Síða 1 af 1

Að tengja SSD og 1TB HDD

Sent: Mán 11. Nóv 2013 21:23
af Conspiracy
Sælir,

Topic segir nánast allt sem segja þarf.

Er semsagt með SSD í vélinni hjá mér en ætla að bæta við einum 1TB HDD sem ég á til.

Er með sata kabal fyrir diskinn, en spurningin er með power sata tengið.

Núna er power sata tengt við SSD-inn og á sömu "snúru" er annað power sata tengi.

Er ekki í lagi að tengja SSD og HDD við sömu snúruna með sitthvoru sata power tengi?

Bara að pæla hvort það sé einhver volt eða straum munur sem gæti "eyðilagt" eitthvað.

Re: Að tengja SSD og 1TB HDD

Sent: Mán 11. Nóv 2013 21:31
af peer2peer
Það er í fína lagi. Sata power er fyrir bæði 3.5" og 2.5" diska.

Re: Að tengja SSD og 1TB HDD

Sent: Mán 11. Nóv 2013 21:57
af Swanmark
Mátt tengja diska í öll tengin á þessum kapli, ekki eins og að HDD'ar taki mikið power :)

Re: Að tengja SSD og 1TB HDD

Sent: Þri 12. Nóv 2013 06:09
af Conspiracy
Frábært! Takk kærlega fyrir þetta!