Síða 1 af 1

Hvað ertu með stóra gagnageymslu ?

Sent: Mán 14. Júl 2014 11:04
af andribolla
Mig langaði að gera smá skoðunarkönnun á því hvað menn eru með stórar gagnageymslur heima hjá sér og hverskonar uppsengingu eruði að nota ?

software raid :
- FreeNas
- UnRaid
- Og Fleirri.

hardware raid :
- Raid Stýrispjöld
- ...

Tilbúin kerfi eins og :
- Synalogy
- Og Fleirri.

Diskar og Diskastærðir.
- Fjöldi og stærð diska í hverri grúppu.

Re: Hvað ertu með stóra gagnageymslu ?

Sent: Mán 14. Júl 2014 11:37
af Klemmi
Server-tölvu með venjulegum consumer vélbúnað, Windows Server 2008 R2 stúdentaleyfi.

4x 2TB diskar í RAID5 í gegnum Intel diskastýringu í móðurborðinu, 6TB nothæft geymslupláss.

Re: Hvað ertu með stóra gagnageymslu ?

Sent: Mán 14. Júl 2014 11:40
af GuðjónR
TimeCapsule 2TB, tekur backup af þremur tölvum á klukkutíma fresti.

Re: Hvað ertu með stóra gagnageymslu ?

Sent: Mán 14. Júl 2014 12:13
af andribolla
Ég er með :

synology cs407
3x2tb í Raid 5 sem skila 4tb (á eftir að bæta við einum 2tb disk í biðbót til þess að fá 6tb)

Server 1
Windows 7 ultimate
3ware 9650SE-4LPML Diskastýring með 4x2tb í Raid 5 sem skila 6tb
1x1tb fyrir download
2x4tb Samtals 8tb (planið er að fá mér annan synalogy fyrir 4 diska(4x4tb))

Svo var ég með svona uppsetningu, fékk mer 2x4 tb diska og hætti að nota þessa uppsetningu

Server 2
WHS
8Porta Sas/Sata Kort (AOC-USAS-L8i)
8x1tb Software RAID 5 (WHS 2011) sem skila 7tb


Samtals : 4+6+1+4+8+7= 30 tb

Re: Hvað ertu með stóra gagnageymslu ?

Sent: Mán 14. Júl 2014 12:49
af Tiger
Er með Drobo 5D Thunderbolt með 5stk af Western Digital Red 3TB diskum sem ég hef allar ljósmyndir, video ofl á (nýtanlegt eru rúm 10TB).

Síðan er ég með Apple Time Capsuele 2TB sem tekur backup af 2 Mac vélum.

Re: Hvað ertu með stóra gagnageymslu ?

Sent: Mán 14. Júl 2014 13:29
af AntiTrust
Media/Software array
- 21TB í unRAID, 18TB nothæf í RAID5 setup (7x3TB Seagate ST3000)
- Allt tengt í ódýr PCI/SATA multiplier kort
- Ódýr 775 consumer vélbúnaður, C2Q/8GB DDR3 / 2x650W PSU / R910 kassi

VM Storage á Hyper-V
- 6TB, 3TB nothæf í RAID10 (4x1.5TB SeagateST31500) - Intel ICH10 onboard controller
VM Backup
- 2x1TB, 1TB nothæft í RAID1 (1x1TB Seagate ST31000) - Gigabyte onboard controller

OSX Backup á 10.9.4 OS X Server, Time Machine setup
- 2x500GB í RAID1, 500GB Usable

Allt media er svo replicate-að yfir í StreamNation, ca. 15TB
Allt backup, bæði VM's og User data er backað upp til BackBlaze, ca 2TB

Re: Hvað ertu með stóra gagnageymslu ?

Sent: Mán 14. Júl 2014 13:49
af appel
Ég er með 5 harða diska upp í skáp. Man ekki hvað þeir eru stórir, en einn er 2TB, rest er minna, 1tb-500gb. Þannig kannski í heild 4 TB. Sæki þá ef ég þarf eitthvað á þeim, sem er mjög sjaldan. Læt 128gb SSD disk í tölvunni minni duga, eyði bara jafnóðum því sem ég þarf ekki. Þarf ekki backup af neinu, þetta má allt fara mín vegna, get byrjað aftur frá grunni án vandkvæða.

Með aukningu á remote storage þá hættir fólk að eiga svona drasl locally. Þetta verður allt remote. Google komið með "unlimited drive", og margir bjóða upp á 1TB storage. Þannig að hver þarf harða diska? :D

Re: Hvað ertu með stóra gagnageymslu ?

Sent: Mán 14. Júl 2014 15:19
af Frosinn
Er með 8 x 3TB, auk 1 x 4TB sem flakkara. Ekkert á RAID, en tek backup öðru hvoru af ljósmyndum, vinnuskjölum og slíku.

En ég er sammála appel með að maður er að hætta þessu rugli að vera með allt local. Bíómyndir, sjóvarpsþætti, tónlist og slíkt er allt komið á stream (hulu, spotify, o.s.fr.) og lítil ástæða lengur til að vera að safna þessu. Það dó hjá mér einn fullur 4TB um daginn, og til marks um að það er mestmegnis drasl (forrit, ISO image, leikir, og slíkt) inni á diskunum hjá manni, þá saknaði ég einskis þrátt fyrir brotthvarf þessa ágæta disks.

Re: Hvað ertu með stóra gagnageymslu ?

Sent: Mán 14. Júl 2014 15:27
af AntiTrust
Það er nú samt þannig að ef maður vil 1080p sem er ekki þjappað í rusl með DTS þá er ekki mikið í boði online. VUDU eru með góð gæði en þar borgaru líka per mynd háar upphæðir, og ef maður vil efnið í öll tæki og öll herbergi er óttalegt vesen oft með DNS og fleiri krókaleiðir með Prime og Netflix.

Local media er ennþá best, þótt það kosti uppihald á búnaði. Eins há gæði og maður kýs, ekkert buffering, ekkert gagnamagn til að hafa áhyggjur af.

Það virðist reyndar fækka og fækka fólkinu sem heimtar topp-gæði og tekur þægindi framyfir, og ég skal alveg viðurkenna það að ef Prime, Netflix, Hulu og co yrði legit hér á Íslandi þá væri maður örugglega fljótur að losa sig við serverana.

Re: Hvað ertu með stóra gagnageymslu ?

Sent: Mán 14. Júl 2014 17:39
af JReykdal
Með aukningu á remote storage þá hættir fólk að eiga svona drasl locally. Þetta verður allt remote. Google komið með "unlimited drive", og margir bjóða upp á 1TB storage. Þannig að hver þarf harða diska? :D


Þeir sem hafa netáskrift hjá Símanum :)

Re: Hvað ertu með stóra gagnageymslu ?

Sent: Þri 15. Júl 2014 21:19
af kubbur
er með 5 tb diskapláss, þar af eru 2 tb ótengd, ljósmyndir ofl

hin 3 eru undir þætti, bíómyndir, backup af stórum leikjum ofl

Re: Hvað ertu með stóra gagnageymslu ?

Sent: Þri 15. Júl 2014 21:35
af fallen
Er að nota unRAID.. 7x2TB Seagate's á onboard og ódýru PCI korti sem er ekki alveg að skila sínu. Pantaði þessvegna Supermicro AOC-SAS2LP-MV8 sem er væntanlegt í næstu viku. Ætla í leiðinni að uppfæra parity drifið í 4TB svo að maður geti hætt að vesenast með þessa 2TB diska.

Re: Hvað ertu með stóra gagnageymslu ?

Sent: Þri 15. Júl 2014 23:48
af Danni V8
1x utanáliggjandi 1tb hdd sem ég nota fyrir backup.
1x 500gb ssd fyrir leiki og drasl
1x 120gb ssd fyrir stýrikerfi

Re: Hvað ertu með stóra gagnageymslu ?

Sent: Fim 17. Júl 2014 20:02
af Swanmark
2TB í tölvu og 3TB í server, ekkert raid þar augljóslega, ekkert eitthvað backup eða neitt :<
Server keyrir samba og allir á networkinu komast inn á það :)

Re: Hvað ertu með stóra gagnageymslu ?

Sent: Fös 18. Júl 2014 21:05
af nidur
6x 1tb diskar í freenas Raid z2 3,56TB

3x 2tb diskar í Hyper-v server 6TB
ásamt minni diskum fyrir VM temp dl

Freenas að virka svo vel að ég bæti örugglega 3x 2tb í safnið og set þá upp 6x 2tb í raid z2 7,3TB

Flottur þráður :happy

Re: Hvað ertu með stóra gagnageymslu ?

Sent: Lau 19. Júl 2014 02:20
af Haxdal
Tiltölulega nýbúinn að sameina allt draslið mitt í eina vél sem keyrir Samba/NFS fyrir gögn og KVM fyrir virtual vélar.
Er með á henni 6x2TB Raid-6 stæðu undir gögn og 2x2TB Raid-1 stæðu fyrir KVM vélar.

Svo er ég með 2 flakkara, einn 1TB og annan gamlan 2TB.

Re: Hvað ertu með stóra gagnageymslu ?

Sent: Lau 19. Júl 2014 14:54
af leaderfish
Ég er með allt í einum kassa, keyri á windows 8 og nota mest xbmc undir myndefnið
eftirfarandi diskapör eru í raid0 ; 2 x 2tb, 2x 3tb, 2 x 120 gb ssd (undir stýrikerfi og helstu forrit)
er svo með 1 stk 1,5 tb disk til viðbótar.

þetta fer mest allt í myndefnageymslu og steam leiki. En annars er þetta alltaf að stækka hja mér

Re: Hvað ertu með stóra gagnageymslu ?

Sent: Lau 19. Júl 2014 22:29
af odinnn
Er að keyra Open Media Vault á gömlu leikjatölvunni minni sem ég held að sé í undirskriftinni fyrir utan skjákort sem ég er búinn að taka út og nota bara webgui/putty. Er með 500Gb undir OS (var ekki að nota hann lengur) og svo 4x3Tb í Raid5 sem gefa mér nýtanleg 8,2Tb. Nærsta uppfærsla er að bæta við 2x3Tb diskum og flytja upp í Raid6 og/eða skipta út vélbúnaðinum (móðurborð, örri, aflgjafi) fyrir eitthvað nýrra og sparneytnara (er að nota svona 100W +-10W á þessu setuppi og langar að lækka það niður í einhver 50W).

Serverinn er svona 60% tilgangslaus þar sem myndir og upptaka er aðeins brot af því sem ég geymi þarna inni. Aðalástæðan fyrir þessum server var að mig langaði að byrja að grúska í Linux og áhugi minn á að byggja tölvur. Einnig langaði mig líka til að búa til stað þar sem allir í fjölskyldinni gætu afritað myndir og myndbönd á þar sem gagnaöryggið í fjölskyldunni hefur ekki verið uppá marga fiska fram til þessa. OwnCloud er eitthvað sem ég stefni líka á að koma í gang og vera þannig með ótakmarkað geymslupláss á "skýinu".

Re: Hvað ertu með stóra gagnageymslu ?

Sent: Mán 21. Júl 2014 13:18
af snorribjorns
Tiger skrifaði:Er með Drobo 5D Thunderbolt með 5stk af Western Digital Red 3TB diskum sem ég hef allar ljósmyndir, video ofl á (nýtanlegt eru rúm 10TB).

Síðan er ég með Apple Time Capsuele 2TB sem tekur backup af 2 Mac vélum.


Fékkstu Droboinn erlendis frá eða er verslun hér heima sem að selur hann?

Ég er sjálfur með Drobo klassíska en er að leita mér að gagnageymslu sem tekur 4-5 diska og með Thunderbolt tengi. Sýnist Pegasus og Drobo vera þeir fremstu í þessu - vitiði um einhverjar svoleiðis geymslu sem fást hér á landi?