Síða 1 af 1

AGP Fastwrite

Sent: Fös 20. Ágú 2004 18:58
af Nemesis
Ég er nýbúinn að fá mér PowerColor Radeon 9600xt og allt gott um það að segja, fyrir utan eitt, og það er fastwrite, sem virðist vera læst á off. Ég setti inn nýjasta Omega driverinn og þar sé ég að agp fastwrite er sett á off. Ég get ekki breytt því þar og ég virðist heldur ekki finna það í bios.

Á myndinni hér að neðan má sjá að inní rauða hringnum er fastwrite stillt á on, en ég gerði það með því að ýta á "Retest all" og Apply. Þá kemur hins vegar upp þessi popup gluggi sem biður mig um að restarta, að því er virðist til að prófa hvort fastwrite virki á on. Þegar ég fer svo aftur í þennan glugga eftir restartið stendur ennþá "Current Status: Off" og þá er "Fast Write:" farið í Off aftur. Ég hef þá nokkrar spurningar:

1) Skilar skjákortið betri frammistöðu með fastwrite kveikt?
2) Get ég update-að bios og kveikt á fastwrite þaðan?
3) Get ég installað einhverjum öðrum skjákortadriver og kveikt þannig á fastwrite
4) Tengist þetta kubbasettinu mínu og þeim driver á einhvern hátt (Abit ai7 (865PE))?

Sent: Fös 20. Ágú 2004 20:50
af Helgi P
Þetta var svipað hjá mér með mitt x800 pro og ég formattaði bara og þá lagaðist etta dno why :?

Sent: Lau 21. Ágú 2004 22:55
af neon_no1
fastwrite er kveikt á í biosnum...(þ.e.a.s. móðurborðs...)
sá einhversstaðar að þeir sem eru með AMD system ættu að slökkva á fastwrites í bios, allavega fyrir doom3, til að fá betra performance. Þannig að ef eitthvað er þá er betra að hafa slökkt á þessu.

Sent: Sun 22. Ágú 2004 18:43
af Nemesis
Well þetta er ekki í bios, ég gat valið hvort ég vildi fastwrite þegar´eg installaði skjákortsdrivernum. Ég vil hafa það á off :l

Sent: Sun 22. Ágú 2004 19:29
af MezzUp
Nemesis skrifaði:Ég vil hafa það á off :l

Hvað er þá vandamálið?

Sent: Sun 22. Ágú 2004 23:46
af Nemesis
Vildi það ekki þegar ég postaði þessum pósti.

Sent: Mán 23. Ágú 2004 16:34
af MezzUp
Nemesis skrifaði:Vildi það ekki þegar ég postaði þessum pósti.

heh, aight, skilþig :P

Sent: Mán 23. Ágú 2004 16:38
af BlitZ3r
ég lagga bara með fastwrite on enda er kubbasettið á móbóinu SORP

Sæl

Sent: Mið 25. Ágú 2004 22:19
af FilippoBeRio
Installaðu chipsettinu :D .........
Ég gerði sömu mistök.

:)

Re: Sæl

Sent: Mið 25. Ágú 2004 22:46
af MezzUp
FilippoBeRio skrifaði:Installaðu chipsettinu :D .........
Ég gerði sömu mistök.

:)

meinar væntanlega "innstallaðu chipsetts driverunum"? :D

Sent: Fös 27. Ágú 2004 17:55
af SolidFeather
Gætuð þið útskýrt nánar hvað fastwrite gerir?

Sent: Fös 27. Ágú 2004 21:29
af BlitZ3r
ÉG HELD AÐ það leyfi örranum og skjákortinu á tala saman beint i gegnum northbridge