Síða 1 af 1

Vantar álit.

Sent: Fös 10. Jan 2014 09:38
af hannesivar
Sæl veriði.

Mig langaði að fá álit ykkar á tölvunni minni.
Ég keypti hlutina í hana sjálfur, voru ekkert mjög dýrir hlutir en væri gaman að sjá hvað ykkur myndi finnast hvað mætti bæta.


Aflgjafi
Inter-Tech CobaNitrox CN-800 NS 85+, 800W aflgjafi, 135mm vifta

Móðurborð
Gigabyte AM3+ GA-990XA-UD3 móðurborð

Örgjafi
AM3+ Piledriver X6 FX-6300 örgjörvi, Retail

Skjákort
Gigabyte R9 270X OC PCI-E3.0 skjákort 2GB GDDR5

HDD
1TB SATA3 Western Digital Green harður diskur (WD10EXRX) 64MB

SSD
240GB SATA3 Mushkin SSD 2.5'' Chronos Deluxe Low Profile

Turn
Cooler Master N400

Re: Vantar álit.

Sent: Fös 10. Jan 2014 09:51
af Garri
Kannski lítið að marka mig.. en ég er til að byrja með algjör Intel maður. Hef enn horn í síðu AMD örrgjörva.. en það er síðan ég keypti AMD tölvu handa syni mínum sem var alltaf við suðumarkið (90°C) Það sem ég hef lesið er að Intel sé einhverjum skrefum á undan AMD í nokkrum þáttum varðandi örgjörva.

Ég á Intertech aflgjafa í vél sem lítiðo er notuð en menn hérna eru mjög skeptískir á þá. Í þremur vélum sem ég hef sett saman fyrir mig og son minn, þá er ég með tvo fsp Aurum Gold 600w og einn Seasonic X-gold 850w sem er rosaleg græja.

Loks, þá er ég sjálfur NVidia maður. Hef mjög góða reynslu af NVidia en sonur minn er búinn að eiga AMD 5770 kort í allavega fjögur ár og það svínvirkar.. aftur hef ég lesið sitthvað og helst að AMD kortin séu að keyra heitari og blási því meir þegar á þau er reynt.

En, þetta er bara mín skoðun (nema hvað) og sjálfsagt hafa aðrir aðrar skoðanir á þessu, sérstaklega þeir sem eiga sambærilega hluti og þú ert að spá í.