Síða 1 af 1

Getur þú sagt mér ? :))

Sent: Mán 07. Jan 2013 00:59
af stinni10
Sælir snillingar, þarf að semsagt að uppfæra þennan skrjóð "örlítið" haha en já.. var að velta því fyrir mér hvort þetta móðurborð myndi höndla öflugri örgjörva og vinnsluminni ef ég myndi kaupa það eða þarf ég að kaupa nýtt móðurborð og allan pakkan ???


Móðurborð: MSI 865PE Neo2-PS (MS-678 v2.0)
Örgjafi: Intel Pentium 4, 2.8MHz (14x200)
Vinnsluminni: Mushkin DDR 2x512MB
Harður Diskur: SAMSUNG 120GB, 7200 RPM
Skjákort: NVIDIA GeForce 6800 GS (256MB)


Virðing

Newbie

Re: Getur þú sagt mér ? :))

Sent: Mán 07. Jan 2013 01:03
af vesley
Þarft helst að uppfæra allt saman, best fyrir þig væri að finna ódýra vél hér á vaktinni

Re: Getur þú sagt mér ? :))

Sent: Mán 07. Jan 2013 01:05
af stinni10
okey þannig þetta móðurborð styður engan vegin betri Intel örgjörva ? :S

Re: Getur þú sagt mér ? :))

Sent: Mán 07. Jan 2013 01:07
af Manager1
stinni10 skrifaði:okey þannig þetta móðurborð styður engan vegin betri Intel örgjörva ? :S

Móðurborðið styður vissulega betri örgjöva en þú ert með en þeir örgjövar eru bara löngu úreltir líka og sennilega hvergi fáanlegir í búð þannig að þú þarft að endurnýja allt dótið.

Re: Getur þú sagt mér ? :))

Sent: Mán 07. Jan 2013 01:12
af stinni10
okey þá veit ég það :) þakka !