Síða 1 af 1
Skrítið hljóð úr mánaðargamli tölvu
Sent: Þri 17. Jún 2014 03:38
af Desria
Sælir, er að lenda í leiðinlegu hljóði í tölvunni minni,
https://soundcloud.com/desria/record-0001Hættir ef ég set einhvern þrýsting á kassan og hliðar hans.
Byrjaði eftir að ég setti nýjan 3TB Seagate disk og 16gb af Crucial Sport ram
Specs:
Kassi - HAF912+
Örgjafi - 3670k
Móðurborð - MSI Z87-G45
Aflgjafi - CX750M
Skjákort - Gigabyte 780 3X Windforce
SSD - Samsung EVO 120GB
Takk fyrirfram.
Re: Skrítið hljóð úr mánaðargamli tölvu
Sent: Þri 17. Jún 2014 04:24
af vesley
Taktu 3tb diskinn alveg úr sambandi og athugaðu hvort þetta kemur enn.
Grunar að þetta sé víbringur frá honum.
Re: Skrítið hljóð úr mánaðargamli tölvu
Sent: Þri 17. Jún 2014 04:41
af Desria
Prufa það þegar mér gefst tíma, Getur einhver skaða sakað af svona víbring?
Re: Skrítið hljóð úr mánaðargamli tölvu
Sent: Þri 17. Jún 2014 10:48
af littli-Jake
Desria skrifaði:Prufa það þegar mér gefst tíma, Getur einhver skaða sakað af svona víbring?
Nei þetta ætti ekki að vera skaðlegt en hinsvegar ótrúlega böggandi. Getur öruglega lagað þetta með því að setja gúmmítappa þar sem diskurinn situr.
Re: Skrítið hljóð úr mánaðargamli tölvu
Sent: Þri 17. Jún 2014 12:28
af Desria
Það tekur samt alveg smá tíma fyrir þetta að magnast upp,
Re: Skrítið hljóð úr mánaðargamli tölvu
Sent: Þri 17. Jún 2014 14:03
af pwr
Getur þetta verið ein af viftunum? Er með lager af viftum sem byrjuðu allt í einu að gefa frá sér svipað hljóð.
Re: Skrítið hljóð úr mánaðargamli tölvu
Sent: Þri 17. Jún 2014 16:13
af GullMoli
Hljómar pínu eins og lega í viftu, en einnig eins og víbríngur frá disk. Mæli með því að hafa diskana alltaf í neðstu diskaplássunum til að minnka líkurnar á titring.
Getur svo prufað að ýta á miðjurnar á viftunum til þess að stoppa þær og útiloka sem sökudólg.