Með hvernig lyklaborðs músar compói mæliði með?
Sent: Mið 22. Jan 2014 08:56
Er það ekki undarlegt alveg hreint hvernig hlutir geta tekið upp á því að bila akkúrat þegar ábyrgaðartími er nýútrunninn. Held að fleiri hérna hljóti að kannast við þetta hvimleiða mál. Skilst að þeir hönnuðir sem best metnir í bransanum séu þeir sem ná að hanna hlutina einmitt með þessu móti. Ég er hérna með reyndar frekar ódýrt lyklaborðs og músar combó, Logitech MK320 sem var að bila að því leyti að scroll takkinn hætti að virka bara upp úr þurru að því virtist á meðan ég var að nota hann. Og nú þarf ég að kaupa nýtt sett því vinnunar vegna er gjörsamlega nauðsynlegt að vera með scrollið í lagi. Eitthvað combó sem þið mælið með fram yfir annað sérstaklega þar sem maður er kominn með puttana í php forritun?