Síða 1 af 1

Corsair h100i pælingar

Sent: Fös 03. Maí 2013 01:00
af I-JohnMatrix-I
Sælir vaktarar, nú var ég að fá mér corsair h100i kælingu og var að velta því fyrir mér hvernig þið eruð með þetta hjá ykkur sem eru með þessa kælingu. Var að spá hvort ég ætti að vera með vifturnar fyrir ofan radiatorinn og láta þær draga loft úr kassanum, í gegnum radiatorinn og út um kassann. Eða láta þær draga loft að utan og í gegnum radiatorinn, inní kassann? Þá fæ ég kaldara loft í gegnum radiatorinn en örugglega alveg óhemju af ryki inní hann þar sem það eru engir filterar í toppnum.

Fyrirfram þakkir.

Re: Corsair h100i pælingar

Sent: Fös 03. Maí 2013 01:06
af atlifreyrcarhartt
ég er með 3770k (ekki oc) og h100i og skv. intel burn test i 100% load er ég að fara mest uppi 62° og ég er með radiatorin minn uppi inní kassanum og vifturnar eru að yta loftinu i gegnum hann og útúr kassanum og þar tekur 200mm vifta við og dregur i burtu :)

Re: Corsair h100i pælingar

Sent: Fös 03. Maí 2013 02:17
af Xovius
Miklu sniðugra að blása út um toppinn.. Hiti leitar upp!

Re: Corsair h100i pælingar

Sent: Fös 03. Maí 2013 02:45
af Arnarmar96
Eða þú getur tekið neðsta HDD Bay-ið í burtu og þá ertu kominn með á botninn, og ryk filter og voila!

Re: Corsair h100i pælingar

Sent: Fös 03. Maí 2013 10:33
af mundivalur
Hvaða turn ertu með ?

Re: Corsair h100i pælingar

Sent: Fös 03. Maí 2013 10:52
af I-JohnMatrix-I
Corsair Vengeance c70

Re: Corsair h100i pælingar

Sent: Fös 03. Maí 2013 11:41
af mundivalur
Færð mestu kælinguna úr botninum en ef þú ert ekkert að yfirklukka mikið þá bara í toppinn :)

Re: Corsair h100i pælingar

Sent: Fös 03. Maí 2013 15:28
af I-JohnMatrix-I
Jæja þá er þetta komið í. Er nýlega búinn að fá þessa PC dellu og hef því ekki mikið vit á Overclocking en það var svona sniðugur takki á móðurborðinu mínu sem overclockar fyrir mig. Fór sem sagt úr 3,4 ghz í 4,2 ghz með þessum OC Genie II takka. Er að nota OCCT 4.4.0 til að stresstesta örran og hefur hann farið mest í 63 gráður, ég get ekki annað en sagt að ég sé bara nokkuð sáttur með þetta. Þakka góð svör ég endaði á að setja radiatorinn í toppinn og láta vifturnar draga loftið úr kassanum. :)

Re: Corsair h100i pælingar

Sent: Fös 03. Maí 2013 23:41
af atlifreyrcarhartt
62º i 100% load?

Re: Corsair h100i pælingar

Sent: Fös 03. Maí 2013 23:48
af I-JohnMatrix-I
Jamm ;)

Re: Corsair h100i pælingar

Sent: Lau 04. Maí 2013 13:27
af atlifreyrcarhartt
hvað ertu þá með margar viftur a radiatornum? og á hvað eru þær stilltar? því að skv þessu

http://tpucdn.com/reviews/Intel/Core_i5 ... s_Load.gif

þá á minn að vera lægri meiraðsegja i sama ghz...

Re: Corsair h100i pælingar

Sent: Lau 04. Maí 2013 13:33
af angelic0-
Þetta fer eftir því hvar þú staðsetur radiatorinn..

Ég t.d. staðsetti vatnskassann minn á hurðina, og dreg loft inn í kassann...

Venta svo út um toppinn, dreg kalt loft inn um botninn (það eru filterar þar) dreg loft inn að framan og exhausta út að aftan...

Tölvan stendur við glugga, Alpha hiti við turninn er 17°c CPU temp er 19°c idle og mér finnst það mjög gott... hef mest séð 26°c á CPU...

GPU eru að ganga 28-30°c heit... HDD eru í kringum 26-28°c...

Þetta er rig í undirskrift...

Re: Corsair h100i pælingar

Sent: Lau 04. Maí 2013 13:43
af Squinchy
Mun taka þetta til fyrirmyndar þegar ég uppfæri í H100i
https://www.youtube.com/watch?v=UyC3lZ5WFMk

IOM setja vifturnar í pull og í toppinn á kassanum

Re: Corsair h100i pælingar

Sent: Lau 04. Maí 2013 14:24
af I-JohnMatrix-I
Squinchy skrifaði:Mun taka þetta til fyrirmyndar þegar ég uppfæri í H100i
https://www.youtube.com/watch?v=UyC3lZ5WFMk

IOM setja vifturnar í pull og í toppinn á kassanum


Það er akkúrat það sem ég gerði ;)

Re: Corsair h100i pælingar

Sent: Lau 04. Maí 2013 14:27
af I-JohnMatrix-I
atlifreyrcarhartt skrifaði:hvað ertu þá með margar viftur a radiatornum? og á hvað eru þær stilltar? því að skv þessu

http://tpucdn.com/reviews/Intel/Core_i5 ... s_Load.gif

þá á minn að vera lægri meiraðsegja i sama ghz...


Ég er með vifturnar sem fylgdu með kælingunni efst í kassanum, þær draga loftið innan úr kassanum í gegnum radiatorinn og út. Þær eru stilltar á quiet mode þannig ég ætti alveg að geta fengið lægri hita en þetta meira segja en ég er bara sáttur með þetta eins og er. :)

Re: Corsair h100i pælingar

Sent: Fös 17. Maí 2013 16:29
af atlifreyrcarhartt
Er eg sa eini sem er i veseni með corsair link 2?? Naði aðeins að komast i styringuna a h100i og breytti viftonum i max svo þegar eg ætlaði að breytta til baka þa virkaði það ekki þannig þær eru fastar i botni :s

Re: Corsair h100i pælingar

Sent: Fös 17. Maí 2013 16:40
af I-JohnMatrix-I
Ég hef ekki lennt í neinum vandræðum með það, ég hef heldur ekkert mikið verið að fikta í því, er með allt stillt á quiet þar sem það fer virkilega að heyrast í viftunum ef að þær eru á max.

Re: Corsair h100i pælingar

Sent: Fös 17. Maí 2013 17:56
af atlifreyrcarhartt
Ekkert lítið bara boing 747 i botni

Re: Corsair h100i pælingar

Sent: Fös 17. Maí 2013 17:59
af demaNtur
atlifreyrcarhartt skrifaði:Er eg sa eini sem er i veseni með corsair link 2?? Naði aðeins að komast i styringuna a h100i og breytti viftonum i max svo þegar eg ætlaði að breytta til baka þa virkaði það ekki þannig þær eru fastar i botni :s


Yebb, hef lent í þónokkuð miklu veseni með þetta corsair link drasl, nákvæmlega það sama og þú lýsir :)

Re: Corsair h100i pælingar

Sent: Fös 17. Maí 2013 19:26
af atlifreyrcarhartt
En kælingin er god min var gollud og eg var 36~ gradur i idl. En nuna er eg ad fara nidri 20-21º m. Nyju kælingunni

Re: Corsair h100i pælingar

Sent: Lau 15. Jún 2013 17:59
af theodor104
Ég heyrði að h100i átti við hönnunargalla að stríða vegna of lítils þrýstings festinganna á milli og að fjarlægðin á milli viftunnar og radiatorsins sé óhentug. Þess vegna var mér ráðlagt að bæta við skinnum á milli til að auka þrýsting og stækka bilið á milli. Þetta á að muna um helling.