Síða 1 af 1

Bjögun í skjá

Sent: Sun 09. Jún 2013 21:18
af bjorninn
Sælir vaktmenn,

Ég var að setja upp Windows 7 fyrir föður minn í þennan skrifstofuturn frá Tæknibæ
en hann átti 24" Benq skjá sem hann nýtti áfram en eftir að hafa skipt um tölvu þá er bjögun í skjánum.

Enginn stilling virðist henta fyrir skjáinn hvorki 1024xsama#hvað né 1600x1200
Erum með nýjasta driver fyrir skjáinn.

Einhver ráð?


Skrifstofuturn #4

Geisladrif: DVD skrifari
Harður diskur: SSD 120 GB Samsung 840
Skjákort: AMD Radeon HD 7560D
USB 3.0: Já
Vinnsluminni: 8 GB DDR3 1600 MHz
Örgjörvi: AMD X4 A8-5600K 3,6 GHz

Re: Bjögun í skjá

Sent: Sun 09. Jún 2013 21:33
af playman
Búin að prófa að skipta um snúru? eða prófa annað tengi t.d. VGA í staðinn fyrir DVI eða HDMI?
Nýasta driverin fyrir skjáinn sjálfan eða skjákortið? stór munur þar á.

Geturu ekki póstað mynd af þessu?

Re: Bjögun í skjá

Sent: Sun 09. Jún 2013 21:39
af Oak
er þetta ekki 1920x1080 skjár?

Re: Bjögun í skjá

Sent: Sun 09. Jún 2013 22:00
af KermitTheFrog
bjorninn skrifaði:Erum með nýjasta driver fyrir skjáinn.


Náðu í nýjasta driverinn fyrir skjákortið. Skjádriverar segja ekki neitt með þetta.

Re: Bjögun í skjá

Sent: Sun 09. Jún 2013 23:43
af beatmaster
Þig vantar líklegast þennann driver, líklegast væri samt best fyrir þig að keyra upp driver-a diskinn sem að fylgdi með móðurborðinu og velja install all eða automatic install og leyfa honum að græja þetta sjálft.

Annars er hérna listinn yfir þá drivera sem að þig vantar fyrir þetta borð


Re: Bjögun í skjá

Sent: Mán 10. Jún 2013 03:23
af DJOli
Er bjögunin þannig að myndin passar ekki inn í skjáinn, eða semsagt þannig að það vantar neðsta partinn?.

Re: Bjögun í skjá

Sent: Mán 17. Jún 2013 21:43
af bjorninn
Takk kærlega fyrir aðstoðina :)