Hæ, er nú að fara að versla mér fartölvu og búin að þrengja leitina niður í 2 vélar. Get ómögulega gert upp hug minn hvora ég á að taka. Önnur þeirra er með afburðar örgjörva Intel i7 (ivy Bridge) en gallinn er sá að skjákortið er innbyggt intel Hd 4000. Hin er hins vegar með minni örgjörva intel i5 (ivy Bridge) en mun öflugara skjákort GeForce GT620M. Þær kosta það sama og með jafnmikið vinnsluminni.
..........En hvað hefur meira að segja um heildar tölvuafköst? Vil bara fá nokkuð öfluga stabíla tölvu sem ræður við slatta þó ég sé ekki í neinum heavy leikjum en á það til að detta inní leiki samt.
Linkar á tölvurnar tvær:
http://tolvutek.is/vara/acer-aspire-v5- ... -silfurlit
http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... oryid=1756
Ég hallast að Acer vélinni en samt finnst mér svo mikill performance munur á i5 og i7. En svo er pælingin er i7 að njóta sín með þessu intel Hd 4000 skjákorti??? Hjálp!!!
Þigg allar ráðleggingar og ykkar álit! Takk
Hvora fartölvuna mynduð þið taka???
Re: Hvora fartölvuna mynduð þið taka???
Þú munt aldrei finna fyrir muninum á örgjörvunum nema þú sért reglulega í þungri vinnslu s.s. hljóðblöndun, klippingu á myndefni eða þess háttar. Ef þú ert að hugsa tölvuna að einhverju leiti í leikjanotkun ertu mun betur settur með öflugara skjákort.
Annars tæki ég hvoruga þessa, myndi frekar skoða þessa hjá Tölvuvirkni:
http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... S_L850-14J
Nema bæta við hana öðrum 4GB minniskubb, kostar ca. 5000kall
Þarna ertu með talsvert öflugari skjástýringu heldur en í báðum hinum vélunum, nokkuð sambærilegan örgjörva á við þann í Acer vélinni, stærra minni ef þú bætir við 4GB og ert samt sem áður með 15þús krónum ódýrari tölvu.
EÐA þessa hjá okkur:
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2239
Stærri diskur, stærra minni, öflugra skjákort, mínu mati vandaðara merki en þó 10þús kalli dýrari.
Afsakaðu ef ég er að flækja þetta fyrir þér, en fyrir mína parta eru betri kaup í báðum þessum vélum.
Annars tæki ég hvoruga þessa, myndi frekar skoða þessa hjá Tölvuvirkni:
http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... S_L850-14J
Nema bæta við hana öðrum 4GB minniskubb, kostar ca. 5000kall
Þarna ertu með talsvert öflugari skjástýringu heldur en í báðum hinum vélunum, nokkuð sambærilegan örgjörva á við þann í Acer vélinni, stærra minni ef þú bætir við 4GB og ert samt sem áður með 15þús krónum ódýrari tölvu.
EÐA þessa hjá okkur:
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2239
Stærri diskur, stærra minni, öflugra skjákort, mínu mati vandaðara merki en þó 10þús kalli dýrari.
Afsakaðu ef ég er að flækja þetta fyrir þér, en fyrir mína parta eru betri kaup í báðum þessum vélum.
Re: Hvora fartölvuna mynduð þið taka???
Takk fyrir svarið og já bara fínt að fá ábendingar um aðrar tölvur líka