Síða 1 af 1
Tölvuhlutir - X-Ray
Sent: Fim 22. Maí 2014 19:22
af Swanmark
Hæ!
Er að fara út, og ætla að taka tölvuna með mér. Ég er frekar hræddur um að láta X-Ray'a hana. Ekki getur það verið hollt fyrir hana eða hvað? Ætlaði allavega að taka með mér skjákort og HDD í handfarangri, hefur einhver farið með turn í flug? Öll tips vel þegin
Re: Tölvuhlutir - X-Ray
Sent: Fim 22. Maí 2014 19:35
af upg8
Það er algjör óþarfi að taka þessa hluti úr, þeir þola vel X-Ray
Ef þú ferð að taka HDD með þér í handfarangri þá eru meiri líkur á að hann skemmist þar sem það eru meiri líkur á að þú gleymir því að þú sért með þetta á þér... og þar með skannaður í málmleitartæki sem gæti frekar skemmt tækin þín...
Re: Tölvuhlutir - X-Ray
Sent: Fim 22. Maí 2014 20:56
af Swanmark
upg8 skrifaði:Það er algjör óþarfi að taka þessa hluti úr, þeir þola vel X-Ray
Ef þú ferð að taka HDD með þér í handfarangri þá eru meiri líkur á að hann skemmist þar sem það eru meiri líkur á að þú gleymir því að þú sért með þetta á þér... og þar með skannaður í málmleitartæki sem gæti frekar skemmt tækin þín...
Ætlaði að taka skjákort og HDD úr vegna þess hvernig er farið með farangur í flugstöðinni, þessu er fleygt til og frá.
En má alveg X-Ray'a allt? HDD even?
Re: Tölvuhlutir - X-Ray
Sent: Fim 22. Maí 2014 21:39
af SteiniP
Þetta er ekkert öðruvísi en að setja fartölvu í gegnum xray.
Re: Tölvuhlutir - X-Ray
Sent: Fim 22. Maí 2014 21:48
af upg8
það er rétt að þessu er fleygt til og frá, sérstaklega ef þetta er stórt skjákort þá getur það verið óæskilegt ef það er ekki vel skorðað við tölvuna. Hinsvegar þá eiga HDD í dag að parkera hausnum sjálfkrafa þegar það er slökkt á þeim og því ættu þeir að þola eitthvað af höggum þó það sé vissulega ekki æskilegt að vera að fleygja viðkvæmum hlutum til og frá. Ég væri þá hræddari við að þessu yrði stolið.
Og já það má x-raya nánast allt, t.d. eru tannlæknar stöðugt að taka x-ray myndir og tölvurnar þeirra verða fyrir mikilli geislun og þeir hafa ekki einusinni slökkt á þeim á meðan. Fólk sem er á viðskiptaferðum er að taka með sér fartölvur og láta gegnumlýsa þær oft í mánuði og ég hef ekki heyrt af neinni sem hefur gefið sig útaf því.
Re: Tölvuhlutir - X-Ray
Sent: Fös 23. Maí 2014 02:42
af Squinchy
Einnig taka CPU kælinguna af ef þú ert með einhvern risa hlunk