Síða 1 af 3

leikjatölva hlutir

Sent: Þri 07. Maí 2013 21:57
af Eikibleiki
halló, ég er nýr hérna svo fyrirgefið mér ef þetta er alveg ruglað
en hvað get ég fengið fyrir svona 100-125k fyrir tölvuleiki og internetið
ég á lyklaborð og mús og allt þannig en þarf bara tölvu
vonandi er þetta nóg fyrir ykkur til að skilja hvað þetta er um og núna er ég bara að blaðra

Re: leikjatölva hlutir

Sent: Þri 07. Maí 2013 22:02
af Baraoli
í hvað ætlaru að nota tölvuna?
hvaða leiki t.d.?

Re: leikjatölva hlutir

Sent: Þri 07. Maí 2013 22:07
af Eikibleiki
skil þig ekki

Re: leikjatölva hlutir

Sent: Þri 07. Maí 2013 22:16
af CurlyWurly
Semsagt að leita þér að tölvuturn (hvorki skjá, lyklaborð né mús með) fyrir 100-125 þúsund til að nota í netráp og tölvuleikjaspilun?

Væri gott að fá fyrst að vita hvað þú vilt vera að spila og í hvaða gæðum, bara svona sem viðmið :)

Re: leikjatölva hlutir

Sent: Þri 07. Maí 2013 23:49
af MrSparklez

Re: leikjatölva hlutir

Sent: Mið 08. Maí 2013 08:26
af Eikibleiki
Kannski cod og arma í medium graphics og. Kannski smá minecraft
Er að skrifa á ipad:/

Re: leikjatölva hlutir

Sent: Mið 08. Maí 2013 11:55
af CurlyWurly
Persónulega sé ég fátt að því sem að MrSparklez lagði til hérna fyrir ofan... nema þá kannski að það vantar kassa.
Persónulega myndi ég mæla með því að þú tækir þennan aflgjafa frekar fyrir 4000 kr. í viðbót.
Þá geturu bætt við öðru skjákorti seinna ef þess þarf, þar sem restin af búnaðinum býður upp á það.
Veit líka ekki hversu mikið þú þarft 6-core örgjörva en það er bara 1000 kr munur á 4-core og 6-core svo það skiptir kannski ekki máli.
Myndi líka mæla sterklega með því að þú sleppir því að fá þér HDD og takir frekar SSD, þó það sé dýrara og bjóði minna pláss.
Síðan mæli ég bara með því að finna þér kassa sem þér finnst líta vel út og er ekki of dýr.
Svo vantar líka geisladrif í þetta sem er c.a. 5000 kr. en þér finnst þú kannski ekki þurfa það.

Myndi samt lang helst mæla með því að eyða örlítið meira í tölvuna, taka 240 GB SSD og amk 500GB og helst 1TB storage HDD og fá þér flottan kassa.
Persónulega finnst mér líka algjört must að taka góðan aflgjafa, góður aflgjafi getur enst nokkrar tölvur ef þú tekur ekki aflgjafa sem er of fá vött.

En þú ræður þessu auðvitað :D Man alveg hvað þetta var erfitt þegar ég var að ákveða mig með mína tölvu :)

Re: leikjatölva hlutir

Sent: Fim 04. Júl 2013 19:54
af Eikibleiki
ókey, svo kannski mun ég ekki nota tölvunna í netið
breytir það einhverju?

Re: leikjatölva hlutir

Sent: Fös 12. Júl 2013 01:21
af Eikibleiki
er þetta góð leikjatölva?
http://www.amazon.co.uk/gp/product/B00C ... uctDetails
og hvað mundi kosta að færa þetta
til íslands?

Re: leikjatölva hlutir

Sent: Fös 12. Júl 2013 23:09
af Eikibleiki
einhver?
ég veit ekkert og ég meina ekkert um þetta

Re: leikjatölva hlutir

Sent: Fös 12. Júl 2013 23:12
af Yawnk
Eikibleiki skrifaði:er þetta góð leikjatölva?
http://www.amazon.co.uk/gp/product/B00C ... uctDetails
og hvað mundi kosta að færa þetta
til íslands?

Nei... Ekki kaupa þér samsetta tölvu frá Amazon! :catgotmyballs

Re: leikjatölva hlutir

Sent: Fös 12. Júl 2013 23:14
af Eikibleiki
ok takk

Re: leikjatölva hlutir

Sent: Fös 12. Júl 2013 23:21
af Yawnk
http://kisildalur.is/?p=2&id=1988 Væri þessi ekki bara fín fyrir þig... passar í verðið.. svosem ágætis skjákort og örgjörvi.

Re: leikjatölva hlutir

Sent: Lau 13. Júl 2013 00:18
af Eikibleiki
er þetta sem sparklez sagði fyrir ofan betri eða?
fyrir 12.000 kall meira held ég? er mikill munur?

Re: leikjatölva hlutir

Sent: Lau 13. Júl 2013 02:14
af MrSparklez
taktu frekar tölvuna frá kísildal, þægilegra að kaupa þetta á einum stað og vera búinn með þetta :happy

Re: leikjatölva hlutir

Sent: Lau 13. Júl 2013 02:20
af Eikibleiki
takk fyrir fljótt svar
en hvað með stýrikerfi... ef maður er að spila Td. Bf3 og einn er á W8 og annar er á W7 geta þeyr spilað samað eða virkar það ekki?

Re: leikjatölva hlutir

Sent: Lau 13. Júl 2013 02:36
af MrSparklez
haha það virkar alveg :)

Re: leikjatölva hlutir

Sent: Lau 13. Júl 2013 02:45
af Eikibleiki
gott
en hvar fæ ég mér eitt windows 7 stýrikerfi?
hvar er gott verð?

Re: leikjatölva hlutir

Sent: Lau 13. Júl 2013 03:03
af MrSparklez
það er til í rauninni hvaða tölvubúð sem er og þetta er mest allt á sama verði, það er venjulega á um það bil 20 þúsund

Re: leikjatölva hlutir

Sent: Lau 13. Júl 2013 14:13
af rickyhien
eða bara fá pre-activated cracked version hjá einhverjum vinum þínum xD

Re: leikjatölva hlutir

Sent: Lau 13. Júl 2013 16:02
af Eikibleiki
Yawnk skrifaði:http://kisildalur.is/?p=2&id=1988 Væri þessi ekki bara fín fyrir þig... passar í verðið.. svosem ágætis skjákort og örgjörvi.

ræður þetta við Battlefield
Normal graphics 30 fps?
því að ég ætla að vera að spila Bf4 á henni

Re: leikjatölva hlutir

Sent: Lau 13. Júl 2013 16:08
af Yawnk
Eikibleiki skrifaði:
Yawnk skrifaði:http://kisildalur.is/?p=2&id=1988 Væri þessi ekki bara fín fyrir þig... passar í verðið.. svosem ágætis skjákort og örgjörvi.

ræður þetta við Battlefield
Normal graphics 30 fps?
því að ég ætla að vera að spila Bf4 á henni

Sko.. ef þú ætlar að ná að spila BF3 - BF4 á vélinni og ná góðu FPS og ná ágætu performance, þá mun tölvan kosta þig meira en 120 þúsund kr, það er bara þannig, mögulega gætiru náð því með allt í Low.

Re: leikjatölva hlutir

Sent: Lau 13. Júl 2013 16:13
af Eikibleiki
ok

Re: leikjatölva hlutir

Sent: Lau 13. Júl 2013 16:14
af Eikibleiki

Re: leikjatölva hlutir

Sent: Lau 13. Júl 2013 16:26
af rickyhien
Eikibleiki skrifaði:hvað með þennan?
http://kisildalur.is/?p=2&id=1010

þessi er góður en það er langt frá 120k xD ....áttu skjá, lyklaborð or mús? og svo stýrikerfi ef þú þekkir engan sem á pirate version...kominn yfir 200þús+ xD