Síða 1 af 1

Mun cpu verða flöskuháls?

Sent: Fim 28. Mar 2013 15:20
af Blomakrans
Sælir,

Þar sem skjákortið mitt hefur lengi vel verið með leiðindi ákvað ég að skella mér á nýtt sem ég gat fengið á góðu verði. Ég gróf upp kvittun að gömlu tölvunni og fór þá að velta því fyrir mér hvort að örgjörvinn (eða eitthvað annað) muni verða flöskuháls eftir að ég hef skipt yfir í nýtt skjákort.

Gamla tölva:
1 x Gigabyte EP35-DS3L, s775, 4xDDR2, 4xSATA2, PCI-Express () = 11.900.-
1 x Samsung 1TB Serial-ATA II, 32MB buffer, 7200sn () = 17.900.-
1 x Antec Sonata Plus 550 turnkassi með 550W aflgjafa () = 21.900.-
1 x Intel Core 2 Duo E8400 3.0GHz, 1333MHz, 6MB cache, 45nm, OEM () = 17.900.-
1 x SuperTalent 4GB kit(2x2GB) DDR2 800MHz CL5, PC6400 () = 9.900.-
1 x PowerColor ATI Radeon PCS+ HD4870 512MB GDDR5 OverClocked () = 28.900.-

Skjákortið sem ég keypti:
- XFX HD7850 2Gb

Á skjákortið alveg eftir að njóta sín eftir að ég hendi því í tölvuna eða borgar sig fyrir mig að skipta út móðurborð, cpu og ram líka?

Ef svo er, getið þið gefið mér einhverjar ráðleggingar?

Takk

Re: Mun cpu verða flöskuháls?

Sent: Fim 28. Mar 2013 15:39
af Kristján
auðvita verður altaf einhver flöskuháls en ekki þannig að þú takir eftir því, fer nú eftir því líka hvað þú ert að gera í tölvuni.
Þú átt eftir að vera með lægra fps svosem miða við i7 3770k (bara til að gera overthetop samanburð)

Núna ertu kominn með gott skjákort og þá er bara næst á dagskrá að uppfæra restina sem kemur bara með tímanu.

Ég mæli með SSD allavega næst.

Re: Mun cpu verða flöskuháls?

Sent: Fim 28. Mar 2013 15:50
af Blomakrans
Takk fyrir.

Eitt annað: Segjum að ég ákveði að kaupa mér RAM í þessar tvær lausu raufar. Myndi ég ná að nýta aukinn hraða á minni sem ég bæti við eða myndi hraði alls minnisins takmarkast við lægsta hraða (þ.e.a.s. 800Mhz)?

Re: Mun cpu verða flöskuháls?

Sent: Fim 28. Mar 2013 15:53
af hfwf
Ef móðurborðið styður bara upp að 800mhz minni þá klukkast minnið sjálfkrafa niður.

Re: Mun cpu verða flöskuháls?

Sent: Fim 28. Mar 2013 16:46
af rapport
ssd... og afköst tölvunar munu aukast verulega...

Re: Mun cpu verða flöskuháls?

Sent: Fim 28. Mar 2013 16:53
af hjalti8
afhverju ertu að spá í því hvort örgjörvinn verði flöskuháls? ertu að pæla í að spila einhverja ákveðna leiki? hvaða leiki þá?

það er ómögulegt að vita hvort að örgjörvinn verði flöskuháls ef maður veit ekkert hvað þú ert að fara að nota tölvuna í. endilega komdu með fleiri upplýsingar

Re: Mun cpu verða flöskuháls?

Sent: Fim 28. Mar 2013 17:25
af darkppl
gíska á að þyrftir að fá quad core ef þú ætlar að fara spila nýrri leiki meira smooth miðað við skjákortið...

Re: Mun cpu verða flöskuháls?

Sent: Fim 28. Mar 2013 20:54
af Blomakrans
hjalti8 skrifaði:afhverju ertu að spá í því hvort örgjörvinn verði flöskuháls? ertu að pæla í að spila einhverja ákveðna leiki? hvaða leiki þá?

það er ómögulegt að vita hvort að örgjörvinn verði flöskuháls ef maður veit ekkert hvað þú ert að fara að nota tölvuna í. endilega komdu með fleiri upplýsingar


Það eru engir ákveðnir leikir sem ég hafði hugsað mér að spila heldur bara hitt og þetta. Ég er ekki mjög kröfuharður á að hafa grafík hátt stillta heldur hef meiri áhuga á því að geta spilað nýlega leiki án meiriháttar hnökra. Ég spyr vegna þess að ef t.d. örgjörvinn eða skortur á vinnsluminnni yrði alvarlegur flöskuháls þá myndi ég skoða það að uppfæra í þeim málum líka og athuga hvort það væri hægt að bæta tölvuna töluvert án þess að kosta mikið til.