Síða 1 af 1
Gainward 6800 GT vs X800 Pro
Sent: Lau 18. Sep 2004 14:27
af WarriorJoe
Vinur minn er að fara fá sér nytt skjákort og hann er að pæla í þessum 2 kortum.. Hann getur fengið þau bæði með fínum afslætti en hann veit ekki hvort kortið hann á að fá sér..
Ég mælti með að fá sér Gainward 6800GT þótt það væri eitthvað aðeins dýrara, þar sem það er að scora betur í mörgum testum sem ég var að athuga á netinu sbr Far Cry, Doom3 og Halo.. Og þar sem frá gainward fylgir þessi enchanced ability sem overclockar kortið upp í 6800 Ultra frá framleiðanda..
En hann trúði mér ekki og vill fá álit fleirra, þannig hvort kortið mynduð þið taka og endilega rökstyðjið svarið ykkar..
Sent: Lau 18. Sep 2004 14:30
af Pandemic
Mitt val myndi vera 6800 GT
Sent: Lau 18. Sep 2004 18:05
af WarriorJoe
Og hví myndirðu taka það ?
Sent: Lau 18. Sep 2004 19:54
af Stebbi_Johannsson
6800GT "Golden Sample"
kostar 54.000 kr. hjá
http://www.tolvuland.com
Minn rökstuðningur er sá að það er einfaldlega betra, Og þar sem frá Gainward fylgir þessi enchanced ability sem overclockar kortið upp í 6800 Ultra frá framleiðanda...
Sent: Lau 18. Sep 2004 22:16
af Pepsi
6800GT kortið taka það
Sent: Sun 19. Sep 2004 00:25
af everdark
hvernig væri að fólk færi að rökstyðja svörin sín?
Sent: Sun 19. Sep 2004 00:27
af BFreak
Ég er með 6800GT golden sample og ég náði að clocka stabílt í 420/1200 frá 350/1000
Sent: Sun 19. Sep 2004 01:09
af WarriorJoe
Svo virðist sem hann geti ekki keypt sér Gainward kortið, en hann getur fengið sér Sparkle týpuna..
Ætti hann frekar að taka Sparkle týpuna af 6800GT en x800 pro?
Sent: Sun 19. Sep 2004 11:01
af Stebbi_Johannsson
what the fuck is "Sparke"?
Sent: Sun 19. Sep 2004 12:52
af wICE_man
Sparkle eru ódýr kort en duga ágætlega, þetta er jú sami GPUinn. X800Pro er bara með 12 pípur og því með minni afköst á sama klukkuhraða og jafnvel þótt það keyri 100MHz hraðar en 6800GT, auk þess styður það ekki PS3.0 sem getur nýst í nýrri leikjum, farcry, doom3 osfv.
Ég tæki 6800GT ef ég ætlaði að eyða svona pening í skjákort.
Sent: Sun 19. Sep 2004 14:42
af Coppertop
PixelShader 3.0 verður ekki nýttur í leikjum að minnsta kosti næsta hálfa árið þar sem að stuðningur fyrir það kom fyrst með directx9c .
Ég er nú kannski svoldið hlutdrægur þar sem ég er ATI maður, en ég myndi definetly fá mér ATI kortið þar sem þau hafa alltaf komið vel út "longterm". Virðist alltaf vera þannig með catalyst að þeir nái mikið meira boosti úr hverju driver releasi heldur en nVidia með Detanator. Alltaf
fundist nVidia hreinlega elta ATI.
Og svo ef þú ert nógu heppinn að tryggja þér x800pro
VIVO kort þá ertu kominn með x800 XT PE kort í hendurnar svo framarlega sem þú softmoddir bios (extra 4 pipes) og overclockir (betri kæling)
Sjá =
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=5522
En annars eru þessi kort að performa mjög svipað. x800 kortið er reyndar með High definition stuðning onboard sem verður víst "the next big thing" Og svo tekur nVidia kortið 2 ef ekki 3 slot á móðurborðinu vegna risastórs kæliunits ogeinnig dregur það meiri straum úr PSU´inu
Gengur svo langt að það er mælt með auka Psu bara fyrir 6800 Skjákort.
Gangi þér sem best
Sent: Sun 19. Sep 2004 15:15
af Stebbi_Johannsson
Einnig hægt að segja ef að hann er svo heppinn að tryggja sér 6800GT "Golden Sample" þá er hann kominn með 6800 Ultra í hendurnar.
En annars bæði alveg frábær kort, skiptir engu hvort kortið hann tekur, bæði MJÖG góð. Þannig að ef hann er með frekar tight budget þá ætti hann að fá sér X800 Pro en ef hann má sjá af 10.000 kr. í viðbót þá ætti hann að skella sér á 6800GT.
Sent: Sun 19. Sep 2004 19:01
af wICE_man
Málið með 6800GT er að það er hér um bil 6800Ultra, (lægri klukkutíðni, lægri minnistíðni, that's it) 6800Ultra er hraðara yfir heidlina litið en X800XT og í þeim leikjum sem hafa nýtt sér PS3.0 hefur sá munur aukist. Það skiptir ekki máli hvort leikir nýti sér strax þessa nýjung, hún er til staðar í GeForce kortinu en ekki í Radeon og í versta falli er það því betra í endursölu þegar þar að kemur.
6800GT eru einfaldlega bestu kaupin af öllum dýru kortunum, þar með töldu 6800Ultra.
Sent: Sun 19. Sep 2004 19:06
af wICE_man
Það má þó telja X800 kortunum til tekna (aðalega þó X800XT) að í 1600X1200 4XAA/8XAS þá ná þau að narta í hælana á 6800 kortunum og oft að komast fram úr, sennilega er það öflugum þjöppunaralgrímum sem ATi notar sem auka minnisbandbreidd að þakka en hún er sérstaklega mikilvæg í háum upplausnum.
Sent: Mán 20. Sep 2004 03:08
af BlitZ3r
6800GT er miklu auðveldara að modda í ultra en pro í xt. þannig að mitt val er 6800GT
Sent: Mán 20. Sep 2004 10:25
af emmi
Ég er nú ekki alveg að skilja þennan 10þús króna mun á X800 Pro og 6800 GT þar sem bæði þessi kort kosta $399 í USA. Kannski vélbúnaðarseljendur séu að notfæra sér að nVidia sé eða var allavega mun vinsælla en ATi? En hvað um það, þó ég sé ATi X800 Pro eigandi og eftir lestur margra greina um mun á þessum kortum þá tel ég einfaldlega að 6800GT sé mun betri kostur hvað varðar afköst/fídusa/verð eins og hefur kannski komið fram hér áður.
The GT is the same product as the 6800 Ultra, yet clocked 50 Mhz slower and has slightly less memory bandwidth. That's the biggest difference... oh and hey... 100 USD bucks cheaper!
Sjá nánar
hér