Síða 1 af 1

Kaupa nýjan turn (Tölvu)

Sent: Lau 12. Jan 2013 16:01
af GTi
Góðan daginn.

Mig vantar að kaupa nýja turntölvu fyrir ömmu og afa sem verður notuð í vefráp, word, excel.
Hvaða staðir eru að selja tilbúna turna?

Budgetið er svona 50k

Tölvan þyrfti að vera tilbúin til notkunar. En má að sjálfsögðu vanta stýrikerfi og allan hugbúnað.

Getið þið aðstoðað mig við að finna sæmilega tölvu?

Takk fyrir. :)

Re: Kaupa nýjan turn (Tölvu)

Sent: Lau 12. Jan 2013 16:20
af GTi

Re: Kaupa nýjan turn (Tölvu)

Sent: Lau 12. Jan 2013 16:26
af Yawnk

Re: Kaupa nýjan turn (Tölvu)

Sent: Mið 30. Jan 2013 00:19
af geimapi
GTi skrifaði:Mig vantar að kaupa nýja turntölvu fyrir ömmu og afa sem verður notuð í vefráp, word, excel.


Ég var að fara að búa til nánast nákvæmlega sama þráð :D

Það sem ég er að spá í að kaupa fyrir ömmu mína er annað hvort Skrifstofuturn #1 eða #2 hjá computer.is
En ég tek líka öllum ábendingum.

Skiptir einhverju máli hvort maður velur AMD eða intel fyrir svona vél?

Re: Kaupa nýjan turn (Tölvu)

Sent: Mið 30. Jan 2013 00:29
af Victordp
Notaðar vélar leyfðar :) ?

Re: Kaupa nýjan turn (Tölvu)

Sent: Mið 30. Jan 2013 09:21
af littli-Jake
Þú gerir þér grein fyrir því að ef þú ætlar að kaupa allt nítt út í búð þarftu annaðhvort að "redda þer" stýrikerfi eða borga haug fyrir það. Ég mundi frekar skoða að kaupa notaða vél. Færð flotta ömmu vél hérna fyrir 50K og gætir fengið hana með nýuppsettu stýrikerfi. Það er líka ekkert að því að kaupa notaðar tölvur. Svo lengi sem þessu hefur ekki verið mikið hent í gólfið bilar vélbúnaður sára lítið. Það er helst að það komi óþarflega mikill hávaði í vifturnar á nokkrum árum.

http://vaktin.is/spjall/viewtopic.php?f=11&t=53053

Þessi væri til dæmis allt í lagi.

Re: Kaupa nýjan turn (Tölvu)

Sent: Mið 30. Jan 2013 10:09
af methylman
Það sem mín reynsla segir mér er að reyna að breyta stýrikerfi og forritum sem eldri tölvunotendur hafa verið með sem minnst. Reyna að skapa sama eða mjög líkt umhverfi á nýju tölvunni og var á þeirri gömlu.
Svo ef þú getur fengið notaða tölvu ca tveggja til þriggja ára þá er það einhver sparnaður, og að setja upp á hana Windows stýrikerfið (nota COA af þeirri gömlu) sem var á gömlu tölvunni eða tölvunni sem þau voru vön að vinna með og hugsanlega Office pakkann.