Síða 1 af 1

Amd 64 móðurborð með heavy overclock möguleikum en er það gott?

Sent: Þri 10. Ágú 2004 19:57
af Takai
Hef verið að setja saman vél í huganum sem að ég ætla að fá mér og er að hugsa er þetta borð ekki flott fyrir 11.900 hjá http://www.hugver.is eða ætti ég frekar að fá mér nforce 3 borð??

Sent: Þri 10. Ágú 2004 21:20
af fallen

Sent: Mið 11. Ágú 2004 14:06
af Takai
Ok þetta svaraði spurningunni frekar vel ... ég ætla frekar að fá mér nforce 3 borð með meiri möguleikum og flottheitum. Thnx

Sent: Mið 11. Ágú 2004 17:47
af Takai
Ok er mikið að pæla í Gigabyte K8NS pro borðinu hjá start á tæp 14 þús en hef 2 spurningar um það (plzz answer I'm going nuts trying to find a good mobo)

Nr.1) Hefur einhver lent í vandræðum með BIOS þar sem að það er enginn cmos kubbur til að laga villur ... á vin sem að lenti í vandræðum og "og sá hana deyja á skurðarborðinu" (direct quote).

Nr. 2) Hefur einhver hérna lent í því að borðið valdi miklum hita ... sá eitthvað forum þar sem að einhver kvartaði undan miklum hita sem að móðurborðið olli (það var samanburðar móðurborð í því).

Annars ef að einhver veit um annað gott Nforce3 Móðurborð sem að er undir 15k og gott (ekki Gigabyte) þá væri fínt að fá að vita hvaða móðurborð.

(Taka það fram að þetta er móðurborð fyrir Amd Athlon 64 754 chipset)

Sent: Mið 11. Ágú 2004 18:26
af Drulli
Ég er með Shuttle AN51R sem ég er mjög sáttur við, keypt hjá tölvuvirkni.

http://www.hardforum.com/showthread.php?p=1026445358#post1026445358

Ég keypti mér fyrst Abit KV8 Pro en borðið var Rev. 1.0 og AGP/PCI Lock'inn virkaði ekki og einnig voru DIMM raufarnar að stríða mér.

Þar sem ég hef hvergi séð Epox 8KDA3+ eða Chaintech VNF3-250 á Íslandi myndi ég kaupa mér Abit KV8 Pro Rev. 1.1, Shuttle AN51R eða MSI K8N Neo Platinum NF3 250. Þegar ég skilaði mínu KV8 Pro borði vegna DIMM raufanna áttu þeir ekki Rev. 1.1 og ég efa að þeir eigi það núna. Þannig þitt val ætti að vera milli AN51R eða K8N NF3.

Sent: Fim 12. Ágú 2004 00:43
af Takai
Hmm mig langar í borð með góða overclock m0guleika en er shuttle með þá?? Annars er maður búinn að heyra eitthvað um bilanatíðni í MSI en veit ekki hvort að það sé með 754 borðin?

Sent: Fim 12. Ágú 2004 09:30
af gnarr
Takai skrifaði:Nr.1) Hefur einhver lent í vandræðum með BIOS þar sem að það er enginn cmos kubbur til að laga villur ... á vin sem að lenti í vandræðum og "og sá hana deyja á skurðarborðinu" (direct quote).


??

Það eru öll móðurborð með CMOS, annars væri ekki hægt að save-a bios stillingarnar.. og ég skil vel að móðurborðið hjá vini þínum hafi dáið ef hann hefur tekið CMOS kubbinn af því.

Sent: Fös 13. Ágú 2004 14:48
af Takai
gnarr skrifaði:
Takai skrifaði:Nr.1) Hefur einhver lent í vandræðum með BIOS þar sem að það er enginn cmos kubbur til að laga villur ... á vin sem að lenti í vandræðum og "og sá hana deyja á skurðarborðinu" (direct quote).


??

Það eru öll móðurborð með CMOS, annars væri ekki hægt að save-a bios stillingarnar.. og ég skil vel að móðurborðið hjá vini þínum hafi dáið ef hann hefur tekið CMOS kubbinn af því.


úps .... meinti kubbinn sem að er á flestum móðurborðum til að resetta BIOS ef að þú fokkar einhverju upp í tölvunni t.d. overclock, man ekki nafnið á honum.

Allavega var enginn þannig kubbur hjá honum á Gigabyte borðinu(eða rofi eða hvað sem að þetta er) og hann gat ekki resettað neitt.

Sent: Fös 13. Ágú 2004 14:58
af Daz
Það er alltaf hægt að resetta Biosinn, annaðhvort tekur maður batteríið úr, eða þá er lítill jumper á borðinu sem resettar hann.

Sent: Fös 13. Ágú 2004 15:52
af Nemesis
Svo er oft hægt að halda inni INS þegar maður startar vélinni.

Sent: Fös 13. Ágú 2004 15:54
af Dannir
ég er með k8ns pro og verð að segja að það sé fínt.
það er kominn nýr bíos sem er að svínvirka.

Og með hitann ? nb er 32° og örrin er 36-52°

Sent: Lau 14. Ágú 2004 12:47
af Takai
Ok ... að vísu var vinur minn með Intel borð en ég get þá sagt honum að þetta hafi bara klúðrast að hans hálfu. Btw ef að marr er að keyra á secondary BIOS á Gigabyte (hinn í rugli) hvernig veit marr það þá ... kemur bara message í boot eða?

Sent: Lau 14. Ágú 2004 14:54
af gnarr
já, það á ekki að fara á milli mála ef þú ert að starta með backup biosnum.

Sent: Lau 14. Ágú 2004 21:02
af Takai
Ok þá er ég orðinn nokkuð öruggur á þessu og er að pæla í að skella mér á Gigabyte borðið ;)