Síða 1 af 1

Pæling um móðurborð!

Sent: Mið 16. Apr 2003 01:43
af Dýri
Ég er að fara fá mér uppfærslu, enn veit ekki alveg hvort móðurborðið ég á að fá mér:

ASUS A7N8X deluxe
eða
MSI K7N2G-ILSR

Hvoru borðinu mælið'i með? og hvers vegna? (Er nokkuð annað mobo sem ég á að fá mér?)

Dýri

Sent: Mið 16. Apr 2003 15:09
af gumol
Hvað ætlaru að nota tölvuna í?
það fer aðallega eftir því

Sent: Mið 16. Apr 2003 16:38
af Castrate
Asus borðið ekki spurning

Sent: Mið 16. Apr 2003 18:19
af Marino
Gumol, af hverju fer það eftir því? Er Asus borðið betra í einhverja ákveðna vinnslu og MSI borðið í einhverja aðra vinnslu :?:

Sent: Mið 16. Apr 2003 18:29
af gumol
Nei hann ætti bara að taka ódýrar borðið ef hann spilar ekki leiki og er ekki í grafík vinnslu :)

Sent: Fim 17. Apr 2003 00:39
af Marino
Ég veit ekki hvað þú átt við með ódýrara borðið, það munar tæpum 1000 kalli á borðunum :) ILSR borðið frá MSI á að vera "Deluxe" borð

Sent: Fim 17. Apr 2003 03:10
af Dýri
Peningar skipta engu máli! Þetta er að miklu leyti bara heimilistölva (internet, skóli, leikir og sennilega mikil grafík vinnsla)

Ég er bara að pæla hvort það sé einhver munur á móðurborðunum í vinnslu (ekki að pæla hvaða aukahlutir eru með :) )

Tölvan mun líta einhvernvegin svona út:
2500 xp
msi eða asus borðið
2x 512mb ddr 333
og svo ýmsir aðrir aukahlutir

Sent: Fös 18. Apr 2003 00:52
af Zaphod
ég er með MSI K7N2G-ILSR að vísu bara nýbúinn að eignast það en er ánægður með það allavega hingað til :)

Er líka með 2* 512 DDR


Þetta er allavega að virka fjandi vel í leikina . Þó ég sé bara að nota innbyggða skjákortið með 128 ddr en ætla að fá mér ATI Radeon eitthvað kort.

asus..

Sent: Fim 01. Maí 2003 16:39
af DaRKSTaR
asus, ekki nokkur spurning

bestu borðin koma frá þeim
ár eftir ár eru þeir nr1 á lista yfir bestu borðin.

líka eitt sem ég er að fíla við asus að þeir supporta öll atx power supply
þarft ekki að vera með sér P4 supply til að fá borðið til að virka.

ef þú ert með 300w supply geturðu bókað að borðið virki með því, þarft ekki að vera með sér P4 4 pinna stúngu á supply og plögga því í borðið til að dótið virki.

kíktu á supplyið hjá þér og sjáðu hvort að það sé lítil 4 pinna stúnga á því
ef ekki þá geturðu sparað þér einhverja þúsundkalla með að taka asus borðið, annars ertu tilneiddur til að fá þér P4 supply.

öll asus borðin styðja þetta,, ekki bara sum heldur allur pakkinn :)

Sent: Fim 01. Maí 2003 20:55
af ElGorilla
Asus borðið var valið AMD móðurborð ársins hjá Tomshardware.