Síða 1 af 1

Ætla að kaupa mér skjákort

Sent: Mán 13. Maí 2013 17:11
af AndriFridur
Er að velta því fyrir mér hvaða skjákort ég ætti að kaupa mér vill helst ekki fara yfir 40þ og hef því verið að skoða

Geforce GTX 660 2048MB DDR5
Geforce GTX 650 Ti 2048MB DDR5

AMD Radeon 7850 2GB DDR5

ég hef alla tíð verið meiri Geforce svo það er spurning hvort að ég ætti ekki bara að halda því áfram, en þá kemur það bara hvort Geforce kortið?? er ekki betri kæling á Ti kortinu og er hitt eitthvað svakalega mikið betra?

Re: Ætla að kaupa mér skjákort

Sent: Mán 13. Maí 2013 17:38
af Xovius
Nú eru sennilega bara nokkrir dagar í það að gtx 700 línan komi út. Það þýðir ný kort og þar af leiðandi lækkuð verð á gömlu kortunum. Gott að hafa það í huga áður en þú kaupir kort sem snarfellur í verði nokkrum dögum seinna ;)

Re: Ætla að kaupa mér skjákort

Sent: Mán 13. Maí 2013 21:54
af AndriFridur
Þakka þér fyrir þessar upplýsingar :) þá kaupi ég mér kannski bara betra kort fyrir sama pening :P

Re: Ætla að kaupa mér skjákort

Sent: Mán 13. Maí 2013 22:28
af nonesenze
hentu smá meiri pening í þetta og fáðu þér msi 660 ti power edition, þú sérð ekki eftir því

Re: Ætla að kaupa mér skjákort

Sent: Mán 13. Maí 2013 22:42
af I-JohnMatrix-I
nonesenze skrifaði:hentu smá meiri pening í þetta og fáðu þér msi 660 ti power edition, þú sérð ekki eftir því


x2

Re: Ætla að kaupa mér skjákort

Sent: Mán 13. Maí 2013 22:45
af Baraoli
nonesenze skrifaði:hentu smá meiri pening í þetta og fáðu þér msi 660 ti power edition, þú sérð ekki eftir því


klárt mál, þetta kort er virkilega bang for the buck.
Átti sjálfur akkurat þetta kort og það virkaði fyrir allan peninginn og gott betur!