Síða 1 af 2
Vara við Mushkin 120gb Cronos SSD
Sent: Lau 26. Jan 2013 11:09
af kjartanbj
Vildi bara vara ykkur við að vera kaupa þessa rusl diska, núna er ég búin að lenda í því 2x að borðtölvan hrynji útaf þessum diskum, bara hverfa og finnast ekkert aftur
tölvan hangir bara heillengi í detecting hdd og fer svo í gegnum það og stoppar á no operating system..
fyrsti diskurinn hrundi eftir ca 3 vikur í notkun, seinni diskurinn er búin að lifa núna í 2 mánuði, en það er kannski vegna þess að ég er lítið búin að nota tölvuna
kom að henni núna í gær með svartan skjá en gat séð músina hreyfast en annars var hún alveg frosin , slökkti á henni og bootaði aftur upp og þá fann hún ekki lengur diskinn
mæli alls ekki með svona diskum, tapaði einhverjum gögnum sem voru á desktop og svona útaf þessu
þarf að rífa hann úr og fara með hann og skipta honum.. aftur og fá aðra týpu í staðinn
Re: Vara við Mushkin 120gb Cronos SSD
Sent: Lau 26. Jan 2013 11:15
af Kristján
þetta er með bestu diskum sem hægt er að fá og margir herna eiga eftir að segja þér það.
Re: Vara við Mushkin 120gb Cronos SSD
Sent: Lau 26. Jan 2013 11:21
af ZoRzEr
Ég hef átt einn í 2 ár núna. Ekki slegið feilpúst.
Re: Vara við Mushkin 120gb Cronos SSD
Sent: Lau 26. Jan 2013 11:24
af sillbilly
Er með svona disk og er bara mjög sáttur með hann.
Re: Vara við Mushkin 120gb Cronos SSD
Sent: Lau 26. Jan 2013 11:31
af worghal
ég er með einn svona, algert æði.
félagi minn fékk sér svona líka og hann er líka að fíla hann í botn
Re: Vara við Mushkin 120gb Cronos SSD
Sent: Lau 26. Jan 2013 11:40
af littli-Jake
Cronos hafa bara verið að koma mjög vel út. En ef þú ert alveg harður á að fá þér ekki þannig aftur mæli ég með m4
Re: Vara við Mushkin 120gb Cronos SSD
Sent: Lau 26. Jan 2013 12:28
af Jon1
líka með svona
Re: Vara við Mushkin 120gb Cronos SSD
Sent: Lau 26. Jan 2013 12:51
af nonesenze
Þú ættir kannski að spá í hvað er að skemma diskana hjá þér
Re: Vara við Mushkin 120gb Cronos SSD
Sent: Lau 26. Jan 2013 12:53
af Haffi
Powersupplyið þitt að drepa?
Re: Vara við Mushkin 120gb Cronos SSD
Sent: Lau 26. Jan 2013 14:36
af DaRKSTaR
góðir diskar.
búinn að vera með minn í hvað tja eiginlega frá því að þeir komu í sölu hér.. ekkert vandamál.
Re: Vara við Mushkin 120gb Cronos SSD
Sent: Lau 26. Jan 2013 14:45
af ZiRiuS
No problem here...
Re: Vara við Mushkin 120gb Cronos SSD
Sent: Lau 26. Jan 2013 18:29
af DJOli
Er þetta ekki móðurborðið hjá þér?
Re: Vara við Mushkin 120gb Cronos SSD
Sent: Lau 26. Jan 2013 18:42
af Frost
Minn diskur virkar frábærlega.
Re: Vara við Mushkin 120gb Cronos SSD
Sent: Lau 26. Jan 2013 18:43
af halldorjonz
Ég keypti einu sinni eitthvern 60GB Mushkin disk, hann bilaði eftir 2 mánuði, fór upp í Tölvutek og fékk nýjan strax, en ákvað að bæta smá $ á milli og fékk 120GB SATA3 Mushkin Chronos,
hann bilaði eftir 2 vikur, svo ég fór aftur og fékk nýjan strax aftur og hann hefur ekki bilað í svona 1 ár eða eitthvað, mjöög sáttur með diskinn og þjónustuna!
En þeir höguðu sér nkl eins og þú lýsir, ég slekk á tölvunni, kveiki næsta dag og bara bamm, horfinn, ósjánlegur
! Helvíti furðulegt...
Re: Vara við Mushkin 120gb Cronos SSD
Sent: Lau 26. Jan 2013 18:54
af arnif
Ekker vesen á mínum.
Re: Vara við Mushkin 120gb Cronos SSD
Sent: Lau 26. Jan 2013 19:36
af beggi90
Búinn að vera með minn í ár. Ekkert vesen eftir að ég uppfærði firmware.
Setti svona diska í þrjár aðrar vélar og aldrei lent í neinu rugli.
Re: Vara við Mushkin 120gb Cronos SSD
Sent: Lau 26. Jan 2013 19:59
af Kobbmeister
Er búinn að vera með tvo í RAID0 í tæpt ár og aldrei feilað.
Re: Vara við Mushkin 120gb Cronos SSD
Sent: Lau 26. Jan 2013 20:08
af Pandemic
Missti 2x Mushkin 60GB en ég held að það hafi kannski verið tölvan sem hafi verið orðin léleg. Skipti í nýja vél og fékk mér 128Gb Chronos og hann hefur ekki klikkað.
Re: Vara við Mushkin 120gb Cronos SSD
Sent: Lau 26. Jan 2013 22:02
af Alex97
ég held að þú sért bara ótrúlega óheppin því ég veit að þessir diskar eru mjög góðir með lága bilunartíðni og sjálfur er ég búin að vera með nokkra svona og þeir hafa allir reynst mjög vel
Re: Vara við Mushkin 120gb Cronos SSD
Sent: Lau 26. Jan 2013 23:10
af kizi86
fékk nokkrum sinnum bsod, reddaðist með að uppfæra BÆÐI firmware og sata driverana fyrir móðurborðið, hefur ekki slegið feilpúst síðan
Re: Vara við Mushkin 120gb Cronos SSD
Sent: Sun 27. Jan 2013 22:27
af kjartanbj
ég skil þetta ekki, er með nýlegt móðurborð og örgjörva og allt, tölvan bara mjög lítið notuð en þessir diskar virðast drepast bara, bara allt í einu finnast þeir ekki
Re: Vara við Mushkin 120gb Cronos SSD
Sent: Sun 27. Jan 2013 22:36
af KermitTheFrog
Það hefur alveg komið upp að stýringin í þessum diskum klikkar og þá bara kviknar ekki á þeim.
Eins og með allan vélbúnað þá getur hann bilað en miðað við magnið sem selst af þessum diskum kemur sáralítil prósenta til baka biluð.
Það er allavega mín reynsla og þú varst líklegast bara mjög óheppinn með eintök. Ég er með tvo svona 6 mánaða gamla og þeir virka ljómandi vel.
Re: Vara við Mushkin 120gb Cronos SSD
Sent: Sun 27. Jan 2013 22:37
af dandri
Ég held að vandamálið sé þú en ekki ssd diskarnir.
Re: Vara við Mushkin 120gb Cronos SSD
Sent: Sun 27. Jan 2013 23:25
af Stuffz
ég er með einn svona 120gb og annan 240gb, ekkert vesen með þá ennþá, búinn að hafa í notkun í marga mánuði.
samt hef þá ekki sem boot diska, er enn með 80gb intel ssd sem boot disk ennþá.
Re: Vara við Mushkin 120gb Cronos SSD
Sent: Sun 27. Jan 2013 23:28
af BugsyB
ég er með intel 480gb SSD og hann er fucking awsome