Síða 1 af 1
Hjóð í gegnum hdmi
Sent: Lau 20. Okt 2012 14:07
af elvarg09
Sælir
Ég er í vandræðum með að tengja sjónvarpið við tölvuna í gegnum hdmi, ég næ mynd en hljóðið er alltaf bara í tölvunni.
Er búinn að google-a þetta og er alltaf bent á að fara í control panel/sound og breyta playback í hdmi en sá kostur er ekki í boði hjá mér.
Er einhver með lausn á þessu?
ps. Þetta er ný tölva og ég trúi ekki að hdmi tengið á tölvunni bjóði ekki upp á hljóð.
Re: Hjóð í gegnum hdmi
Sent: Lau 20. Okt 2012 14:18
af AntiTrust
Hvaða möguleikar eru í boði í Playback Devices í Sound options?
Re: Hjóð í gegnum hdmi
Sent: Lau 20. Okt 2012 14:21
af elvarg09
Ég er bara með :
Speakers ( default )
bluetooth headphones (disconnected)
Re: Hjóð í gegnum hdmi
Sent: Lau 20. Okt 2012 14:30
af Kristján Gerhard
Er með Shuttle vél sem að ég nota sem HTPC. Um leið og ég setti upp intel drivera fyrir skjástýringuna (I3 með innbyggðri skjástýringu) þá hætti HDMI tengið að flytja hljóð. Reyndi einu sinni að henda þeim út og fá MS driverana til að virka aftur en það gekk ekki, hef ekki haft tíma til að skoða þetta meira.
Gúggl leiddi í ljós að þetta getur komið fyrir en ég var ekki búinn að finna neina lausn.b
Re: Hjóð í gegnum hdmi
Sent: Lau 20. Okt 2012 14:39
af GuðjónR
Ég hef lent í þessu að fá bara mynd en ekki hljóð frá media tölvunni, ég prófaði um daginn að downgreida HDMI úr 1.4 í 1.3 og hef ekki lent í því síðan.
Hugsanlega tilviljun...en þegar ég hef lent í þessu þá er oft nóg að taka HDMI kapalinn úr TV og setja í samband aftur...
Re: Hjóð í gegnum hdmi
Sent: Lau 20. Okt 2012 15:09
af Kristján Gerhard
Í hverju flest downgrade'ið?
Re: Hjóð í gegnum hdmi
Sent: Lau 20. Okt 2012 15:11
af GuðjónR
Kristján Gerhard skrifaði:Í hverju flest downgrade'ið?
Setti HDMI 1.4 snúrurnar í kassa og setti HDMI 1.3 snúrur í staðin
Re: Hjóð í gegnum hdmi
Sent: Lau 20. Okt 2012 15:15
af Kristján Gerhard
hahaha... snillingur!
Re: Hjóð í gegnum hdmi
Sent: Lau 20. Okt 2012 16:01
af fallen
Hefurðu prófað að disable'a onboard hljóðkortið í device manager? Ég fæ svona error ef ég gleymi að gera það áðuren ég tengi tölvuna í magnarann og þarf stundum að reboota tvisvar til að það komi inn eftir að ég disable'a onboardið. Weird shit.
Re: Hjóð í gegnum hdmi
Sent: Sun 21. Okt 2012 11:16
af Kristján Gerhard
Ég uppveðraðist allur og fór í það að kanna þetta má aftur eftir þennan þráð. Lausnin í mínu tilfelli fólst í því að fara í BIOS og eneble'a hljóð yfir HDMI. Var ekki flóknara en það.
Re: Hjóð í gegnum hdmi
Sent: Sun 21. Okt 2012 14:07
af axyne
Hvernig skjákort ertu með, onboard ?
Re: Hjóð í gegnum hdmi
Sent: Sun 21. Okt 2012 15:14
af elvarg09
Prófaði að disable-a hljóðkortið í device manager eins og fallen mældi með og þá fann tölvan sjónvarpið eins og skot.
Takk kærlega fyrir hjálpina