Síða 1 af 1

SSD (ó)gleði

Sent: Mið 13. Mar 2013 09:53
af gnz
Sælir Vaktarar

Wall of text:

Ég er að glíma við alveg hundleiðinlegt vandamál og langaði að vita hvort einhver hérna hefði einhverja pointera um hvernig ég get haldið þessu litla sem eftir er af geðheilsunni.
Málið er að ég fékk mér, loksins, SSD disk.
Átti flugpunkta sem voru að renna út og breytti þeim í Amazon inneign og fékk mér Mushkin Chronos.
Fór í gegnum allt ferlið þegar hann kom: Uppfærði firmware'ið, kóperaði stýrikerfið af gamla Raptornum yfir á stærri SSD diskinn og lenti svo í vandræðum með að koma honum í Antec P182 kassann því að bracket'ið sem fylgdi var engan veginn nógu langt til að passa í harðdisk hirsluna.
Kom honum þó að lokum í og tengdi rafmagnskapalinn og var hálf undrandi þegar SATA kapallinn fékk enga festu fyrir smellurnar sínar.
Fannst snúran svolítið laus þegar hún var komin upp á en það virtist ekkert vera neitt mál, bios'inn fann alveg diskinn og allt virtist í lagi.
Kveikti á tölvunni og slökkti raunverulega ekki á henni fyrr en einhverjum vikum seinna.
Og þá byrja vandamálin.

Næst þegar ég kveiki á tölvunni finnur bios'inn ekki diskinn.
Ég opna kassann, tékka á öllum snúrum, prufa að ræsa, enginn OS diskur,
(endurtakið þetta eftir þörfum)
slekk, tékka kapla, ræsi
(hættið endurtekningu)
Tölvan er búin að finna diskinn og ég get lokað kassanum.

Eftir þetta virkar tölvan svona ljómandi og alveg eins og ekkert hafi gerst... þangað til ég slekk eða sleep'a, hana, þá byrjar fjörið aftur.
Rökréttasta ályktunin (fannst mér) var að SATA kapallinn væri í einhverju fokki og því fékk ég lánaðan notaðan, smellulausan kapal hjá félaga sem virkaði aðeins betur en var þó með eitthvað bögg.
Fékk mér því nýjan í gær, með smellum, hendi honum í og það er enn eitthvað smá bögg en svo virðist hann "grípa". Tölvan svínvirkar, eins og áður, í allt gærkvöld.
Restarta henni meira að segja og hún bara virkar.
Kveiki á henni í morgun og hún er aftur í ruglinu.
Ef ég hefði haft smádýr á heimilinu væri það líklega dáið.
Og því leita ég til ykkar um einhver ráð, einhverja pointera sem þið vafalaust eigið á lager :)

P.s.
Það er ekkert brotið á disknum, öll tengi virðast heil þó þau hafi alltaf virst svolítið "lin" en ég er búinn að passa mig eins mikið og ég get að jugga þau ekki til dauða.

TL;DR:
SSD OS diskur finnst ekki við ræsingu.
Allt virðist benda til að snúrur séu ekki að ná sambandi.
Áttu einhver "tried and tested" ráð?

Re: SSD (ó)gleði

Sent: Mið 13. Mar 2013 10:08
af MatroX
prufaðu að hafa diskinn lausann í kassanum tengja hann við rafmagn og sata 3 port, opna svo bios og stilla sata á AHCI og ef hann finnst þá fresh install af Windows

Re: SSD (ó)gleði

Sent: Mið 13. Mar 2013 10:11
af Klemmi
Ég ætla nú einfaldlega að giska á að þetta sé bilaður Mushkin Chronos diskur. Þeir eru því miður ekki þeir merkilegustu á markaðnum.

Giska enn fremur á að ástæðan fyrir því að þetta virðist lagast eftir að þú gerir einhverjar æfingar með kaplana er sú að á meðan er slökkt á tölvunni í smá tíma sem veldur því að diskurinn "lagast" tímabundið.

Re: SSD (ó)gleði

Sent: Mið 13. Mar 2013 10:40
af KermitTheFrog
Ég hef séð þó nokkra Mushkin Chronos diska þar sem stýringin einfaldlega gefur sig. Gæti verið að þú hafir lent á gölluðu eintaki, því miður. Hljómar þannig.

Ég á tvo og er búinn að nota þá í meira en hálft ár án vandræða. Sumir eru bara óheppnir og lenda á slæmu eintaki.

En miðað við magnið sem er selt (allavega hérlendis) þá er bilanatíðnin á þessum diskum ekki óeðlileg, enda þrusugóðir diskar þegar á heildina er litið.

En til að útiloka bilun í disknum væri held ég best að skella honum í aðra tölvu og profa hann þar.

En það er ekki óeðlilegt að S-ATA kapallinn smelli ekki í þar sem það er engin festing fyrir hann að smella í.

Re: SSD (ó)gleði

Sent: Mið 13. Mar 2013 10:52
af GuðjónR
gnz skrifaði:kóperaði stýrikerfið af gamla Raptornum yfir á stærri SSD diskinn

Fresh install! Að copera stýrikerfið svona er bara ávísun á vandræði.

gnz skrifaði:Ef ég hefði haft smádýr á heimilinu væri það líklega dáið.

hahahaha

Re: SSD (ó)gleði

Sent: Mið 13. Mar 2013 11:03
af Klemmi
KermitTheFrog skrifaði:Ég á tvo og er búinn að nota þá í meira en hálft ár án vandræða. Sumir eru bara óheppnir og lenda á slæmu eintaki.

En miðað við magnið sem er selt (allavega hérlendis) þá er bilanatíðnin á þessum diskum ekki óeðlileg, enda þrusugóðir diskar þegar á heildina er litið.


[rant]
Eða sumir heppnir og lenda á góðu eintaki?

Neinei, ef menn rétt fletta upp Chronos diskunum á Newegg og rúlla í gegnum feedback á þeim að þá tekur stuttan tíma að sjá óvenjulega mikið af svörum þar sem diskar hafa gefið sig og nei, það er ekki eðlilegt með SSD diska að 10%, 20% eða 30% af þeim klikki.
[/rant]

Re: SSD (ó)gleði

Sent: Mið 13. Mar 2013 11:47
af gnz
Takk fyrir svörin
Eina leiðin til að láta reyna á ábyrgð í málum eins og þessum er væntanlega að senda einhvern félaga með diskinn til USA, senda hann svo til Amazon og vona að þeir finni galla í honum ?
Ekkert eitthvað worldwide warranty support á svona stöffi ?

Re: SSD (ó)gleði

Sent: Mið 13. Mar 2013 12:04
af Klemmi
gnz skrifaði:Takk fyrir svörin
Eina leiðin til að láta reyna á ábyrgð í málum eins og þessum er væntanlega að senda einhvern félaga með diskinn til USA, senda hann svo til Amazon og vona að þeir finni galla í honum ?
Ekkert eitthvað worldwide warranty support á svona stöffi ?


Mushkin eru með fínt support en þú þarft alltaf að senda diskinn út og greiða kostnaðinn við það, svo er spurning hvort þeir greiði sendingargjald til baka eða ekki.

Re: SSD (ó)gleði

Sent: Mið 13. Mar 2013 12:27
af KermitTheFrog
gnz skrifaði:Takk fyrir svörin
Eina leiðin til að láta reyna á ábyrgð í málum eins og þessum er væntanlega að senda einhvern félaga með diskinn til USA, senda hann svo til Amazon og vona að þeir finni galla í honum ?
Ekkert eitthvað worldwide warranty support á svona stöffi ?


Myndi láta reyna á diskinn í annarri tölvu fyrst.

Sent from my GT-I9100 using Tapatalk 2

Re: SSD (ó)gleði

Sent: Mið 13. Mar 2013 16:50
af beatmaster
Er alveg örugglega nýjasta firmware á disknum hjá þér?

Re: SSD (ó)gleði

Sent: Mið 13. Mar 2013 17:15
af Stuffz
GuðjónR skrifaði:
gnz skrifaði:kóperaði stýrikerfið af gamla Raptornum yfir á stærri SSD diskinn

Fresh install! Að copera stýrikerfið svona er bara ávísun á vandræði.


x2

myndi sérstaklega ekki vera að nota sömu uppsetningu af stýrikerfi sem var á HDD á SSD alltaf möguleiki á buggi.

Re: SSD (ó)gleði

Sent: Mið 13. Mar 2013 17:17
af KermitTheFrog
Stuffz skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
gnz skrifaði:kóperaði stýrikerfið af gamla Raptornum yfir á stærri SSD diskinn

Fresh install! Að copera stýrikerfið svona er bara ávísun á vandræði.


x2

myndi sérstaklega ekki vera að nota sömu uppsetningu af stýrikerfi sem var á HDD á SSD alltaf möguleiki á buggi.


Er algerlega sammála þessum punktum en ég hef litla trú á því að gallað stýrikerfi sé að hafa áhrif á það að BIOS finni ekki diskinn.