Í alvöru? Eru menn á prósentum hjá Intel eða bara svona lokaðir í hugsun? Ef viðkomandi þarf ekki á massívri örgjörvavinnslu að halda og vill hafa sæmilega þrívíddarvinnslu og vídeóafspilun þá er núverandi setup hjá honum að gera fína hluti og það sem þú ert að stinga upp á væri þá hrein og klár afturför fyrir viðkomandi. Ef mönnum langar í sneggri svörun í stýrikerfinu þá er SSD diskur besta uppfærsla sem menn geta fengið.
Ef menn þurfa á örgjörvaafli að halda þá er best að átta sig á hvernig vinnslu viðkomandi er í og ráðleggja útfrá því, Intel og AMD hafa sína styrkleika hvort um sig og ef fólk er að leita ráða þá er það á ábyrgð okkar vaktara að gefa heilræði en ekki heilaþvott.
Svo að fyrsta spurningin ætti að vera: Í hvað ertu að nota tölvuna? Ekki bara copy-paste "i5-2500K er málið" standard svarið sem er svo vinnsælt hjá pseudo-nördum.