512 GB minnislykill
Sent: Mið 01. Jan 2014 16:26
Góðan daginn
Mig langaði að leita að smá ráðleggingum hjá ykkur. Ég keypti mér nýlega minnislykil á bland.is minnislykil sem er 512 GB að stærð. Ég fann svona alveg eins lykil á ebay og er slóð á þann lykil hérna:
http://www.ebay.com/itm/512-GB-USB-flas ... 19e6d97fd0
Ég hef verið að lenda í smá vandræðum með þennan lykil. Í fyrsta lagi þá er ég alveg heillengi að afrita á hann en mér er sama um það þar sem ég hafði hugsað mér núna að geyma bara afrit af ljósmyndasafninu mínu á honum. Þannig að þegar það er komið á lykilinn þá verður hann óhreyfður í smá tíma eða þar til ég tek aftur afrit.
Aðalvandræðin eru þau að t.d. í gær afritaði ég fullt af ljósmyndum á kubbinn (um 300 GB) en það hefði tekið fleiri tugi klukkustunda þannig að þegar um 40 GB voru búin þá ýtti ég á cancel og skoðaði hvað var komið og margar myndir heppnuðust en slatti var skemmdur. Svo í morgun þegar ég ætlaði að halda áfram að afrita á kubbinn þá voru fullt af myndum horfnar. Ég hef líka lent í vandræðum með avi eða mp4 skrár en ég hef náð að afrita bíómynd á kubbinn og kveikt á henni en um leið og ég fer með kubbinn í aðra tölvu þá fer allt í rugl og myndin er ónýt. Ég er með mac tölvu og hef verið að fara með kubbinn í pc þar sem ég hef lent í þessum vandræðum. Þegar ég fékk kubbinn þá var hann í innsigluðum umbúðum, s.s. nýr, og ég byrjaði á því að afrita hann sem MS-DOS (FAT 32).
Hafið þið einhverja hugmynd hvað getur verið að eða á ég bara að henda þessum lykli þar sem hann er líklega ónýtur?
Mig langaði að leita að smá ráðleggingum hjá ykkur. Ég keypti mér nýlega minnislykil á bland.is minnislykil sem er 512 GB að stærð. Ég fann svona alveg eins lykil á ebay og er slóð á þann lykil hérna:
http://www.ebay.com/itm/512-GB-USB-flas ... 19e6d97fd0
Ég hef verið að lenda í smá vandræðum með þennan lykil. Í fyrsta lagi þá er ég alveg heillengi að afrita á hann en mér er sama um það þar sem ég hafði hugsað mér núna að geyma bara afrit af ljósmyndasafninu mínu á honum. Þannig að þegar það er komið á lykilinn þá verður hann óhreyfður í smá tíma eða þar til ég tek aftur afrit.
Aðalvandræðin eru þau að t.d. í gær afritaði ég fullt af ljósmyndum á kubbinn (um 300 GB) en það hefði tekið fleiri tugi klukkustunda þannig að þegar um 40 GB voru búin þá ýtti ég á cancel og skoðaði hvað var komið og margar myndir heppnuðust en slatti var skemmdur. Svo í morgun þegar ég ætlaði að halda áfram að afrita á kubbinn þá voru fullt af myndum horfnar. Ég hef líka lent í vandræðum með avi eða mp4 skrár en ég hef náð að afrita bíómynd á kubbinn og kveikt á henni en um leið og ég fer með kubbinn í aðra tölvu þá fer allt í rugl og myndin er ónýt. Ég er með mac tölvu og hef verið að fara með kubbinn í pc þar sem ég hef lent í þessum vandræðum. Þegar ég fékk kubbinn þá var hann í innsigluðum umbúðum, s.s. nýr, og ég byrjaði á því að afrita hann sem MS-DOS (FAT 32).
Hafið þið einhverja hugmynd hvað getur verið að eða á ég bara að henda þessum lykli þar sem hann er líklega ónýtur?