Vesen með start up


Höfundur
andrinn
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Fim 19. Jún 2014 04:12
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vesen með start up

Pósturaf andrinn » Fim 19. Jún 2014 04:20

Sælir
Svo er mál með vexti að gamla góða borðtölvan er byrjuð með vesen. Þetta byrjaði með því að þegar ég ætlaði að kveikja á henni einn daginn þá gerðist bara ekkert. Ég prófaði að skipta um power snúru, skipta um fjöltengi, tengja tölvuna beint við innstunguna en ekkert gerðist. Síðan þegar ég er alveg að gefast upp, þá fer hún í gang (c.a. 30 sec eftir að ég ýtti á takkann til að starta). Síðan eftir þetta var hún ekki með neitt vesen í 1-2 vikur. Síðan núna er hún byrjuð aftur að vera treg í gang. Ég tók eftir því að þegar ég var búinn að reyna að starta henni en slökkti síðan á rofanum aftan á henni, þá kom smá viftu hljóð( eins og hún væri að fara í gang) en bara í hálfa sekúntu en ekkert gerðist. Þannig ég "nauðgaði" start takkanum á tölvunni, prófaði að taka úr sambandi og allt það í c.a. 45 mín og þá fór hún loksins í gang.

Hafið þið einhverja hugmynd um hvað það er sem er að valda þessu?



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1701
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 37
Staða: Ótengdur

Re: Vesen með start up

Pósturaf Stutturdreki » Fim 19. Jún 2014 08:36

PSU að gefa sig væri svona fyrsta ágiskun.

Gætir prófað að hreinsa ryk úr PSU, fara yfir öll tengi hvort eitthvað hafi losnað og/eða tekið allt úr tölvunni sem má missa sín (hafa bara sys-disk, skjákort ef það er ekki onboard, taka óþarfa viftur úr sambandi.. etc) og sjá hvort það gangi betur að ræsa.




playman
Vaktari
Póstar: 2001
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 75
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Vesen með start up

Pósturaf playman » Fim 19. Jún 2014 08:47

Pott þétt farnir þéttar í aflgjafanum, myndi prófa að redda öðrum aflgjafa og sjá hverninn það fer.
Skoðaðu líka móðurborðið, sérðu einhverja lélega þétta þar?
https://www.google.is/search?q=bad+capa ... 80&bih=923


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9