Síða 1 af 1

Aflgjafi, ráðleggingar

Sent: Fim 11. Júl 2013 16:03
af Noriman
Hvað ætli ég þurfi öflugan aflgjafa fyrir þessa uppfærslu ?


Móðurborð: Gigabyte AM3 GA-970A-UD3 móðurborð
http://www.tolvutek.is/vara/gigabyte-am ... -modurbord
http://www.gigabyte.com/products/produc ... id=3907#ov

Örgjörvi: M3+ Bulldozer X6 FX-6100 örgjörvi, Retail
http://www.tolvutek.is/vara/am3-bulldoz ... rvi-retail

Vinnsluminni: Super Talent 8GB DDR3 1600MHz (2x4GB) vinnsluminni CL9
http://www.tolvutek.is/vara/super-talen ... uminni-cl9

Takk fyrirfam

Re: Aflgjafi, ráðleggingar

Sent: Fim 11. Júl 2013 18:09
af Klemmi
Fer eftir því hvaða skjákort þú ætlar að nota í vélina.

Annars keyrir vandaður 500W aflgjafi flest allt í dag, þ.e. ef þú ert ekki að fara út í fleiri en eitt skjákort eða allra öflugustu skjákortin.

Ekki kaupa eitthvað ómerkilegt merki til að spara einhverja þúsundkalla, það er hægt að fá vandaða og góða 500W aflgjafa á ca. 8-9þús, því miður almennt þannig að gæði og verð haldast í hendur upp að vissu marki :)

Re: Aflgjafi, ráðleggingar

Sent: Fim 11. Júl 2013 18:11
af Yawnk
Afsakið að ég stel þráðnum, en hvernig eru Tacens aflgjafarnir svona almennt, eru þeir að virka vel, er það eitthvað gott merki?

(Þessir frá Kísildal)

Re: Aflgjafi, ráðleggingar

Sent: Fim 11. Júl 2013 18:52
af Noriman
Er þegar með CoolerMaster eXtreme power 400W og Nvidia GTS 450

Ætli það dugi nokkuð ?

Einnig með spurnigu frá gæjanum sem stal þræðinum ?

Re: Aflgjafi, ráðleggingar

Sent: Þri 16. Júl 2013 15:00
af Haflidi85
Eg efast um að þessi aflgjafi sé nóg, þetta yrði allavega tæpt hérna er power supply calculator = http://www.extreme.outervision.com/psuc ... orlite.jsp (veit svosem ekki hversu nákvæmur hann er, en þetta ætti að gefa þér einhverja mynd af því hvað þú þarft stóran aflgjafa).

Ég persónulega er ekki aðdáandi af því að vera að færa mikið yfir gamla aflgjafa í nýtt setup sérstaklega ekki ef þeir eru tæpir á að vera nógu öflugir í þokkabót.