Kaupa á SSD
Sent: Fim 05. Jún 2014 19:53
af el3ctricman
Hefur einhver reynslu á að kaupa
http://www.amazon.com/Samsung-Electroni ... Z-7TE500BWÞennan 500gb SSD frá erlendari síðu og koma til landsins ?
Kostar nefnilega yfir 24þús meira hér á landi
Re: Kaupa á SSD
Sent: Fim 05. Jún 2014 20:56
af Klemmi
Þessi diskur kostar $260 á Amazon, sem gerir um 30.100kr.-, án sendingarkostnaðar, miðað við VISA gengi dagsins í dag.
Reiknar virðisaukaskatt ofan á þetta, sem er 25.5%, þá er verðið komið í tæpar 37.800kr-, eins og ég nefndi áður, án sendingarkostnaðar.
Ofan á þetta bætist svo við 550kr.- í tollmeðferðargjald hjá póstinum.
Nú kostar diskurinn ódýrast 46.800kr.-, sem þýðir að það er 9.000kr.- verðmunur. Fyrir þessar 9.000kr.- geturðu horft á að þú sért að greiða fyrir tollmeðferðargjaldið, sendingarkostnað, það að geta fengið diskinn samdægurs og 2 ára ábyrgð hérna heima, auk þess sem þú ert að efla íslenskt atvinnulíf...
Að þessu sögðu, þá mæli ég með því að fara bara út í búð og kaupa diskinn.
Re: Kaupa á SSD
Sent: Fim 05. Jún 2014 22:08
af el3ctricman
Takk fyrir þetta svar Klemmi, fannst bara 54þús frekar mikið