Síða 1 af 1
Skjákaup
Sent: Þri 30. Apr 2013 21:56
af dori356
Jæja, er að spá í nýjum skjá, hef bara ekki hundsvit á skjáum, svo væri til í e-h ráðleggingar.
Budgetið væri ekki yfir 50k.
Re: Skjákaup
Sent: Þri 30. Apr 2013 22:00
af AciD_RaiN
Ég er búinn að vera í sömu hugleiðingum síðustu mánuði og ætlaði ekki að fara yfir 45 þús en ætlaði samt að láta mig hafa það um daginn að kaupa
þennan enda er geggjuð myndin á honum en svo fann ég
þennan og ákvað að láta mig hafa það að safna aðeins lengur enda er hann að fá topp dóma
Re: Skjákaup
Sent: Þri 30. Apr 2013 22:05
af dori356
Ég gæti nú alveg squeezað upp í 50k fyrir
http://www.tolvutek.is/vara/benq-gw2750 ... ar-svartur en ég færi ekki yfir 50k
, þarf svo að spara fyrir spánarferð.
Endilega koma með fleiri!
Re: Skjákaup
Sent: Þri 30. Apr 2013 23:10
af pulsar
Ertu að hugsa þér um fyrir leikina?
Ef ekki þá myndi ég bara fá þér einhvern basic philips eða benq, þetta er allt orðið svo stútfullt af gotteríi, það er eiginlega enginn einn betri en annar, undir 45 kallinn þeas.
Re: Skjákaup
Sent: Þri 30. Apr 2013 23:13
af dori356
Já , aðallega fyrir leiki en líka þætta/bíómyndaáhorf.
Re: Skjákaup
Sent: Þri 30. Apr 2013 23:31
af pulsar
Ég hef ekki mikið kíkt á þessa leikjaskjái frá benq, satt að segja langar mig ekkert til þess heldur, heheh, en ég keypti mér þennan hér,,
http://www.xtremecoders.org/forums/f85/ ... nitor-593/ fyrir 2 árum reyndar en hann er búinn að reynast mér gríðarlega vel, gott response í leikjum og endalaust hægt að fikta í litum og öðru, held að hann sé ekki til lengur en mér skilst að það séu einhverjir sambærilegir í att.is og tölvulistanum
Re: Skjákaup
Sent: Þri 30. Apr 2013 23:47
af GullMoli
AciD_RaiN skrifaði:Ég er búinn að vera í sömu hugleiðingum síðustu mánuði og ætlaði ekki að fara yfir 45 þús en ætlaði samt að láta mig hafa það um daginn að kaupa
þennan enda er geggjuð myndin á honum en svo fann ég
þennan og ákvað að láta mig hafa það að safna aðeins lengur enda er hann að fá topp dóma
Við erum með þennan LG skjá, kíktu við hjá okkur eða í Elko og fáðu að sjá skjáinn og "koma við"; standurinn sem hann er á er alls ekkert til að hrópa húrra fyrir.. skjárinn fer á fleygiferð við smá hreyfingu.
+
http://content.hwigroup.net/images/prod ... 277lbn.jpg Tengin snúa beint út (því hann er svo flatur) og vegna þess hve grannur hann er þá er utanáliggjandi spennubreytir.
Bara nokkrir punktar til umhugsunar
Re: Skjákaup
Sent: Mið 01. Maí 2013 00:15
af dori356
Græði ég e-h á því að fara í 27', ætti ég ekki frekar að fá mér 24' gerðina af benq skjánum?
Re: Skjákaup
Sent: Mið 01. Maí 2013 00:53
af appel
dori356 skrifaði:Græði ég e-h á því að fara í 27', ætti ég ekki frekar að fá mér 24' gerðina af benq skjánum?
Þú græðir 3".
Nei, án kaldhæðnis þá er ég sjálfur að skoða tölvuskjáskaup, og er að pæla í 27"... en 1920x1080 upplausn sem mér finnst lítil miðað við 27" og sérstaklega þar sem ég var áður í 1920x1200 upplausn áður á 24" skjá sem er nú dauður.
Það er mikill stærðarmunur á 27" og 24", og mér finnst 27" bara ansi fín stærð. En mikið vildi ég að punktastærðin væri örlítið minni, og aspectið væri 16:10.
Ég er smá skeptískur á punktastærðina, þannig að ég fór og skoðaði 27" skjái með 1920x1080 upplausn. Eftir að hafa skoðað þetta þá sleppur punktastærðin. Aðallega sjáanlegt í texta. Maður að velta þessu smá fyrir sér. Ég er smá nærsýnn og líklega er þetta bara ágætt fyrir mig.
En best er bara að skoða þetta sjálfur. 27" skjáir kosta ekki mikið meira en 24" skjáir, þannig að þetta er bara spurning um hvort þú viljir stóran flottan skjá með aðeins "grófari" punktastærð eða mainstream skjá með minni punktastærð. Held að þetta sé persónubundið og svo fer það eftir notkunin.
Re: Skjákaup
Sent: Mið 01. Maí 2013 00:55
af dori356
Re: Skjákaup
Sent: Mið 01. Maí 2013 17:24
af dori356
upp
Re: Skjákaup
Sent: Mið 01. Maí 2013 17:48
af Swanmark
Ég var að kaupa mér annan BenQ skjá, er með GL2440 og svo sá sem ég var að kaupa ég GL2450 .. þetta eru low-price skjáir held ég en mér finnst þeir flottir, alveg nóg allavega. En þegar ég var að skoða þetta skoðaði ég IPS panel skjá, og VÁ. Mæli með því ef þú ert ekki að fara í leikina:)
Re: Skjákaup
Sent: Mið 01. Maí 2013 21:49
af dori356
Ips panel skjáiinir sem ég hef séð eru annaðhvort 30k eða yfir 50k svo já... veit ekki með það.
Re: Skjákaup
Sent: Fim 02. Maí 2013 10:27
af motard2
Ef þú spilar mikið FPS leiki. þá er þetta einn besti skjárinn fyrir það benq xl2411T 24" 1080p 144hz.
En hann er náttúrulega yfir budggetinu hjá þér á 69000kr en að mínu mati vel þess virði ef men spila FPS leiki mikið.
http://pcmonitors.info/reviews/benq-xl2411t