Búinn að klúðra SSD disknum ?
-
Höfundur - Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Búinn að klúðra SSD disknum ?
Sælir ,langaði að vita hvort ég sé ekki pottþétt búinn að stúta ábyrgðinni á SSD drifinu mínu sem ég keypti hjá start.is , málið er þannig vexti að eftir nokkurn slatta af bsod þá ákvað ég að taka corsair 120gb diskinn úr og við örlítið átak brotnaði uppúr plastflánsanum sem styður við sata tengið sem er alveg stórmerkilegt að lenda í eftir að hafa meðhöndlað tölvur í amk 14 ár. Og núna er ekki hægt að setja sata snúrú í nema með eitthverju fiffi .
ps diskurinn virðist vera gallaður því ég lét gamla velocy raptorinn í og allt er að virka fínt.
ps diskurinn virðist vera gallaður því ég lét gamla velocy raptorinn í og allt er að virka fínt.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16567
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2135
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Búinn að klúðra SSD disknum ?
Ef þú brýtur diskinn þá er hann ekki í ábyrgð lengur, sama hvar þú keyptir hann.
-
Höfundur - Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Búinn að klúðra SSD disknum ?
já brotnaði rétt þarna plastið sem heldur við hausinn á sataleiðslunni . Þetta er frekar stupid að þetta hafi getað gerst . Bara allt lélegt við þennan ssd disk .
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1577
- Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
- Reputation: 130
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Búinn að klúðra SSD disknum ?
Þó svo að þú hafir ekki valdið biluninni með því að brjóta eitthvað á disknum er það nóg fyrir verslun til að neita ábyrgð. Þeir geta engan veginn tekið einhvern á orðinu um að það hafi ekki valdið biluninni.
Því miður
Því miður
Have spacesuit. Will travel.
Re: Búinn að klúðra SSD disknum ?
ég get ekki séð hvernig það skiptir máli, ef diskurinn var gallaður fyrir þá skiptir þetta engu máli, ég gæti skilið þetta ef þetta væri hdd
þetta væri svona svipað og ef maður myndi kaupa síma, taka hann upp úr kassanum í verslunninni og setja kortið í og kveikja á honum og stinga honum í vasan, við það myndi hann rispast, 20 mín seinna kemur í ljós að hann bootloopar vegna galla í memory module
þetta væri svona svipað og ef maður myndi kaupa síma, taka hann upp úr kassanum í verslunninni og setja kortið í og kveikja á honum og stinga honum í vasan, við það myndi hann rispast, 20 mín seinna kemur í ljós að hann bootloopar vegna galla í memory module
Kubbur.Digital
-
- /dev/null
- Póstar: 1476
- Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
- Reputation: 304
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Búinn að klúðra SSD disknum ?
Það kostar ekkert að athuga með ábyrgiðina.
Hins vegna gefur brot ansi oft til kynna fall og það vill enginn taka ábyrgð á. Þó þú haldir öðru fram.
Hins vegna gefur brot ansi oft til kynna fall og það vill enginn taka ábyrgð á. Þó þú haldir öðru fram.
-
Höfundur - Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Búinn að klúðra SSD disknum ?
'Langar ekkert í annan corsair , þetta er bara rusl. Með hverju mælið þið með ? Samsung virkar fancy
Re: Búinn að klúðra SSD disknum ?
Ég er með Corsair virkar fínt hjá mér
Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR
-
Höfundur - Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Búinn að klúðra SSD disknum ?
Ég ætla ekki að kaupa rusl sem ég þarf að hafa áhyggjur þegar ég sting því í samband .
-
- Vaktari
- Póstar: 2277
- Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
- Reputation: 20
- Staðsetning: Grafarvogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Búinn að klúðra SSD disknum ?
Frekar að hafa mjúkar hendur um vélbúnaðinn frekar en að kalla hann rusl
-
Höfundur - Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Búinn að klúðra SSD disknum ?
málið er að þegar ég tók ssd´inn úr sambandi þá kom hluti af plaststykki með..... átti ég að hita plastið í kring fyrst ? þetta er fáránlegt
-
- spjallið.is
- Póstar: 419
- Skráði sig: Mið 04. Des 2002 22:30
- Reputation: 0
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Búinn að klúðra SSD disknum ?
Sumir sata kaplar eru með einhverri smellu sem heldur þeim föstum og þá þarf að klemma hana saman áður en snúran er tekin úr, ekki bara toga fast!
-
Höfundur - Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Búinn að klúðra SSD disknum ?
ég var nú ekki alveg svona stupid , hefði ég gleymt smellunni þá væri ég ekki að tuða yfir þessu og væri bara chillaður
Re: Búinn að klúðra SSD disknum ?
jonsig skrifaði:ég var nú ekki alveg svona stupid , hefði ég gleymt smellunni þá væri ég ekki að tuða yfir þessu og væri bara chillaður
Gæti verið bara galli í þessum disk, óþarfi að skíta Corsair út fyrir einn disk. Tengin eru öll eins sama hvaða tegund það er.
Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR
-
- 1+1=10
- Póstar: 1109
- Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
- Reputation: 3
- Staðsetning: Akureyri
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Búinn að klúðra SSD disknum ?
Ég á þrjá Corsair og þeir ganga eins og klukka. Skipti um SATA kapal á einum þar sem hann var alltaf að losna af við víbrínginn í tölvunni.. setti einmitt kapal með klemmu.
Þessi tengi eru væntanlega universal og ekki framleidd af Corsair sem og ansi hreint margt sem notað er til að framleiða svona hluti. Sem þýðir að þú hefðir getað lent í þessu með hvaða disk sem er.
Þessi tengi eru væntanlega universal og ekki framleidd af Corsair sem og ansi hreint margt sem notað er til að framleiða svona hluti. Sem þýðir að þú hefðir getað lent í þessu með hvaða disk sem er.
Re: Búinn að klúðra SSD disknum ?
kubbur skrifaði:ég get ekki séð hvernig það skiptir máli, ef diskurinn var gallaður fyrir þá skiptir þetta engu máli, ég gæti skilið þetta ef þetta væri hdd
þetta væri svona svipað og ef maður myndi kaupa síma, taka hann upp úr kassanum í verslunninni og setja kortið í og kveikja á honum og stinga honum í vasan, við það myndi hann rispast, 20 mín seinna kemur í ljós að hann bootloopar vegna galla í memory module
Nei, þetta er ekki nálægt því að vera sambærilegt.
Þetta er líkara því að þú værir með fartölvu með bilaðri spennustýringu eða peru í skjá, svo á leiðinni í viðgerð missirðu tölvuna í gólfið og skjárinn brotnar. Þarna ertu kominn með tvö vandamál sem í raun eru ekki tengd hvort öðru, en skjárinn virkar ekki nema bæði séu löguð og það er erfitt fyrir tölvuverzlunina að ákvarða hvort viðskiptavinurinn sé að segja satt eða ekki, en verzlunin fengi þó ólíklega bilunina í spennustýringu/peru bætta í gegnum framleiðanda þar sem það sér mikið á vörunni.
Fólk verður að gera sér grein fyrir því að tölvufyrirtæki þurfa að senda diskinn til framleiðanda, hann er endanlegur ákvörðunaraðili um hvort taka skuli diskinn í ábyrgð eða ekki þegar kemur að physical skemmdum. Íslensk neytendalög eru ströng hvað ábyrgðir varðar, söluaðila ber að lagfæra galla í vöru þrátt fyrir aðrar skemmdir á henni, ef skemmdirnar tengjast ekki gallanum. Hins vegar er mjög erfitt í þessu tilfelli að sýna fram á að skemmdin og gallinn tengist ekki, ég er því miður ekki með á hreinu hvort sönnunarbyrðin liggur hjá neytanda eða söluaðila.
Annars er þetta mjög erfitt, neytandinn segir að hann hafi ekki að sýnu mati beitt óeðlilega miklu átaki við að losa tengið, söluaðili getur nefnt á móti að þeir hafi selt hundruði svona diska og enginn annar lent í sama vandamáli. Bezt er fyrir báða aðila að mætast í miðju, ef þetta myndi gerast hjá okkur myndi ég bjóða aðilanum að við myndum reyna að senda diskinn út í ábyrgðarviðgerð og sjá hvað framleiðandinn segir en einnig bjóða honum nýjan disk á kostnaðarverði, þannig má sýna viðskiptavininum að verzlunin sé allavega ekki að reyna að græða á þessu óhappi hans.
Bezt fyrir þig er að mínu mati að fara bara til Start með diskinn, útskýra vandamálið og reyna að finna lausn sem báðir aðilar eru sáttir með
Re: Búinn að klúðra SSD disknum ?
vá, ég yrði brjálaður ef að verslun myndi neita að taka aftur vöru sem væri gölluð, hvort sem um skemmd eða ekki væri að ræða, sérstaklega ef þetta væri verslun sem ég verslaði reglulega við
eftir því sem ég versla meira við einhverja ákveðna verslun eða fyrirtæki þá geri ég meiri og meiri kröfu um betri þjónustu, ef ég er ekki sáttur þá fer ég eitthvað annað, því ég veit að það er pottþétt einhver sem vill gera meira fyrir mig til þess að eignast peninginn minn, og ég segi fyrirtækinu eða versluninni það hiklaust, ef að verslun/fyrirtæki stendur sig vel þá er ég líka töluvert meira til í að vera fyrirgefandi, það er, ef td ég lendi í því að fá gallaða vöru og þeir gera ekkert vesen úr því og jafnvel biðjast fyrirgefningar á ónæðinu þá er ég ánægðari, en ef þeir gera vesen úr því þá nenni ég ekki að versla mikið meira við þá, en ég læt líka vita af því og ef þeir laga sig þá er það ekkert mál
fólk þarf að fara að hugsa meira um peningana sína og hvert það vill láta þá, þannig er hægt að ná upp þjónustulund aftur á íslandi
eftir því sem ég versla meira við einhverja ákveðna verslun eða fyrirtæki þá geri ég meiri og meiri kröfu um betri þjónustu, ef ég er ekki sáttur þá fer ég eitthvað annað, því ég veit að það er pottþétt einhver sem vill gera meira fyrir mig til þess að eignast peninginn minn, og ég segi fyrirtækinu eða versluninni það hiklaust, ef að verslun/fyrirtæki stendur sig vel þá er ég líka töluvert meira til í að vera fyrirgefandi, það er, ef td ég lendi í því að fá gallaða vöru og þeir gera ekkert vesen úr því og jafnvel biðjast fyrirgefningar á ónæðinu þá er ég ánægðari, en ef þeir gera vesen úr því þá nenni ég ekki að versla mikið meira við þá, en ég læt líka vita af því og ef þeir laga sig þá er það ekkert mál
fólk þarf að fara að hugsa meira um peningana sína og hvert það vill láta þá, þannig er hægt að ná upp þjónustulund aftur á íslandi
Kubbur.Digital
-
- has spoken...
- Póstar: 174
- Skráði sig: Sun 15. Jan 2006 23:53
- Reputation: 0
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Búinn að klúðra SSD disknum ?
kubbur skrifaði:vá, ég yrði brjálaður ef að verslun myndi neita að taka aftur vöru sem væri gölluð, hvort sem um skemmd eða ekki væri að ræða, sérstaklega ef þetta væri verslun sem ég verslaði reglulega við [...] fólk þarf að fara að hugsa meira um peningana sína og hvert það vill láta þá, þannig er hægt að ná upp þjónustulund aftur á íslandi
Áverkar falla ekki undir ábyrgð, einfalt mál. Mín reynsla er sú að þegar menn byrja að þrasa um 'þjónustulund' þá er það oftast stytting á 'ég vill að einhver annar borgi fyrir mitt klúður'.
____________________
Starfsmaður @ hvergi
Starfsmaður @ hvergi
Re: Búinn að klúðra SSD disknum ?
Sem sagt ég á þá bara að geta farið með fartölvuna mína í viðgerð og heimtað að það sé gert undir ábyrgð ef ég brýt skjáinn svo lengi sem ég segi að hann hafi verið byrjaður að bila áður en hann brotnaði, hafi verið komnar línur í hann o.fl.
Sweet...
Sweet...
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1577
- Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
- Reputation: 130
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Búinn að klúðra SSD disknum ?
kubbur skrifaði:gallinn er ótengdur áverkanum,
Og verslunin á bara að trúa honum og gefa honum nýjan eins og ekkert sé? Þetta er ekki svona einfalt. Það þarf að sanna það áður en nokkuð hægt sé að gera annars er verslunin mögulega að taka á sig kostnað sem henni ber ekki að standa undir.
Have spacesuit. Will travel.
Re: Búinn að klúðra SSD disknum ?
kubbur skrifaði:gallinn er ótengdur áverkanum,
Þín hugmynd af þjónustulund er samt sem áður að verzlunin eigi að taka á sig diskinn sem fengist ekki í ábyrgð út af skemmdum eftir eiganda? Það að bjóðast til að láta reyna á ábyrgðarviðgerð í gegnum framleiðanda og selja eiganda annan disk á kostnaðarverði væri ekki nægilega góð þjónustulund að þínu mati?
Þú gerir þér grein fyrir að álagningin á SSD diska er slík að verzlunin þyrfti að selja 5-6 diska til að bæta upp fyrir tapið á því að bæta þennan skemmda disk, sem er ekki á nokkurn hátt verzluninni að kenna að skemmdist.
Ég geri mér fulla grein fyrir því að verzlanir geta orðið af viðskiptum og jafn vel orðið fyrir tapi þegar horft er til heildarmyndarinnar ef þær gera ekki nákvæmlega allt sem viðskiptavinurinn vill, en fyrir mitt leyti þá mega erfiðir viðskiptavinir, sem líta ekki viðskipti sem gagnkvæm samskipti þar sem báðir aðilar eiga að ganga sáttir frá borði, verzla annars staðar.
-
Höfundur - Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Búinn að klúðra SSD disknum ?
Ég ætlaði nú ekkert að fara röfla í þeim ,maður nennir ekki svoleiðis rugli . Var bara pæla að kaupa mér samsungPRO hann ætti að vera töluvert betri.
Samt ættu þeir að sjá að bilunin tengist því að controlerinn er gallaður , þegar ég googlaði error kóðan þá komu 500.000 niðurstöður og talað var um að corsair hafi innkallað helling af diskum sem virtust vera með þennan ákveðna galla. Þetta vandamál kom upp mjög fljótlega og hafði ég þá samband við start , en maðurinn sem ég talaði við sagðist ekkert kannast við vandamálið, svo leið tíminn og vandamálið ágerðist að lokum lét ég WD velocyraptorinn í og vandamálið hvarf
Samt ættu þeir að sjá að bilunin tengist því að controlerinn er gallaður , þegar ég googlaði error kóðan þá komu 500.000 niðurstöður og talað var um að corsair hafi innkallað helling af diskum sem virtust vera með þennan ákveðna galla. Þetta vandamál kom upp mjög fljótlega og hafði ég þá samband við start , en maðurinn sem ég talaði við sagðist ekkert kannast við vandamálið, svo leið tíminn og vandamálið ágerðist að lokum lét ég WD velocyraptorinn í og vandamálið hvarf
-
- Besserwisser
- Póstar: 3080
- Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
- Reputation: 48
- Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Búinn að klúðra SSD disknum ?
Ertu með nýjasta Firmware á SSD disknum?
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.
-
- Vaktari
- Póstar: 2105
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
- Reputation: 175
- Staðsetning: Heima
- Staða: Ótengdur
Re: Búinn að klúðra SSD disknum ?
Brotnaði litli plastbitinn inni sem á að vera undir pinnunum fyrir data tengið?
Ef svo er þá lenti ég í því sjálfur fyrir slysni að brjóta þann bita.
Það gerðist í nóvember í fyrra, og ég er enn að nota harða diskinn, og hann gengur bara nokkuð helvíti vel.
Ef svo er þá lenti ég í því sjálfur fyrir slysni að brjóta þann bita.
Það gerðist í nóvember í fyrra, og ég er enn að nota harða diskinn, og hann gengur bara nokkuð helvíti vel.
i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|