kubbur skrifaði:ég get ekki séð hvernig það skiptir máli, ef diskurinn var gallaður fyrir þá skiptir þetta engu máli, ég gæti skilið þetta ef þetta væri hdd
þetta væri svona svipað og ef maður myndi kaupa síma, taka hann upp úr kassanum í verslunninni og setja kortið í og kveikja á honum og stinga honum í vasan, við það myndi hann rispast, 20 mín seinna kemur í ljós að hann bootloopar vegna galla í memory module
Nei, þetta er ekki nálægt því að vera sambærilegt.
Þetta er líkara því að þú værir með fartölvu með bilaðri spennustýringu eða peru í skjá, svo á leiðinni í viðgerð missirðu tölvuna í gólfið og skjárinn brotnar. Þarna ertu kominn með tvö vandamál sem í raun eru ekki tengd hvort öðru, en skjárinn virkar ekki nema bæði séu löguð og það er erfitt fyrir tölvuverzlunina að ákvarða hvort viðskiptavinurinn sé að segja satt eða ekki, en verzlunin fengi þó ólíklega bilunina í spennustýringu/peru bætta í gegnum framleiðanda þar sem það sér mikið á vörunni.
Fólk verður að gera sér grein fyrir því að tölvufyrirtæki þurfa að senda diskinn til framleiðanda, hann er endanlegur ákvörðunaraðili um hvort taka skuli diskinn í ábyrgð eða ekki þegar kemur að physical skemmdum. Íslensk neytendalög eru ströng hvað ábyrgðir varðar, söluaðila ber að lagfæra galla í vöru þrátt fyrir aðrar skemmdir á henni, ef skemmdirnar tengjast ekki gallanum. Hins vegar er mjög erfitt í þessu tilfelli að sýna fram á að skemmdin og gallinn tengist ekki, ég er því miður ekki með á hreinu hvort sönnunarbyrðin liggur hjá neytanda eða söluaðila.
Annars er þetta mjög erfitt, neytandinn segir að hann hafi ekki að sýnu mati beitt óeðlilega miklu átaki við að losa tengið, söluaðili getur nefnt á móti að þeir hafi selt hundruði svona diska og enginn annar lent í sama vandamáli. Bezt er fyrir báða aðila að mætast í miðju, ef þetta myndi gerast hjá okkur myndi ég bjóða aðilanum að við myndum reyna að senda diskinn út í ábyrgðarviðgerð og sjá hvað framleiðandinn segir en einnig bjóða honum nýjan disk á kostnaðarverði, þannig má sýna viðskiptavininum að verzlunin sé allavega ekki að reyna að græða á þessu óhappi hans.
Bezt fyrir þig er að mínu mati að fara bara til Start með diskinn, útskýra vandamálið og reyna að finna lausn sem báðir aðilar eru sáttir með
