Síða 1 af 1

Er eitthvað vit í að fá sér 1gb?

Sent: Þri 28. Sep 2004 17:26
af Stebbi_Johannsson
Er eitthvað vit í að fá sér 2x512mb minni í staðinn fyrir 2x256mb eða 1x512mb? Er maður eitthvað að græða svakalega á þessum auka 512mb?

s.s. Er 512mb minni nóg fyrir leiki og þess háttar dót?

Sent: Þri 28. Sep 2004 17:44
af MezzUp
512 duga í flesta leiki og þess háttar dót

Sent: Mið 29. Sep 2004 09:25
af Stutturdreki
Það er aðeins þrennt sem þú getur treyst á í sambandi við tölvur; þú þarft alltaf meira diskpláss, þú þarft alltaf meira minni.. og splúnkunýja súper mega tölvan þín verður orðin úrelt eftir ár.

512Mb ættu að vera feiki nóg fyrir svona 'almenna' vinnslu hjá 'almennum' notendum.. Fer bara eftir því hvað þú ert að nota vélina þína í.

Hinsvegar hefurðu aldrei nóg minni ef þú ert mikið í myndvinnslu, 3D rendering og svoleiðis.. eða ef þú ert með gagnagrunn á vélinni, vefþjón eða aðra þjónustu..

Ég lenti td. í vandræðum með mjög stórt Power Point slideshow á borðvél með 512Mb minni sem keyrði hinsvegar fínt á lappanum mínum sem er með 1Gb. Pabba mínum datt í hug að skanna allar gömlu filmurnar sínar með filmuskanna og brenna á diska, hver mynd er svona 20-25Mb að stærð og hann var í endalausum vandræðum með 'bara' 512Mb.. hann bætti við 1Gb og þá hikstar vélin hans ekki á þessu.

Svo fyrir svona 5 árum síðan þóttist maður nú bara nokkuð góður ef maður hafði 128Mb-256Mb af minni :)

Sent: Mið 29. Sep 2004 10:03
af vjoz
það er fídus í powerpoint sem býður þér að þjappa myndunum í skjalinu...

bara uppá vandræðin :)

v.

Sent: Mið 29. Sep 2004 10:08
af Stutturdreki
Hmm.. skal reyna að muna það næst þegar ég bý til +700Mb Power Point slideshow :)

Sent: Mið 29. Sep 2004 10:11
af gnarr
256 er "lágmarkið" fyrir xp (ég hef keyrt það á 32mb.. svo það er eitthvað skrítið við þetta lágmark). en ég sé mikinn mun á því á tölvum með 256, 512 og 1GB. 256 rétt keyrir kerfið. það þarf að hugsa sig um þegar maður klikkar á startmenu hægriklikkar á hluti og hvað sem er. það er hreinlega of lítið. 512, þá er maður laus við þessi endalausu hik, en tölvan er fljót að skella öllu í pagefileinn. hinsvegar með 1GB, þá þarf maður mjööög miklu vinslu til að hún fari einusinni að spá í hvort það er page file.

ég fann alveg mikinn performance mun þegar ég fór í GB. þá helst í desktop vinslu, hljóðvinslu og load tímum á leikjum og forritum.

Sent: Mið 29. Sep 2004 18:02
af noizer
Ég er með 2x256 mb og það er að virka fínt hjá mér.
Það ætti nú alveg að vera nóg að hafa 512 mb

Sent: Fim 30. Sep 2004 16:09
af Stebbi_Johannsson
ég fæ mér líklega 1x512mb núna og bæti öðrum við um næstu mánaðarmót :D

Sent: Fim 30. Sep 2004 18:45
af Cicero
minns er að fara kaupa sér OCZ GOLD (2x512MB) PC4000 :D

Sent: Sun 24. Okt 2004 23:26
af Sveinn
Ég keypti parta í tölvuna mína þegar ég vissi ekkert um tölvur, og keypti 2x 512(undirskrift hvernig kubbar það eru ef þið viljið vita það), og ég veit ekki, kanski virkar bara 1 :S aldrei prufað

Sent: Mán 25. Okt 2004 00:14
af MezzUp
Sveinn skrifaði:Ég keypti parta í tölvuna mína þegar ég vissi ekkert um tölvur, og keypti 2x 512(undirskrift hvernig kubbar það eru ef þið viljið vita það), og ég veit ekki, kanski virkar bara 1 :S aldrei prufað

svo miklu styttra heldur en að skrifa bara PC3200 :)

Sent: Mán 25. Okt 2004 00:15
af GuðjónR
Það er munur á 512 og 1Gb....ég er með 2 tölvur sem innihalda 512mb og eina sem er með 1GB...
Ekki nóg með það...kiddi er með 2GB í vinnu tölvunni sinni og hann segist finna mikin mun á 2GB og 1GB...
Þetta veltur bara á þörf...(og hvað þú vilt vera flottur á því).

Sent: Mán 25. Okt 2004 00:48
af MezzUp
jamm, menn ættu bara að mæla hversu mikið RAM þeir eru að nota í peak, og dæma þannig hvort þeir þurfi meira

Sent: Mán 25. Okt 2004 02:07
af llMasterlBll
MezzUp skrifaði:jamm, menn ættu bara að mæla hversu mikið RAM þeir eru að nota í peak, og dæma þannig hvort þeir þurfi meira


Vera bara með Task manager opinn og prófa að gera svona allskona "venjulega tölvu hluti" sjá svo peak og ef þeir eru nálegt minnis hámarkinu er ráð á að stækka! (er með xp á einni með 64mb og annari 128 báðar SDRAM og virka báðar fínt, slow að vísu en örrarnir ekkert meira enn 500mhzPent. í þeirri stærri og 400mhzCel. í hinni).

Sent: Þri 26. Okt 2004 12:26
af Sveinn
MezzUp skrifaði:
Sveinn skrifaði:Ég keypti parta í tölvuna mína þegar ég vissi ekkert um tölvur, og keypti 2x 512(undirskrift hvernig kubbar það eru ef þið viljið vita það), og ég veit ekki, kanski virkar bara 1 :S aldrei prufað

svo miklu styttra heldur en að skrifa bara PC3200 :)

HEHEHE :D So true :P :oops:

Sent: Þri 26. Okt 2004 12:59
af viddi
ég er með 768 MB er að spá í að taka 265 kubbinn og setja 512 í staðinn :8)

Sent: Þri 26. Okt 2004 13:02
af hahallur
þú átt bara að fá þér 1 gb ef þú ert að vinni í Digital video eða Contend creation annars er það ekkert nauðsinlegt.

Þú ert ekkert að græða performance en getur td haft fleiri glugga opna í einu án þess að það hægist allverulega á.

Sent: Þri 26. Okt 2004 13:36
af gnarr
hahallur. ekkert vera að tjá þig um hluti sem þú veist ekkert um. láttu þá allaveganna fylgja með að þú "haldir" eða "sért ekki viss"

Sent: Þri 26. Okt 2004 15:02
af einarsig
gnarr skrifaði:hahallur. ekkert vera að tjá þig um hluti sem þú veist ekkert um. láttu þá allaveganna fylgja með að þú "haldir" eða "sért ekki viss"



heh

Sent: Þri 26. Okt 2004 18:33
af MezzUp
hahallur skrifaði:þú átt bara að fá þér 1 gb ef þú ert að vinni í Digital video eða Contend creation annars er það ekkert nauðsinlegt.

Þú ert ekkert að græða performance en getur td haft fleiri glugga opna í einu án þess að það hægist allverulega á.

jamm! ekki alhæfa nema að þú sést tilbúinn að rökstyðja það! :evil:
og lestu reglurnar........

Sent: Þri 26. Okt 2004 18:43
af CraZy
hahallur skrifaði:þú átt bara að fá þér 1 gb ef þú ert að vinni í Digital video eða Contend creation annars er það ekkert nauðsinlegt.

Þú ert ekkert að græða performance en getur td haft fleiri glugga opna í einu án þess að það hægist allverulega á.

híhí tekin

Sent: Mið 27. Okt 2004 08:56
af Stutturdreki
hahallur skrifaði:þú átt bara að fá þér 1 gb ef þú ert að vinni í Digital video eða Contend creation annars er það ekkert nauðsinlegt.

Þú ert ekkert að græða performance en getur td haft fleiri glugga opna í einu án þess að það hægist allverulega á.


Myndi ekki segja bara fyrir þessi tvö case :)

Ég er td. að keyra Windows2003 server í Virtual PC á Windows XP með 1Gb minni.. myndi ekki segja nei við öðru 1Gb.. Var að kveikja á tölvunni og það eru 72Mb laus af Pysical Memory.. Heildar minnisnotkun eitthvað um 950Mb og Virtual PC virðist ekki nota cache fileinn.