Síða 1 af 1

Þriðji skjár með vesen

Sent: Lau 29. Jún 2013 01:51
af benjamin3
Sælir, var að fá mér þriðja skjáinn en er í smá vandræðum.

Ég er með radeon HD7850 skjákort og hef alltaf verið með 2 skjái í DVI og HDMI tengjunum.
Setti þriðja í mini-display portið en þá fer hann í 800x600 upplausn max og myndin er einhvernvegin "óstöðug", eða það er eina orðið sem ég get hugsað mér. Annaðhvort það eða hann dettur einfaldlega út.
Prófaði að setja sama skjá í DVI tengið og hann virkar fínt - en ekki í miniDP.
Ég er ekkert endilega að leita að því að nota eyefinity eitthvað heldur bara að ná þriðja í gang.

Skjáirnir eru allir BenQ - 2x GL2450 og 1x GL2220 (minnir mig)

Eina sem mér dettur í hug er að miniDP kapallinn er að orsaka vandamálið - öll hjálp vel þegin.