Síða 1 af 1

Misheppnað Bios update

Sent: Þri 28. Maí 2013 18:18
af ggmkarfa
Er hér með z68-g43(g3) móðurborð sem ég ætlaði að uppfæra úr man ekki alveg, sirka version 3.0 í 5.2. Uppfærslu skeiðið misheppnaðist, reyndi að uppfæra með usb kubbi en það virkaði ekki. Núna í hver skipti sem ég kveiki á tölvunni er kviekt á henni sirka 1 sec og svo slökknar á henni og tölvan endurtekur þetta ferli stanslaust. Ég hef reynt að resetta biosinnum með cmos batteryinu en það hefur ekki verið að ganga s.s. taka það úr í 5-20 min og ræsa tölvuna án þess eða með því eftir tímann. hún kveikir ekki á sér án þess en einungis í 1 sec með því í. Held ég sé búinn að r´suta móðurborðinnu. Vitiði hvert væri gott að fara með hana í ksoðun og hvað myndi það kosta?

Re: Misheppnað Bios update

Sent: Þri 28. Maí 2013 22:52
af astro
Ef þú vast að flasha biosinn og það var eithvað á USB kubbnum annað en bios uppfærslu í réttu formi þá ertu búinn að "installa" því sem var á USB kubbnum,
hvort sem það er JPG mynd eða Exel skjal í stað bios firmware, það er EKKI hægt að installa nýjum bios aftur á borðið ef það hefur komið uppá.

Re: Misheppnað Bios update

Sent: Þri 28. Maí 2013 23:09
af Cikster
Aldrei að segja "EKKI" ....

Þetta msi móðurborð er með það sem þeir kalla M-Flash "Avoid Unnecessary Repair Due to Accident Failures During The Upgrading Process" ... þannig að finndu bara manualinn eða downloadaðu honum af heimasíðu msi ... þar ætti að vera leiðbeiningar hvernig M-Flash virkar.

Áður en þessir fídusar fóru að koma í móðurborðunum voru framleiðendurnir svo góðir að nota kubba sem var hægt að taka úr móðurborðinu ef svona gerðist þannig að væri hægt að flasha biosinn aftur í spes tæki (sem ég veit að íhlutir eru með þar sem þeir hafa gert það einusinni fyrir mig).

Eins og ég sagði ... aldrei að segja að sé ekki hægt að gera hluti ... sérstaklega ef þú hefur ekki hugmynd um það.

Re: Misheppnað Bios update

Sent: Þri 28. Maí 2013 23:16
af Revenant
Ef þú veist hvaða vendor af BIOS þú ert með (AMI, AWARD, PHOENIX) þá eru til advanced bios recovery aðferðir.

Sjá t.d. http://forums.mydigitallife.info/thread ... Procedures

Re: Misheppnað Bios update

Sent: Mið 29. Maí 2013 01:02
af ggmkarfa
Takkfyrir svörin. Það var ekkert á kubbinum nema nýjasta Bios update-ið. Ætla að fræða mig betur um þetta áður en ég fer með hana á verkstæði.

Re: Misheppnað Bios update

Sent: Mið 29. Maí 2013 03:04
af ggmkarfa
Held ég fari bara með hana í viðgerð á næstunni, botna ekkert í þessu. Er með þetta í ábyrgð hjá @tt hef samband við þá um þetta.

Re: Misheppnað Bios update

Sent: Mið 29. Maí 2013 05:48
af Danni V8
ggmkarfa skrifaði:Held ég fari bara með hana í viðgerð á næstunni, botna ekkert í þessu. Er með þetta í ábyrgð hjá @tt hef samband við þá um þetta.


Þetta er samt ekki ábyrgðarmál ef þú heldur það...