Síða 1 af 1

Þarf aðstoð við ísetningu

Sent: Fös 19. Apr 2013 18:31
af rimor
Þannig er mál með vexti að ég var að kaupa gigabyte radeon hd 7950 kortið, svo var ég að setja það í og notaði 2 6pina pci-e tengi þetta og það virkaði ekki vifturnar snerust ekki og ekkert kom a skjainn svo tengti ég lika 2 pinna sem voru í viðbót frá power supply inu mínu þannig þetta varð 8 pinnar einu meginn og 6 pinnar hinumeginn, en ekkert gerist fæ ekkert á skjáinn og vifturnar snuast ekki, herna er power supply og kortið, hvað er að vantar aðstoð

http://tolvutek.is/vara/thermaltake-sma ... 20mm-vifta

http://tolvutek.is/vara/gigabyte-hd7950 ... -3gb-gddr5

Re: Þarf aðstoð við ísetningu

Sent: Fös 19. Apr 2013 18:58
af Nariur
Ertu búinn að tengja í öll rafmagnstengin á kortinu? Ertu viss um að kortið sé almennilega í PCI-e raufinni?
Virkaði tölvan áður en þú skiptir um kort? Breyttirðu engu öðru? Fara vifturnar sem eru ekki á kortinu í gang?

Re: Þarf aðstoð við ísetningu

Sent: Fös 19. Apr 2013 18:58
af Nolon3
Hvað ertu annað með í tölvunni hjá þér?
Því þetta skjákort þarf 500w

Re: Þarf aðstoð við ísetningu

Sent: Fös 19. Apr 2013 19:01
af Nariur
Aflgjafinn er klárlega nógu stór, kortið notar ekki 500W, heldur mæla þeir með amk. 500W aflgjafa.

Re: Þarf aðstoð við ísetningu

Sent: Fös 19. Apr 2013 19:04
af rimor
Nariur skrifaði:Ertu búinn að tengja í öll rafmagnstengin á kortinu? Ertu viss um að kortið sé almennilega í PCI-e raufinni?
Virkaði tölvan áður en þú skiptir um kort? Breyttirðu engu öðru? Fara vifturnar sem eru ekki á kortinu í gang?


Eru fleyri rafmagstengi ? Ég var að setja tölvuna saman allt nýtt, keypt í dag

Re: Þarf aðstoð við ísetningu

Sent: Fös 19. Apr 2013 19:35
af rimor
Engin með þetta ?

Re: Þarf aðstoð við ísetningu

Sent: Fös 19. Apr 2013 19:51
af Nariur
Taktu mynd og settu hérna inn.
Það eru bara tvö rafmagnstengi á þessum eina stað, hlið við hlið. Það verður að vera tengt í öll götin, þ.e. það er ekki gott að tengja bara 6 pinna í 8 pinna tengi.
Af hverju ertu svona viss um að þetta sé skjákortið? Og aftur, fara vifturnar sem eru ekki á skjákortinu í gang?

Re: Þarf aðstoð við ísetningu

Sent: Fös 19. Apr 2013 19:52
af Bjosep
Ertu alveg 100% á því að kortið sé komið alveg inn í PCI-e raufina? Hvað nákvæmlega gerist þegar þú kveikir á tölvunni, annað en það að þú færð ekkert á skjáinn?

Re: Þarf aðstoð við ísetningu

Sent: Fös 19. Apr 2013 20:07
af rimor
Það er pci í öllum götum 8. Og 6 pinna vifturnar fara ekki í gang og það kemur á skjáinn no video input en tölvan er í gangi og cpu viftan og main viftan snúast báðar

Re: Þarf aðstoð við ísetningu

Sent: Fös 19. Apr 2013 20:10
af dogalicius
og ef þú hefur kveikt á þessu í smá tíma kemur ekkert ,stundum er bios smá tíma að átta sig á nýju hardware

Kannski aulalegt innskot en maður veit alldrei :)

Re: Þarf aðstoð við ísetningu

Sent: Fös 19. Apr 2013 20:18
af rimor
Myndir

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Re: Þarf aðstoð við ísetningu

Sent: Fös 19. Apr 2013 20:57
af viggib
Smá innskot: þú ert að keyra minnið í single channel ! þau eiga að vera í sloti 1 og 2

Re: Þarf aðstoð við ísetningu

Sent: Fös 19. Apr 2013 21:19
af AciD_RaiN
Þarft að nota eitt 8pinna og eitt 6pinna í þetta :)

Re: Þarf aðstoð við ísetningu

Sent: Fös 19. Apr 2013 21:25
af Nariur
AciD_RaiN skrifaði:Þarft að nota eitt 8pinna og eitt 6pinna í þetta :)

Hann er að því

viggib skrifaði:Smá innskot: þú ert að keyra minnið í single channel ! þau eiga að vera í sloti 1 og 2

Þ.e., að öllum líkindum, bláu slottunum.


Mér sýnist annars ekkert vera vitlaust tengt, ef þú ert búinn að yfirfara allar tengingar og ert viss um að öll tengi séu almennilega í er líklega eitthvað bilað. Ef þú átt annað skjákort (það gamla?) prófaðu að setja það í og sjá hvort eitthvað gerist. Annars er lítið sem ég get gert fyrir þig í gegn um netið.

Re: Þarf aðstoð við ísetningu

Sent: Fös 19. Apr 2013 21:25
af KermitTheFrog
AciD_RaiN skrifaði:Þarft að nota eitt 8pinna og eitt 6pinna í þetta :)


Á efstu myndinni er það svoleiðis hjá honum.

En til OP: Tengdirðu 4 eða 6 pinna tengi í móðurborðið einhversstaðar hjá örgjörvanum? Sé það ekki nógu vel á myndunum.

Re: Þarf aðstoð við ísetningu

Sent: Fös 19. Apr 2013 21:39
af viggib
Nariur skrifaði:
AciD_RaiN skrifaði:Þarft að nota eitt 8pinna og eitt 6pinna í þetta :)

Hann er að því

viggib skrifaði:Smá innskot: þú ert að keyra minnið í single channel ! þau eiga að vera í sloti 1 og 2

Þ.e., að öllum líkindum, bláu slottunum.


Mér sýnist annars ekkert vera vitlaust tengt, ef þú ert búinn að yfirfara allar tengingar og ert viss um að öll tengi séu almennilega í er líklega eitthvað bilað. Ef þú átt annað skjákort (það gamla?) prófaðu að setja það í og sjá hvort eitthvað gerist. Annars er lítið sem ég get gert fyrir þig í gegn um netið.


minnisbankar talið frá cpu> no. 4-2-3-1 það á semsagt að vera í slottunum 1 og 2

Re: Þarf aðstoð við ísetningu

Sent: Fös 19. Apr 2013 21:43
af AciD_RaiN
KermitTheFrog skrifaði:
AciD_RaiN skrifaði:Þarft að nota eitt 8pinna og eitt 6pinna í þetta :)


Á efstu myndinni er það svoleiðis hjá honum.

En til OP: Tengdirðu 4 eða 6 pinna tengi í móðurborðið einhversstaðar hjá örgjörvanum? Sé það ekki nógu vel á myndunum.

Afsakið ég tók ekki eftir því ;) Hann talaði um það í upphafspósti að hann hefði notað tvo 6pin og ég sá að það voru 8 og 6pin á kortinu... Skoðaði þetta ekkert meira en það.

Re: Þarf aðstoð við ísetningu

Sent: Fös 19. Apr 2013 21:50
af Nariur
viggib skrifaði:
Nariur skrifaði:
AciD_RaiN skrifaði:Þarft að nota eitt 8pinna og eitt 6pinna í þetta :)

Hann er að því

viggib skrifaði:Smá innskot: þú ert að keyra minnið í single channel ! þau eiga að vera í sloti 1 og 2

Þ.e., að öllum líkindum, bláu slottunum.


Mér sýnist annars ekkert vera vitlaust tengt, ef þú ert búinn að yfirfara allar tengingar og ert viss um að öll tengi séu almennilega í er líklega eitthvað bilað. Ef þú átt annað skjákort (það gamla?) prófaðu að setja það í og sjá hvort eitthvað gerist. Annars er lítið sem ég get gert fyrir þig í gegn um netið.


minnisbankar talið frá cpu> no. 4-2-3-1 það á semsagt að vera í slottunum 1 og 2


Þ.e. í hvítu slottunum

Re: Þarf aðstoð við ísetningu

Sent: Fös 19. Apr 2013 22:10
af Bioeight
KermitTheFrog skrifaði:En til OP: Tengdirðu 4 eða 6 pinna tengi í móðurborðið einhversstaðar hjá örgjörvanum? Sé það ekki nógu vel á myndunum.

x2, miðað við hvaða móðurborð ég held að þetta sé þá á eftir að tengja 8 pinna tengi úr aflgjafanum í móðurborðið (merkt atx_12volt) í efra horninu aftast í kassanum hjá örgjörvanum. Athuga að það er ekki sama 8 pinna tengi og fer í skjákort heldur aðeins öðruvísi, stundum er það 2x4 pinna tengi.

Re: Þarf aðstoð við ísetningu

Sent: Fös 19. Apr 2013 22:39
af Klemmi
Bioeight skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:En til OP: Tengdirðu 4 eða 6 pinna tengi í móðurborðið einhversstaðar hjá örgjörvanum? Sé það ekki nógu vel á myndunum.

x2, miðað við hvaða móðurborð ég held að þetta sé þá á eftir að tengja 8 pinna tengi úr aflgjafanum í móðurborðið (merkt atx_12volt) í efra horninu aftast í kassanum hjá örgjörvanum. Athuga að það er ekki sama 8 pinna tengi og fer í skjákort heldur aðeins öðruvísi, stundum er það 2x4 pinna tengi.


x3

Re: Þarf aðstoð við ísetningu

Sent: Fös 19. Apr 2013 23:37
af Nariur
Bioeight skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:En til OP: Tengdirðu 4 eða 6 pinna tengi í móðurborðið einhversstaðar hjá örgjörvanum? Sé það ekki nógu vel á myndunum.

x2, miðað við hvaða móðurborð ég held að þetta sé þá á eftir að tengja 8 pinna tengi úr aflgjafanum í móðurborðið (merkt atx_12volt) í efra horninu aftast í kassanum hjá örgjörvanum. Athuga að það er ekki sama 8 pinna tengi og fer í skjákort heldur aðeins öðruvísi, stundum er það 2x4 pinna tengi.


Skörp augu

Re: Þarf aðstoð við ísetningu

Sent: Lau 20. Apr 2013 00:40
af rimor
Sælir, þetta er enþá vandamál en já ég er buinn að tengja 2 4 pinna tengi efst í vinstra hornið á borðinu en ekkert gerist, hef sterka trú á að kortið sé ónýtt, tengdi annað skjákort við og vifturnar á því fóru strax í gang, það var samt bara 1sex pinna tengi á því en ég er með 8 pin og 6 pin á 7950 kortinu, fer á mrg uppí tt og segi ykkur hvernig fer.

Re: Þarf aðstoð við ísetningu

Sent: Lau 20. Apr 2013 01:38
af angelic0-
Nice móðurborð.... en kemur mynd á skjáinn og alles þegar að þú notar annað skjákort :?: