Síða 1 af 1
Aflgjafi, a.m.k. 1000W - ykkar álit?
Sent: Mán 14. Apr 2014 00:38
af guztiZ87
Heilir og sælir allir saman.
Ég er með X-calibre 600W aflgjafa, en eftir mjög miklar uppfærslur undanfarið þá er það svona á mörkunum að duga, og þar sem frekari uppfærslur standa til, þá þarf ég víst að uppfæra aflgjafann líka.
Ég er búinn að lesa fjöldann allan af reviews, fletta í gegnum specs o.s.frv., en mig langaði að spyrja ykkur, hæstvirtu Vaktarar, hvaða aflgjafa þið mynduð mæla með. Er að leita að einhverjum ca. 1000W, ekki minni en það a.m.k.
Öll svör og álit innilega vel þegin.
Kkv.,
Ágúst
Re: Aflgjafi, a.m.k. 1000W - ykkar álit?
Sent: Mán 14. Apr 2014 03:08
af littli-Jake
Ertu viss um að þú þurfir svona svaðalega stóran aflgjafa? Vélbúnaður í dag er sífelt að taka minna og minna rafmagn. Hverju ertu að fara að runna?
Ef að ég væri að fara að versla mér öflugan aflgjafa í dag mundi ég sennilega taka þennan. Að stórum hluta út af Zero RPM og full modular
http://www.start.is/index.php?route=pro ... duct_id=88
Re: Aflgjafi, a.m.k. 1000W - ykkar álit?
Sent: Mán 14. Apr 2014 09:06
af MuGGz
Hvaða vélbúnað ertu með ?
Re: Aflgjafi, a.m.k. 1000W - ykkar álit?
Sent: Mán 14. Apr 2014 13:27
af jonsig
guztiZ87 skrifaði:Heilir og sælir allir saman.
Ég er með X-calibre 600W aflgjafa, en eftir mjög miklar uppfærslur undanfarið þá er það svona á mörkunum að duga, og þar sem frekari uppfærslur standa til, þá þarf ég víst að uppfæra aflgjafann líka.
Ég er búinn að lesa fjöldann allan af reviews, fletta í gegnum specs o.s.frv., en mig langaði að spyrja ykkur, hæstvirtu Vaktarar, hvaða aflgjafa þið mynduð mæla með. Er að leita að einhverjum ca. 1000W, ekki minni en það a.m.k.
Öll svör og álit innilega vel þegin.
Kkv.,
Ágúst
Mæli með 1kW energon psu . Hræódýrt . Þegar mitt var orðið 2ára þá skipti ég um alla þéttana í því og setti low-ESR týpur og núna er það að verða 5 eða 6 ára og verið notað helvíti mikið .
Re: Aflgjafi, a.m.k. 1000W - ykkar álit?
Sent: Mán 14. Apr 2014 13:28
af oskar9
jonsig skrifaði:guztiZ87 skrifaði:Heilir og sælir allir saman.
Ég er með X-calibre 600W aflgjafa, en eftir mjög miklar uppfærslur undanfarið þá er það svona á mörkunum að duga, og þar sem frekari uppfærslur standa til, þá þarf ég víst að uppfæra aflgjafann líka.
Ég er búinn að lesa fjöldann allan af reviews, fletta í gegnum specs o.s.frv., en mig langaði að spyrja ykkur, hæstvirtu Vaktarar, hvaða aflgjafa þið mynduð mæla með. Er að leita að einhverjum ca. 1000W, ekki minni en það a.m.k.
Öll svör og álit innilega vel þegin.
Kkv.,
Ágúst
Mæli með 1kW energon psu . Hræódýrt . Þegar mitt var orðið 2ára þá skipti ég um alla þéttana í því og setti low-ESR týpur og núna er það að verða 5 eða 6 ára og verið notað helvíti mikið .
ok....
Re: Aflgjafi, a.m.k. 1000W - ykkar álit?
Sent: Mán 14. Apr 2014 13:32
af jonsig
Ok var að flýta mér smá að skrifa áðan , en málið var að kína þéttarnir í energon´inu voru orðnir tæpir samkvæmt mælingu . Enda mikið notað , og við að recappa psu´ið með góðum þéttum þá var kvikindið orðið mun áreiðanlegra og ég mun ekki kíkja á það aftur fyrr en eftir mörg ár .
Re: Aflgjafi, a.m.k. 1000W - ykkar álit?
Sent: Mán 14. Apr 2014 13:32
af oskar9
Annars mæli ég með Corsair Aflgjöfum hef góða reynslu af þeim og ég set þá í öll build sem ég set saman fyrir fólk, allt frá þeirra ódýrustu 500W uppí rúmlega 1KW skrímsli og hafa þeir allir gefið góða raun.
Alls ekki spara á aflgjöfum.
Re: Aflgjafi, a.m.k. 1000W - ykkar álit?
Sent: Mán 14. Apr 2014 13:36
af jonsig
Nema hann geri eins og ég ... og spari sér slatta...
viewtopic.php?f=20&t=47434Greinilegt að kína þéttarnir eru vesen , en fyrir utan þá er þetta ágætis design.
Re: Aflgjafi, a.m.k. 1000W - ykkar álit?
Sent: Mán 14. Apr 2014 15:48
af MuGGz
Maðurinn er að spurja um kaup á nýjum aflgjafa, ekki sögur af þér og þínum þétta útskiptum jonsig (sorry enn þetta eru orðin virklega þreytt comment frá þér um þessa endalausa þétta)
Ég mæli einnig með corsair, hef verið með AX týpurnar og líkað mjög vel, full modular einnig.
Enn afhverju vantar þig 1000w+ ef þú ert eingöngu með 600w í dag og það nær samt að keyra vélbúnaðinn ?
Ég myndi segja AX860 væri meira enn nóg
Re: Aflgjafi, a.m.k. 1000W - ykkar álit?
Sent: Mán 14. Apr 2014 15:58
af Hnykill
Gagnslaust að kaupa þokklegana aflgjafa á lágu verði bara til þess að uppfæra þéttana í honum síðarmeir... betra að kaupa góðan viðurkenndann aflgjafa sem er með 3-5 ára ábyrgð og ekkert 3d-party kjaftæði !... ég er sjálfur með Energon 750 W... þetta skilar af sér svona 600 W real power.. sem nægir mér alveg.. vissi vel að Inter - Tech væru ekki að skil af sér auglýstri Watta tölu. enda tölvan undir 600 W... en að kaupa noname aflgjafa bara til að uppfæra þétta og annað slíkt er bara rugl.. kaupa bara viðurkennt dót ef menn eru að sækjast eftir því
Re: Aflgjafi, a.m.k. 1000W - ykkar álit?
Sent: Mán 14. Apr 2014 16:13
af Nariur
Í guðanna bænum, ekki hlusta á jonsig. Fáðu þér almennilegan aflgjafa frá Seasonic, Corsair eða öðrum virtum framleiðanda. Mundu að þú þarft að treysta aflgjafanum til að eyðileggja ekki restina af íhlutunum, sem er mikil ábyrgð ef þú ert með dýra tölvu.
Re: Aflgjafi, a.m.k. 1000W - ykkar álit?
Sent: Mán 14. Apr 2014 20:15
af jonsig
MuGGz skrifaði:Maðurinn er að spurja um kaup á nýjum aflgjafa, ekki sögur af þér og þínum þétta útskiptum jonsig (sorry enn þetta eru orðin virklega þreytt comment frá þér um þessa endalausa þétta)
Láttu mig vita hvað sprakk í psu´inu þínu og tók með sér móðurborðið hjá þér jafnvel, þegar það gerist .
,
Re: Aflgjafi, a.m.k. 1000W - ykkar álit?
Sent: Mán 14. Apr 2014 20:49
af MuGGz
Ég kaupi bara strax í byrjun alvöru afgjafa fyrir vélbúnaðinn minn, hef aldrei lent í psu vandræðum
Gott hjá þér að kunna allt þetta dót og vera pantandi og skiptandi um þétta hægri vinstri í öllu sem þú átt
Enn alveg óþarfi að troða þessu inní allar umræður þar sem þú getur
Re: Aflgjafi, a.m.k. 1000W - ykkar álit?
Sent: Mán 14. Apr 2014 22:02
af MrSparklez
MuGGz skrifaði:Ég kaupi bara strax í byrjun alvöru afgjafa fyrir vélbúnaðinn minn, hef aldrei lent í psu vandræðum
Gott hjá þér að kunna allt þetta dót og vera pantandi og skiptandi um þétta hægri vinstri í öllu sem þú átt
Enn alveg óþarfi að troða þessu inní allar umræður þar sem þú getur
Sammála, ekki allir sem eiga lóðbolta og nenna að standa í þessu.
Re: Aflgjafi, a.m.k. 1000W - ykkar álit?
Sent: Mán 14. Apr 2014 23:38
af jonsig
Ég þarf að vera ósammála því að eina sem ég geri er að skipta um þétta , ég hef einnig skipt um mosfet í psu´i og afriðunarbúnað
þétta skiptin eru ekki árátta mundi ég halda . Frekar áhugi á að hafa allt helst laust við bilanir á óskemmtilegum tíma .
Ég var bara að benda á skemmtilega leið til að verða sér úti um hlutina á aðeins ódýrari hátt . En jú , 1000W seasonic væri örugglega mun öflugari græja en 19þúsund kall kínadótið mitt . Hugsa að minn gefi jafn mikið út og hann er gefinn upp fyrir eftir smá mod- en hitinn sem myndast mundi líklegast kála energon´inum hehe .
Re: Aflgjafi, a.m.k. 1000W - ykkar álit?
Sent: Þri 15. Apr 2014 02:28
af AndriKarl
Myndi auðvitað hjálpa að fá inn specca á vélinni, annars hef ég góða reynslu af Corsair aflgjöfum.
Er með
svona í 2 vélum í vinnunni með þokkalega high-end vélbúnað og í mikilli vinnslu og hafa staðið sig mjög vel hingað til.