Síða 1 af 1
S-ATA Harðir Diskar Maxtor eða Samsung ?
Sent: Sun 05. Sep 2004 01:46
af traustis
http://www.att.is/product_info.php?cPath=41_24_98&products_id=869 -> Maxtor 160 Gb 10.750 kr
http://start.is/product_info.php?cPath=80_58_107&products_id=289 -> Samsung 160 Gb 11.990 Kr
Ok, Hvorn ætti ég frekar að taka, ég er að leitast eftir
nr1 Hljóðlátum disk (Án ískurs)
nr2 Endingargóðum disk
Sent: Sun 05. Sep 2004 23:53
af Birkir
Held að Samsung hafi hingað til verið mjög góðir í hörðu diskunum
Sent: Mán 06. Sep 2004 00:04
af MezzUp
Líst ágætlega á Samsunginn, en myndi frekar bíða í 1-2 vikur og athuga hvort að Maxtor breyti ekki HD ábyrgðinni sinni í 3 ár, og taka þá hann vitaskuld
Sent: Mán 06. Sep 2004 00:12
af WarriorJoe
Tæki samsunginn mikið frekar.. Ekki mun ég versla mér Maxtor aftur í náinni framtíð.. Keypti mér eitthvað fyrir jól 2x 200gb Maxtor diska.. Og fyrst hrundi einn diskurinn sem var þá stútfullur af efni... Endalaust af bad sectors og eitthverjum fjanda og þurfti að formatta hann..
Svo bara núna fyrir viku þá bilaði hinn og svipað að gerast.. Data curruption, bad sectors og þarf að formatta hann líka, einnig fullur af efni..
Bögg
Sent: Mán 06. Sep 2004 09:34
af OverClocker
Það er amk hægt að fullyrða að samsunginn er mun hljóðlátari.. veit ekki hvort það er 1000kr virði fyrir þig.
Sent: Mán 06. Sep 2004 10:53
af goldfinger
ég tæki Samsung, Samsung harður diskur i hverri einustu tölvu á heimilinu (5 stykki - 4 i notkun)
Sent: Mán 06. Sep 2004 11:10
af gnarr
MAxtorinn performar betur og er mjöööög góður diskur. annars er samsung diskurinn nánast jafn hraður, munar einhverjum 5% í random access og einhverjum 20-30% í write. samsunginn er samt talsvert hljóðlátari en maxtorinn.
Sent: Mán 06. Sep 2004 14:53
af Pectorian
Samsung er bestur að mínu mati
Sent: Mán 06. Sep 2004 15:39
af gnarr
samsung eru einfaldlega ekki bestir. en þeir eru talsvert hljóðlátari en Maxtor, svo að maður er til í að fórna þessum örlitla mun í minni hávaða.
Sent: Mán 06. Sep 2004 19:25
af corflame
Hvorugt myndi ég segja. Frekar borga 2þús meira og fá sér Seagate, t.d. hjá Hugveri.
5 ára ábyrgð á þeim diskum frá framleiðanda
Sent: Mið 08. Sep 2004 18:54
af MezzUp
corflame skrifaði:5 ára ábyrgð á þeim diskum frá framleiðanda
jamms, þótt að maður myndi réttsvo nenna því með disk sem að myndi kostar >8 þús. (bilar eftir 4 ár t.d.) þá hlýtur það að segja eitthvað um framleiðsluna......