Síða 1 af 1

Vandamál eftir uppfærslu

Sent: Þri 20. Nóv 2012 21:54
af reeps
Var að uppfæra tölvuna hjá mér með því að setja nýjan harðan disk og bæta vinnsluminni í tölvuna. Ætlaði síðan að installa Windows stýrikerfinu uppá nýtt.

Er með 2x1gb vinnsluminni mjög líklega 400 mhz, keypti 2x1gb 667 mhz og setti það í, semsagt fyllti öll fjögur slottinn. Tók gamla harða diskinn með stýrikerfinu og setti alveg nýjan harðan disk í tölvunna. Ætlaði eins og ég sagði áðan að installa windows á nýja diskinn og bara henta gamla diskinum. Þegar ég starta tölvunni þá kemur enginn mynd á skjáinn, skjárinn er samt tengdur og það er ljós á honum ( gult, á að vera grænt þegar skjárinn nær sambandi). Tölvuna fer alveg í gang og viftunar en ekkert usb virkar t.d. músinn og lyklaborðið. gæti þetta verið móðurborðið ?

Re: Vandamál eftir uppfærslu

Sent: Þri 20. Nóv 2012 22:01
af flottur
Hvað er þetta gömul tölva?

Ertu með sér skjákort eða on-board?

Ertu með þráðlausa mús og lyklaborð?

Re: Vandamál eftir uppfærslu

Sent: Þri 20. Nóv 2012 22:42
af mundivalur
Búinn að prufa starta bara með gömlu v.minnunum ?

Re: Vandamál eftir uppfærslu

Sent: Þri 20. Nóv 2012 22:51
af worghal
Thad er spurning hvort minnin na ad vinna saman og ad 667 mhz minnin klukkist nidur i 400.
Prufadu ad hafa bara nyju minnin.

Re: Vandamál eftir uppfærslu

Sent: Mið 21. Nóv 2012 07:24
af reeps
Útskýrði kannski ekki alveg nákvæmlega, en þetta er tölva frá 2007. Búinn að starta henni aftur með gamla harða diskinum og gömlu minnunum og ekkert virkar kemur nákvæmlega það sama hún ræsist og allar viftunar en ekkert sést á skjánum og lyklaborðið og músinn virka heldur ekki ( ásamt öllu USB)

Er ekki með neitt þráðlaust og þetta er skjákort ekki on board

Re: Vandamál eftir uppfærslu

Sent: Mið 21. Nóv 2012 10:14
af mundivalur
Þá er bara að yfirfara þetta aftur ss. taka minnin aftur úr og setja aftur í raufar 1 og 3 (talið frá örgjörva) og passa að hökin á endunum smelli ,ath rafmagns snúrur í móðurborði og skjákorti(ef það er), fyrst það kemur ekkert ljós á lyklaborð, mús og skjá þá er þetta líklegast einhver vélbúnaður sem er ekki að virka ,þuklaðu bara innvolsið vel og vandlega :D