Síða 1 af 1

hjálp!!! 100% CPU og mikil minnisnotkun

Sent: Lau 24. Ágú 2013 17:47
af cure
Sælir félagar,

Ég er að reyna leysa vandamál fyrir félaga minn. Vandamálið felst í að CPU-ið er yfirleitt í 100% og minnið er í mikilli notkun við nánast enga keyslu. Í Task Manager er svhost yfirleitt ríkjandi, stundum Google Crome eða önnur forrit. Stundum leysist vandamálið tímabundið með því að end task scvhost en yfirleitt ekki. Vandamálið hefur ríkt í langan tíma núna. Búið er að prófa flest allar vírusvarnir og þess háttar. Búið er að prófa strauja tölvuna og ekkert virkar. Hann keypti sér nýja tölvu til að leysa þetta, en sýkti nýju tölvuna með því að færa backup af persónulegum gögnum af gömlu tölvunni yfir. Búið er að strauja líka með Sophos í safe mode. Mér hefur verið bent á að þetta gæti mögulega verið eitthvað sem kallast rootkit, vírus sem leggst á BIOS ekki satt? Getur einhver hjálpað hérna því að þetta er að valda gæjanum hrikalegum vandræðum.

Re: hjálp!!! 100% CPU og mikil minnisnotkun

Sent: Lau 24. Ágú 2013 18:06
af playman
Ágætt væri að fá að vita meyra um vélina, t.d. hvaða stýrikerfi hún er að nota.
Ertu búin að skoða þetta?
windows xp
http://www.technibble.com/how-to-fix-sv ... mory-leak/
Windows 7
http://www.hanselman.com/blog/FiguringO ... dows7.aspx

Re: hjálp!!! 100% CPU og mikil minnisnotkun

Sent: Sun 25. Ágú 2013 01:24
af AngryMachine
Mæli með að nota Process Explorer til að sjá hvað veldur mestri vinnslu, það forrit gefur betri mynd en task manager.