögur

Sent: Sun 10. Ágú 2014 18:18
af Oak
Bara svo að þú feilir ekki á því að þá er mSATA diskar í vélinni sem þú bendir á. :)
http://tl.is/product/60gb-ssd-525-series-msata

Re: er að spá í þessu vantar ykkar álit/reynslusögur

Sent: Sun 10. Ágú 2014 18:38
af kaktus
Oak skrifaði:Bara svo að þú feilir ekki á því að þá er mSATA diskar í vélinni sem þú bendir á. :)
http://tl.is/product/60gb-ssd-525-series-msata

jamm vissi af því :)