Síða 1 af 1

Uppfæra eldri tölvu, vantar ráð.

Sent: Fim 17. Jan 2013 21:31
af j0k3r
Hæhæ,

Mig langar að uppfæra eldri tölvu, sem farin er að ganga hægt og er lengi að öllu. Hér eru upplýsingarnar um hana:

Aflgjafi: OCZ-450 12U EU 450W
Vinnsluminni: 1x1GB DDR 400MHz CSX, 1x512MB DDR 400MHz Corsair.
Móðurborð: Asus A8N-SLI Rev 1.02
Skjákort: Nvidia Geforce 210
Örgjörvi: AMD Athlon 64 3200+ MMX, 3DNow, 2,01GHz
HDD: WD Caviar Blue 320GB 16MB Cache, (5200 rpm sennilega)

Harði diskurinn er ekkert svo gamall, kannski 2 ára. Allt annað er u.þ.b. 10 ára gamalt.

Það sem tölvan á að vera notuð sem svona hefðbundin heimatölva, vafra á netinu, tölvupóstur, ritvinnsla, engir leikir.
Hún er með XP uppsettu og er lengi að verða vinnandi eftir að hún er komin í gang. Tekur langan tíma að færa gögn á milli, hvort sem það er milli staða í tölvunni sjálfri, eða yfir á USB lykil.

Það væri frábært að fá ráð um hvað mætti skipta út til að tölvan myndi lífgast örlítið við.

Re: Uppfæra eldri tölvu, vantar ráð.

Sent: Fim 17. Jan 2013 21:36
af playman
Stækka vinsluminnið uppí 3gb (2gb er sossum nóg líka)
og svo strauja vélina, setja allt uppá nýtt á henni, bara þetta tvent gefur þér stór aukin hraða miðað við hverninn hún er núna

Re: Uppfæra eldri tölvu, vantar ráð.

Sent: Fim 17. Jan 2013 21:41
af diabloice
Myndi nú líka mæla með SSD disk bara það eitt og sér gerir nú alveg slatta

Re: Uppfæra eldri tölvu, vantar ráð.

Sent: Fim 17. Jan 2013 21:42
af mercury
ssd er það besta sem þú getur stungið í tölvu. samahvernig vél það er.
og já redda sér öðrum minniskubb.

Re: Uppfæra eldri tölvu, vantar ráð.

Sent: Fim 17. Jan 2013 21:53
af j0k3r
Takk fyrir skjót svör!

Þannig að til að hún verði lífleg á ný, að þá er nóg að kaupa nýtt vinnsluminni, SSD disk og setja stýrikerfið upp á nýtt?
En þyrfti ég þá ekki að setja XP, til að taka sem minnsta vinnsluminnið fyrir stýrikerfið, eða er Win7 minni hákur á vinnsluminni?

Svo er aðalmálið, hvar er sniðugast að versla þessa hluti?

Re: Uppfæra eldri tölvu, vantar ráð.

Sent: Fim 17. Jan 2013 22:08
af littli-Jake
http://www.vaktin.is/index.php?action=p ... lay&cid=10

Hér er þægilegur listi yfir hörðu diskana. Vertu ekkert að spá í hver er bestur. Þeir eru allir nægilega góðir fyrir þessa vél. Bara spurning hvað þú vilt setja mikinn penning í þetta en ég mæi samt með að fara í 120 eða 90 gig disk. Þetta má ekki fillast og hafðu svo gamla diskinn áfram fyrir þætti og myndir.

Ég er ekki viss um að það sé mikið verið að selja DDR1 minni enþá í búðum en gætir spurt þar sem þú ferð til að kaupa ssd diskinn

Re: Uppfæra eldri tölvu, vantar ráð.

Sent: Fim 17. Jan 2013 22:11
af steinarorri
Ég á 60GB Corsair Force 3 SSD disk til sölu sem dugar fyrir stýrikerfið (öll gögn ættu að vera á öðrum hörðum disk).

Svo er spurning hvort það borgi sig að uppfæra hana, oft er hægt að kaupa fínar tölvur hér á spjallinu á 20-30 þús (er ég nokkuð að tala út um rassgatið á mér hér?)

Re: Uppfæra eldri tölvu, vantar ráð.

Sent: Fös 18. Jan 2013 07:29
af littli-Jake
steinarorri skrifaði:Ég á 60GB Corsair Force 3 SSD disk til sölu sem dugar fyrir stýrikerfið (öll gögn ættu að vera á öðrum hörðum disk).

Svo er spurning hvort það borgi sig að uppfæra hana, oft er hægt að kaupa fínar tölvur hér á spjallinu á 20-30 þús (er ég nokkuð að tala út um rassgatið á mér hér?)


Nei nei. Ekkert svo. Þessi væri tildæmis sirka tvöföldun í afli á við núverandi vél.

viewtopic.php?f=11&t=52614

Re: Uppfæra eldri tölvu, vantar ráð.

Sent: Fös 18. Jan 2013 08:28
af Garri
Það er spurning hvort þetta borgi sig.. SATA-I kemur 2003 og ef vélin er 10 ára þá er ljóst að það tengi getur ekki verið í henni.. ef hún er yngri eins og mér sýnist miðað við 2ghz örgjörva, þá er það góður möguleiki.

SSD, fersk uppsetning og aðeins meira minni mundi gera helling fyrir þessa vél, og hún mundi duga fyrir netráp og svoleiðis.

Hvernig er með hana, er hún að hitna og heyrist vel í henni? Ég persónulega mundi ekki púkka upp á gamlar-blásturs-vélar.. en það er bara ég.

Re: Uppfæra eldri tölvu, vantar ráð.

Sent: Fös 18. Jan 2013 20:36
af j0k3r
Garri skrifaði:Það er spurning hvort þetta borgi sig.. SATA-I kemur 2003 og ef vélin er 10 ára þá er ljóst að það tengi getur ekki verið í henni.. ef hún er yngri eins og mér sýnist miðað við 2ghz örgjörva, þá er það góður möguleiki.

SSD, fersk uppsetning og aðeins meira minni mundi gera helling fyrir þessa vél, og hún mundi duga fyrir netráp og svoleiðis.

Hvernig er með hana, er hún að hitna og heyrist vel í henni? Ég persónulega mundi ekki púkka upp á gamlar-blásturs-vélar.. en það er bara ég.


10 ár aftur í tímann gerir 2003 og því passar það alveg, enda er sata diskur í tölvunni eins og er.
En með hitann og lætin, að þá heyrist nànast ekkert í henni og hitinn mjög lítill þannig að það er ekki að hrjá hana.
Ég skelli mér à SSD disk, 2x1GB vinnsluminni og nýja uppsetningu à stýrikerfinu og þà ætti tölvan að vera komin í ásættanlegt ástand.
Ég vil þakka spjallverjum à vaktinni fyrir fljót og mjög góð svör!

Re: Uppfæra eldri tölvu, vantar ráð.

Sent: Fös 18. Jan 2013 21:01
af Gislinn
j0k3r skrifaði:Ég skelli mér à SSD disk, 2x1GB vinnsluminni og nýja uppsetningu à stýrikerfinu og þà ætti tölvan að vera komin í ásættanlegt ástand.
Ég vil þakka spjallverjum à vaktinni fyrir fljót og mjög góð svör!


Annað sem er líka hægt að gera ef þú nennir því, þá gætiru sett upp Linux Mint (sem er líklegast mest user friendly Linux sem ég veit um). Það er hægt að setja upp á það Microsoft Office í gegnum forrit sem heitir WINE ef þið notið word/excel/outlook (einnig er til office pakkar fyrir Linux, t.d. LibreOffice og OpenOffice, þeir geta báðir opnað og vistað skjöl úr MS office).

Linux Mint er mjög stabílt, uppsetning á desktopnum er alls ekki langt frá Win lookinu (og því auðvelt að færa sig á milli), þú þarft ekki að setja upp endalaust af update-um (að setja upp XP í dag er pain þegar kemur að því að installa endalaust mörgum update-um) og Linux Mint er öruggara gegn vírusum (margfalt fleiri vírusar skrifaðir fyrir Win heldur en fyrir Linux).

Annars ætla ég ekkert að snúa uppá höndina á þér með þetta en ef þig langar að prufa eitthvað nýtt að þá gætiru íhugað þetta. Ég lét móðir mína einu sinni prufa Linux Mint í smá tíma, það tók innan við 1 kvöld fyrir hana að venjast því.

Re: Uppfæra eldri tölvu, vantar ráð.

Sent: Mið 23. Jan 2013 22:57
af j0k3r
diskurinn sem ég er að spá í er með SATA 3, en móðurborðið SATA 1. Mun diskurinn færast niður á SATA 1 hraða eða mun hann ekki virka?

Re: Uppfæra eldri tölvu, vantar ráð.

Sent: Mið 23. Jan 2013 23:14
af diabloice
Sata3 er backwards compatable sem þýðir að hann mun bara fullnýta hraðan á SATA-I þú átt samt eftir að finna mun