Síða 1 af 1

Í hvaða SSD tegund er hitaskynjari?

Sent: Mán 05. Ágú 2013 21:28
af GuðjónR
Er búinn að googla þetta með lélegum árangri, ákvað að spyrja ykkur beint.
Vitið um SSD diska með innbyggðum hitaskynjara? Allir HDD eru með hitaskynjara og reporta hitann á sér en greinilega ekki allir SSD.
Er með Intel SSD í iMac og Chronos í MBP, hvorugur sýnir hitann en ég hef lesið að Samsung diskarnir geri þetta, er það rétt?
Fyrir flesta þá skiptir þetta kannski ekki máli, en t.d. í iMac þá stjórnast ein kæliviftan af þessum upplýsingum.

Re: Í hvaða SSD tegund er hitaskynjari?

Sent: Mán 05. Ágú 2013 21:38
af KermitTheFrog
Er með sitthvorn Mushkin Chronos diskinn. Annar þeirra reportar 30° og hinn 33°, veit ekki hvort það séu bogus gildi.

Re: Í hvaða SSD tegund er hitaskynjari?

Sent: Mán 05. Ágú 2013 21:44
af GuðjónR
KermitTheFrog skrifaði:Er með sitthvorn Mushkin Chronos diskinn. Annar þeirra reportar 30° og hinn 33°, veit ekki hvort það séu bogus gildi.

Hmmm....veistu hvaða firmware er á þeim? Minn Chronos er með að mig minnir 3.0.9 ...

Re: Í hvaða SSD tegund er hitaskynjari?

Sent: Mán 05. Ágú 2013 21:54
af brynjarsig71
ég er með Samsung 840 250GB.
Hann er 28°c samkvæmt Speccy

Re: Í hvaða SSD tegund er hitaskynjari?

Sent: Mán 05. Ágú 2013 22:06
af KermitTheFrog
GuðjónR skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:Er með sitthvorn Mushkin Chronos diskinn. Annar þeirra reportar 30° og hinn 33°, veit ekki hvort það séu bogus gildi.

Hmmm....veistu hvaða firmware er á þeim? Minn Chronos er með að mig minnir 3.0.9 ...


Sýnist vera 5.02 á mínum (502ABBF0)

Edit: Uppfærði í 5.07 og er að fá mismunandi readings (31° /29°) en áðan svo þetta eru ekki bara fixed values.

Re: Í hvaða SSD tegund er hitaskynjari?

Sent: Mán 05. Ágú 2013 22:18
af BjarniTS
Mynd

Imac sér skynjari.

Re: Í hvaða SSD tegund er hitaskynjari?

Sent: Þri 06. Ágú 2013 01:26
af Swanmark
Mynd

SSDinn hefur alltaf reportað 128°C hjá mér (væntanlega rangt).

Hinir eru alltaf í kringum þessi hitastig.