Síða 1 af 1

Hvaða 'aftermarket CPU cooler' er bestur?

Sent: Fim 02. Maí 2013 13:35
af gledigondull
Spurningin er einföld. Langar að lækka hitann á kvikindinu þar sem hann fer uppí 80-90 gráður við leikjaspilun og meira í Prime95. Alls ekki sáttur með stock coolerinn.

Hef verið að skoða CoolerMaster Hyper 212 Evo og Corsair vökvalínuna (H60, H80 o.s.frv.). Veit samt ekki hvort ég treysti því að hafa vökva í kassanum.

Örgjörvinn er i7 3770.

Einhverjir meistarar hér sem elska ákveðnar týpur og hafa góð ráð? \:D/

Re: Hvaða 'aftermarket CPU cooler' er bestur?

Sent: Fim 02. Maí 2013 13:41
af AciD_RaiN
Noctua NH-D14 myndi vera besta loftkælingin (eða var það síðast þegar ég tékkaði) og Corsair H100i virðist vera besta vatnskælingin sem er hægt að fá í verslun á Íslandi.

Vona að þetta hjálpi eitthvað. Kannski einhverjir með aðrar skoðanir en ég...

Re: Hvaða 'aftermarket CPU cooler' er bestur?

Sent: Fim 02. Maí 2013 13:42
af motard2
ég er með nocuta NHD 14 fæst í tölvutækni flott kæling fer í um 87°c í prime 95 @4.6ghz I7 3770k nánast hljóð laus

Re: Hvaða 'aftermarket CPU cooler' er bestur?

Sent: Fim 02. Maí 2013 14:32
af littli-Jake
Ef þú ert ekki að fara að overclocka þá mundi Hyper 212 Evo alveg duga þér. Er að prófa prime 95 meðan ég er að skrifa þetta og so far er minn i5 púinn að komast í 65°c Samkvæmt HWmonitor. Skal edita svarið ef tölurnar hækka eitthvað

Re: Hvaða 'aftermarket CPU cooler' er bestur?

Sent: Fim 02. Maí 2013 14:42
af gledigondull
Þakka svörin. En jú, kannski best að taka það fram að ég er ekki að fara að overclocka. :)

Re: Hvaða 'aftermarket CPU cooler' er bestur?

Sent: Fim 02. Maí 2013 14:50
af Xovius
Ef þú ætlar þér ekkert að overclocka þarftu svosem ekkert H100i en varðandi áhættuna á að hafa vökva í tölvunni þá er hún hverfandi með svona lokaðar loopur. Það er ekki séns að þetta sé að fara að leka og þú þarft aldrei að taka þetta í sundur og skipta um vökva svo þetta virkar alveg eins og loftkælingarnar.