Síða 1 af 1

CD-ROM on fire

Sent: Lau 07. Ágú 2004 19:02
af heidaro
Ég var að skipta um kassa á vélinni minni og þegar ég kveiki heyrist asnalegt hljóð í geisladrifinu og svo kemur reykur ásamt meðfylgjandi fýlu. Drifið er Samsung DVD+CD+Skrifari. Ég tengi það bara venjulega...IDE+molex úr PSU í það...skil ekki hvað veldur....langar samt að vita það, dettur ykkur eitthvað í hug, bara bilað drasl eða?

Re: CD-ROM on fire

Sent: Lau 28. Ágú 2004 21:22
af Hlynzi
Runespoor skrifaði:Ég var að skipta um kassa á vélinni minni og þegar ég kveiki heyrist asnalegt hljóð í geisladrifinu og svo kemur reykur ásamt meðfylgjandi fýlu. Drifið er Samsung DVD+CD+Skrifari. Ég tengi það bara venjulega...IDE+molex úr PSU í það...skil ekki hvað veldur....langar samt að vita það, dettur ykkur eitthvað í hug, bara bilað drasl eða?


Ég get ekkert sagt um það með þessar upplýsingar að baki.

Sent: Sun 29. Ágú 2004 01:58
af BlitZ3r
tegndurru kanski ide tengið vitlaust ??

Sent: Sun 29. Ágú 2004 10:00
af MezzUp
ég efa nú að öfugt ata tengi hafi náð að brenna drifið, en ekki náðirru að snúa molex'inu öfugt??

Sent: Sun 29. Ágú 2004 10:17
af Voffinn
Ég gæti alveg trúað honum heiðari til þess :roll:

hehehe...

Sent: Þri 31. Ágú 2004 12:32
af heidaro
Æi takk Skafti...og já...það snéri því öfugt, eða vírarnir voru öfugir... :roll:

Sent: Þri 31. Ágú 2004 13:26
af gumol
Snéri tölvan ekki bara öfugt? :P

Sent: Fös 03. Sep 2004 03:12
af Petur
Samhv. lögum á íslandi ber verslunum að gefa út 2 ára ábyrgð á öllum vélbúnaði, endilega nýttu þér rétt þinn og fáðu nýtt drif.

Sent: Fös 03. Sep 2004 08:12
af gnarr
ábyrgðin virkar ekki ef maður skemmir hlutinn sjálfur. þetta er ekkert sem ábyrgð coverar. ef hann fer með þetta núna verður han bara látinn borga 1500kr skoðunargjald.

Sent: Mið 08. Sep 2004 18:40
af heidaro
Ég var nú líka búinn að rífa drifið í sundur til að ganga úr skugga um að það væri ekki eldur í því eða hætta á honum...þess vegna er ábyrgðin dottin úr gildi...annars hefði ég örugglega geta notað n00bakraftana mína og hent þessu í þá og fengið nýtt drif :P

Sent: Sun 10. Okt 2004 11:45
af Hlynzi
Þá vitiði góðir hálsar að volt modd yfirklukkun á CD/DVD-ROM er ekki mælt með á vaktinni.